Fimmtudagur, 02 Ágúst 2018 11:43

Félagaskiptagluggi opin til og með 15. september

Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn er opinn og verður það til og með 15. september. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Kvenna- og stúlknalandslið Íslands lögðu af stað á Evrópumótið í áhaldafimleikum í morgun, en mótið er haldið í Glasgow í Skotlandi. Mótinu er skipt niður í tvo hluta, þar sem kvennakeppnin fer fram dagana 2. - 5. ágúst og karlakeppnin dagana 9. - 12. ágúst. Mótið er hluti af meistaramóti…
Föstudagur, 27 Júlí 2018 16:10

Unglingalandsmót um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11 – 18 ára. Eins og allir vita er Unglingalandsmót UMFÍ vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Í boði eru meira en 20 greinar, allt frá knattspyrnu og körfubolta, strandblaks, mótocross til fimleika,…
Landsliðsþjálfari karla hefur valið Martin Bjarna Guðmundsson til keppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu 6. – 18. október og Jónas Inga Þórisson til vara. Á Ólympíuleikum ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) er keppt í íþróttagreinum þeirra alþjóðasérsambanda sem eru með keppnisgreinar á Ólympíuleikum.…
Þriðjudagur, 03 Júlí 2018 09:23

Landsliðin fyrir EM í áhaldafimleikum

Landsliðsþjálfarar hafa valið landslið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Glasgow 2.-12. ágúst. Konurnar keppa 2.-5. ágúst og sendir Ísland lið í bæði kvenna og stúlkna flokki. Kvennaliðið er skipað þeim Agnesi Suto-Tuuha, Lilju Ólafsdóttur, Margréti Leu Kristinsdóttur, Sigríði Bergþórsdóttur og Thelmu Aðalsteinsdóttur. Stúlkna liðið skipa Emilía…
Norðurlandamóti í áhaldafimleikum lauk í dag með frábærum árangri íslensku keppendanna, sem unnu til 4 silfurverðlauna og 4 bronsverðlauna, ásamt því að verma 4 sætið 4 sinnum. Valgarð Reinhardsson er á góðri siglingu í undirbúningi fyrir Evrópumótið í ágúst, hann keppti á fimm áhöldum í úrslitum sem sýnir hversu góður…
Fullorðinsflokkur keppti til úrslita í fjölþraut og í liðakeppni í gær. Hér má sjá myndbönd af æfingunum þeirra og einkunnir; Karlar: Valgarð Reinhardsson Jón Sigurður Gunnarsson Eyþór Örn Baldursson Arnþór Daði Jónasson Guðjón Bjarki Hildarson Konur: Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir Lilja Björk Ólafsdóttir Agnes Suto-Tuhaa Margrét Lea Kristinnsdóttir Thelma Aðalsteinsdóttir
Sunnudagur, 01 Júlí 2018 08:44

Úrslit á áhöldum að hefjast á NM

Seinni dagur á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum er að hefjast núna kl. 09:05 á íslenskum tíma, en í dag en keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt verður á sama tíma í unglinga- og fullorðinsflokki, kvenna og karla. Hægt er að horfa á mótið í beinni útsendingu hér. Hér má sjá…
Laugardagur, 30 Júní 2018 17:50

Úrslit á NM - Myndbönd af unglingum 

Norðurlandamót í áhaldafimleikum hófst í Danmörku í dag. Mótið fer fram í Farum Arena í Kaupmannahöfn og á Ísland alls fjögur lið á mótinu. Keppni í fullorðinsflokki var að ljúka og átti Ísland þar keppendur í kvenna- og karlaflokki. Bæði lið enduðu í fjórða sæti, kvennaliðið með 145,600 stig, 0,2…
Landslið Íslands í áhaldafimleikum keppa á Norðurlandamóti um helgina. Mótið fer fram í Farum Arena, í Kaupmannahöfn í Danmörku og sendir Ísland lið í fullorðins- og unglingaflokki, bæði kvenna og karla. Keppt verður í liðakeppni og fjölþraut á laugardegi og úrslit á einstökum áhöldum fara fram á sunnudag. Hér má…
Síða 13 af 68