Þriðjudagur, 28 Ágúst 2018 10:49

Fræðsludagur túlkaður á ensku

Laugardaginn 25. ágúst fór fram Fræðsludagur Fimleikasambandsins í Fagralundi í Kópavogi. Dagurinn var vel sóttur af þjálfurum, en alls mættu um 120 þjálfarar og starfsfólk innan fimleikahreyfingarinnar. Dagskráin var glæsileg og málefnin ekki síður mikilvæg. Alls voru fengnir þrír fyrirlesarar til að koma og ræða um mismunandi málefni sem snerta…
Þriðjudagur, 21 Ágúst 2018 13:44

Fræðsludagur FSÍ á laugardag

Fræðsludagur Fimleikasambandsins Fræðsludagur FSÍ fer fram næstkomandi laugardag í Íþróttahúsinu Fagralundi. Dagurinn er ætlaður öllum þeim þjálfurum sem koma til með að þjálfa í fimleikahreyfingunni næsta vetur en er einnig frábær vettvangur fyrir okkur öll til að hittast og eiga skemmtilegan dag saman. Athugið að fyrirlesturinn verður einungis einu sinni…
Þriðjudagur, 21 Ágúst 2018 11:30

DRÖG að mótaskrá FSÍ veturinn 2018 - 2019

Hér í viðhengi má sjá DRÖG að mótaskrá fyrir veturinn 2018 - 2019. Birt með fyrirvara um breytingar
Fimleikasamband Íslands óskar eftir að ráða drífandi einstakling til starfa. Um er að ræða 100% starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að vinna á öflugum og skemmtilegum vinnustað í ögrandi og síbreytilegu umhverfi að frekari uppbyggingu fimleika á Íslandi. Helstu verkefni Almennt skrifstofustörf skv. ákvörðun framkvæmdastjóra. Símsvörun á milli…
Föstudaginn 24. ágúst kl 12:00 mun Jeffrey Thompson halda hádegisfyrirlestur í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Fyrirlesturinn heitir - Hið einstaka viðfangsefni að vinna með unglingum - áskorannir og úrlausnir. Jeffrey Thompson er vel þekktur sérfræðingur innan fimleikahreyfingarinnar en hann hefur í gegnum árin sinnt ýmsum ráðgjafastörfum fyrir alþjóða…
Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið landsliðshóp fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2018. Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar í byrjun verkefnis, 110 iðkendur frá 8 félögum komust í úrvalshópa. Alls eru 69 iðkendur sem komust í landsliðshóp sem hefur æft saman síðan í lok júlí. Yfirþjálfarar landsliða…
Miðvikudagur, 15 Ágúst 2018 11:16

NEM 2018 á Akureyri fellt niður

Norður Evrópumót (NEM) sem fram átti að fara á Akureyri helgina 15. - 16. september hefur verið aflýst. Skráning á mótið var langt undir væntingum en er það rakið til nálægðar mótsins við bæði Evrópumót og Heimsmeistaramót. Ísland hefur óskað eftir því að fá mótið aftur til okkar á næsta…
Sunnudagur, 12 Ágúst 2018 17:30

,,Við erum komin til að vera á stórmótum"

Valgarð Reinhardsson lauk rétt í þessu keppni á Evrópumótinu í Glasgow þar sem hann var fyrsti Íslendingur til að komast í úrslit á stökki og annar til að komast í úrstlit í sögu fimleika á Evrópumóti. Valgarð gerði tvö stökk í úrslitum, það fyrsta gekk vel en seinna stökkið náði…
Nú eru að hefjast úrslit á áhöldum á Evrópumótinu í Glasgow, þar sem að Valgarð Reinhardsson keppir fyrstur Íslendinga í úrslitum á stökki. Við höfum beðið þessarar stundar lengi, en Norma Dögg Róbertsdóttir varð í 9. sæti og fyrsti varamaður inn í úrslit fyrir 6 árum þegar hún náði besta…
Íslenski hópurinn hefur unnið hörðum höndum að því að breyta flugum þar sem að ferðast átti heim á sunnudag þegar að úrsltin fara fram. Þegar að Valli stökk sig inn í úrslitin var því ljóst að ferðaplön íslenska hópsins voru í uppnámi. Þar sem að vinsælt er að ferðast til…
Síða 5 af 62