Föstudagur, 29 September 2017 15:13

Viðburðarík helgi framundan

Það er mikið um að vera í íslenska fimleikaheiminum um helgina. Í kvöld fer fram formannafundur allra félaganna í sal ÍSÍ. Á morgun, einnig í sal ÍSÍ, er samráðsfundur þjálfara þar sem tækninefndir, fræðslunefnd og fimleikar fyrir alla nefndin fara yfir komandi vetur í sinni grein. Á sunnudaginn verður haldið…
Föstudagur, 29 September 2017 11:23

Sýnum karakter ráðstefna

Í dag fer fram ráðstefna á vegum Sýnum karakter. Ráðstefnan er tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar og byggist dagskráin upp á fyrirlestrun og vinnustofum. Fyrirlestrunum er ætlað að opna augu þátttakenda á ólíkum hlutverkum og möguleikum innan íþróttahreyfingarinnar. Þau Martin Bjarni Guðmundsson og Sonja Margrét Ólafsdóttir sækja ráðstefnuna fyrir hönd…
Við viljum minna alla á Samráðsfund þjálfara sem fram fer laugardaginn 30. september. Fundurinn fer fram í fundaraðstöðu ÍSÍ, Engjavegi 4, 104. Reykjavík, 3. hæð og hefst kl 13:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Kl. 13:00 – 13:05 Opnun fundar - kaffi E – Salur Kl. 13:05 – 13:30 Skráningarfrestir, mótaskipulag…
Sunnudagur, 24 September 2017 15:50

Mikil áhugi fyrir EM í hópfimleikum 2018

Á laugardaginn var, stóð Fimleikasamband Íslands fyrir kynningarfundi um Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í október 2018. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin af stuðningsteymi þessa verkefnis en 14. og 15. október næstkomandi eru úrtökuæfingar og fyrstu dagarnir sem snúa að tilvonandi landsliðsfólki og því tilvalið að kynna…
Mánudagur, 25 September 2017 10:43

Landsliðin á Norður-Evrópumótinu í Færeyjum

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla, Guðmundur Brynjólfsson og Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfarar kvenna og stúlkna, í samráði við landsliðsnefndir, hafa valið í landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Færeyjum dagana 21. og 22. október. Valið var byggt á frammistöðu keppenda á úrtökuæfingum sem fram…
Evrópska íþróttavikan er átak með það að markmiði að efla íþróttir og hreyfingu í Evrópu. Verkefnið er hugsað fyrir alla, óháð aldri, bakrunni og hæfni og á að nýta grasrótasamstarfið til að hvetja Evrópubúa til að #BeActive og skapa um leið tækifæri í daglegu lífi fólks til að hreyfa sig…
Laugardagur, 23 September 2017 11:18

Alls sóttu 14 keppendur um félagaskipti

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. Alls sóttu 14 keppendur frá sjö félögum um félagaskipti og fengu allir þeir sem sóttu um beiðni sína samþykkta. Eftirfarandi keppendur hafa fengið keppnisleyfi á komandi keppnistímabili; Nafn: Félag sem æft hefur verið með: Félag sem gengið er í:…
Miðvikudagur, 20 September 2017 16:13

Úrtökuæfing hjá áhaldafimleikum fyrir NEM

Á laugardaginn kemur er úrtökuæfing hjá karla og kvennalandsliðunum í áhaldafimleikum fyrir Norður-Evrópumótið sem fram fer í Færeyjum 21. og 22. október. Úrtökuæfingarnar hjá báðum landsliðum eru í keppnisformi þar sem iðkendur sýna heilar æfingar og eru dómarar landsliðsþjálfurum til aðstoðar. Frammistaða á æfingunum er lögð til grundvallar landsliðsvali og…
Þriðjudagur, 19 September 2017 12:50

Úrtökuæfing landsliða vegna EM í hópfimleikum 2018

Fyrstu úrtökuæfingar landsliða fara fram dagana 14. og 15 október. Fyrri æfingin, haldin laugardaginn 14. október er ætluð fullorðnum og verður haldin í Gerplu, Versölum 3, Kópavogi. Seinni æfingin, haldin sunnudaginn 15. október er ætluð unglinum og verður haldin í Stjörnunni, Ásgarði, Garðabæ. Úrtökuæfingin er liður í því að velja…
Þriðjudagur, 19 September 2017 12:13

Stór hópur dómara reynir sig í nýjum reglum

Um helgina fór fram dómaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna. Alls mættu um 40 manns og voru flestir að koma á sitt fyrsta námskeið. Kennarar námskeiðsins voru þær Berglind Pétursdóttir formaður tækninefndar og Hlín Bjarnadóttir formaður fræðslunefndar, en báðar eru þær alþjóðlegir dómarar í greininni. Próf úr námskeiðinu er haldið mánudaginn 25.…
Síða 12 af 57