Fimleikasamband Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til starfa. Um er að ræða 100% starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að vinna að frekari uppbyggingu fimleika á Íslandi á öflugum og skemmtilegum vinnustað í ögrandi og síbreytilegu umhverfi. Helstu verkefni Almenn bókhaldsstörf. Innheimta og útgáfa reikninga. Kostnaðargreining. Skýrslu-…
Næstkomandi laugardag verður haldin opin æfing, fyrir úrvalshópa landsliða fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2020. Æfingin verður haldin kl. 15:30-18:00 í fimleikasalnum á Akureyri og er æfingin ætluð eftirfarandi iðkendum; Fyrir alla iðkendur sem eru fæddir 2005 og fyrr, bæði stelpur og strákar. Æfingin er haldin fyrir þá sem ekki komust…
Föstudagur, 26 Apríl 2019 16:41

Úrvalshópar fyrir EM2020 í hópfimleikum

Nú er landsliðsverkefnið fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2020 (EM2020) farið af stað og margt spennandi framundan. Mótið verður haldið í Kaupmannahöfn dagana 15.-18. október 2020 og mun fara fram í Ballerup Super Arena. Stefna Fimleikasambandsins er að senda fjögur lið á mótið, tvö í fullorðinsflokki og tvö í unglingaflokki. Þetta…
Kæru félög, Nú er landsliðs verkefnið Evrópumótið í hópfimleikum 2020 (EM2020) farið af stað og margt spennandi framundan. Hér má finna allar helstu upplýsingar um verkefnið og drög að fyrstu dagskrá má sjá neðar í póstinum. Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Um mótið: Mótið verður haldið…
Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ. Á mótið mætti allt okkar besta hópfimleikafólk og sýnd voru frábær tilþrif en þar vegur hve hæðst frábær útfærsla Kolbrúnar Þallar á tvöföldu heljarstökki með 3,5 skrúfu á trampólíni. En þetta var eingöngu í þriðja skipti sem stökkið er framkvæmt í…
Agnes og Thelma voru að ljúka keppni á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fer fram í Szczecin í Póllandi. Keppni í undanúrslitum karla fór fram í gær og í kvennaflokki í dag. Agnes er núverandi Íslandsmeistari í fjölþraut og mikill reynslubolti. Hún stóð sig vel á mótinu, gerði allar sínar æfingar…
Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram í Szczecin í Póllandi og var keppt í undanúrslitum í gær og í dag. Á morgun fara fram úrslit í fjölþraut og á laugardag og sunnudag verður keppt til úrslita á áhöldum. Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV og hvetjum við alla til…
Stelpurnar keppa í undanúrslitum á Evrópumótinu í Szczecin í Póllandi í dag. Fyrsta hluta mótsins er lokið, en Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir keppa í öðrum hluta sem hefst kl. 11:30 á íslenskum tíma og lýkur um 13:30. Núverandi Íslandsmeistari Agnes Suto-Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir keppa í fjórða hluta…
Miðvikudagur, 10 Apríl 2019 15:04

Strákarnir hafa lokið keppni á EM - Myndband

Valgarð Reinhardsson og Eyþór Örn Baldursson kepptu í undanúrslitum á Evrópumótinu í Póllandi í dag. Núverandi Íslandsmeistari, Valgarð Reinhardsson, átti mjög góðan dag og fékk meðal annars fyrir stökkin sín 13.983 stig. Hann var lengi vel í 7. sæti á stökki og var spennan í íslenska fylgdarliðinu mikil, en alls…
Miðvikudagur, 10 Apríl 2019 10:15

Evrópumótið hafið - Bein útsending á netinu

Evrópumótið í áhaldafimleikum hófst í morgun með keppni í karlaflokki. Mótið fer fram í Szczecin í Póllandi og fara undanúrslit fram í dag og á morgun. Eyþór Örn Baldursson og Valgarð Reinhardsson keppa fyrir hönd Íslands í karlaflokki, en þess má geta að Valgarð komst í úrslit á stökki á…
Síða 3 af 67