Miðvikudagur, 06 September 2017 16:06

Heimasíða fyrir NM í hópfimleikum 2017

Nú styttist í Norðurlandamótið í hópfimleikum sem fer fram í Lund í Svíþjóð þann 11. nóvember næstkomandi. Norðurlandamót er keppni félagsliða og sendir Ísland alls fimm lið til keppni í ár, tvö kvennalið og tvö blönduð lið, annað frá Gerplu og hitt frá Stjörnunni og eitt karlalið frá Gerplu. Samkeppnin…
Þriðjudagur, 05 September 2017 14:21

Landsliðsþjálfarar fyrir EM 2018 í hópfimleikum

Nú hefur Fimleikasambandið mannað allar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið 2018 í hópfimleikum. Með reynslu síðustu tveggja móta að leiðarljósi og breyttu skipuriti á skrifstofu FSÍ munum við breyta umgjörð og skipulagi verkefnisins umtalsvert. Á meðan við nýtum áfram þann styrkleika sem felst í nálægð okkar við hvort annað, munum við samt…
Mánudagur, 04 September 2017 12:08

Landslið Ísland á HM í Montreal

Landsliðsþjálfarar karla og kvenna, Guðmundur Brynjólfsson og Róbert Kristmannsson, hafa valið það fimleikafólk sem skipar lið Íslands á HM í áhaldafimleikum sem fram fer í Montreal í Kanada í október næstkomandi. Tvær úrtökuæfingar fóru fram í vikunni sem leið og er valið byggt á frammistöðu iðkenda á þeim æfingum og…
Miðvikudagur, 30 Ágúst 2017 11:09

Aga- og siðanefnd vinnur fyrir iðkendur

Velferð iðkenda í fimleikum er okkur öllum mikilvæg. Í gegnum félögin höfum við fundið fyrir þörfinni á því að hafa leiðbeinandi vettvang fyrir félögin til að ná þessu markmiði. Fimleikasambandið hefur í því sambandi skipað Aga- og siðanefnd FSÍ sem hefur það að markmiði að huga að og stuðla að…
Mánudagur, 28 Ágúst 2017 16:27

Hverjir komast á HM?

Nú er allt komið á fullt fyrir HM í áhaldafimleikum sem fram fer í Montreal í Kanada í byrjun október. Ísland sendir 2 karla og 3 konur til keppni og spennandi verður að sjá hverjir hreppa hnossið og munu keppa fyrir Íslands hönd í Montreal. Strákarnir mættu á fyrstu landsliðsæfinguna…
Laugardagur, 26 Ágúst 2017 20:59

Fræðsludagskrá túlkuð á þremur tungumálum

Fræðsludagur Fimleikasambandsins fór fram í dag, en þetta var í fyrsta skipti sem dagur sem þessi er haldinn. Dagurinn gekk eins og í sögu og voru þátttakendur almennt ánægðir. Í fyrsta skipti í sögu Fimleikasambandsins var dagskrá túlkuð fyrir erlenda þjálfara, en allir fyrirlestrar voru túlkaðir á alls þremur tungumálum,…
Föstudagur, 25 Ágúst 2017 13:20

Fræðsludagur FSÍ á morgun!

Á morgun laugardaginn 26. ágúst fer fram Fræðsludagur Fimleikasambands Íslands. Dagurinn er ætlaður öllum þeim þjálfurum sem koma til með að þjálfa í fimleikahreyfingunni næsta vetur en er einnig frábær vettvangur fyrir okkur öll til að hittast og eiga skemmtilegan dag saman. Fræðsludagurinn mun fara fram í Íþróttahúsinu Fagralundi, Furugrund…
Mánudagur, 14 Ágúst 2017 15:49

Félagaskipti

Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn er opinn og verður það til og með 15. september. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Fimmtudagur, 10 Ágúst 2017 13:47

Þakkar fimleikunum góðan árangur í crossfit

Heimsleikarnir í crossfit fóru fram um í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum um síðastliðna helgi. Meðal þátttakenda voru fyrrum fimleikastúlkurnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davísdóttir og Harpa Dögg Steindórsdóttir. Anníe Mist og Katrín Tanja tóku þátt í einstaklingskeppninni þar sem Anníe endaði í þriðja sæti og Katrín í því…
Fimmtudagur, 03 Ágúst 2017 09:53

Vel heppnað World gym for life challenge

Síðast liðna helgi fór fram World Gym For Life Challenge í Noregi þar sem saman voru komnir rúmlega 2000 þátttakendur í 106 sýningarhópum. Þetta er í þriðja skiptið sem sem keppnin er haldin en öll atriðin fá umsögn frá dómurum. Okkar kona, Hlíf Þorgeirsdóttir, var dómari að þessu sinni og…
Síða 14 af 57