Föstudagur, 16 Febrúar 2018 15:01

Sigurvegarar í hönnunarkeppni FSÍ og Fimleikar.is

Sigurvegarar hafa verið valdir í hönnunarleik Fimleikasambands Íslands og Fimleikar.is. Við fengum til liðs við okkur landsliðsfólkið Dominiqua Alma Belányi og Eyþór Örn Baldursson. Þáttaka var framar okkar björtustu vonum og er greinilegt að mikið af hönnuðum býr í hreyfingunni. Sigurvegari drengja var Kristófer Lárus Jónsson frá FIMAK. Innilega til…
Vegna veðurs hefur verið tekin sú ákvörðun að færa keppni á Þrepamóti og á RIG úr Laugardalshöll í aðstöðu Ármanns í Laugarbóli. Engin breyting verður á skipulagi mótanna. Í viðhengjum má sjá upplýsingar um mótin.
Mánudagur, 29 Janúar 2018 15:06

Vilt þú hanna þinn eigin fimleikabol?

Hönnunarleikur FSÍ og fimleikar.is er nú í fullum gangi. Þar geta upprennandi hönnuðir í fimleikahreyfingunni spreitt sig og hannað sinn eigin fimleikabol sem verður svo framleiddur af GK. Nú þegar hafa okkur borist margar glæsilegar hannanir og verður spennandi að sjá hver endar sem sigurvegari og fær sinn bol framleiddan.…
Mánudagur, 29 Janúar 2018 11:42

Úrvalshópaæfingar fyrir landslið Íslands

Landsliðsæfing úrvalshópa í áhaldafimleikum kvenna fór fram í Björk og Ármanni dagana 19. og 20. janúar. Æfingarnar voru sambland af þrekprófi, tækniæfingum fyrir dans og æfingum á áhöldum. Einnig fór hluti dags í hópefli sem var skemmtilegt og heppnaðist vel. Stjórn æfinganna var í höndum landsliðsþjálfaranna Guðmundar Brynjólfssonar og Þorbjargar…
Fyrsta dómaranámskeiðið hér á landi í uppfærðum reglunum í hópfimleikum fór fram í síðustu viku. Námskeiðið var samtals 34 klukkustundir og hófst miðvikudaginn 17. janúar og lauk sunnudaginn 21. janúar. Námskeiðið var tvískipt, annars vegar fyrir þá dómara sem voru að fá réttindi í fyrsta skipti og hins vegar fyrir…
Þriðjudagur, 23 Janúar 2018 13:46

Ofbeldi verður ekki liðið – Siðareglur FSÍ

Velferð iðkenda í fimleikum er okkur öllum mikilvæg. Fimleikasambandið skipaði í því sambandi Aga- og siðanefnd FSÍ á síðasta ári, sem hefur það að markmiði að huga að og stuðla að jákvæðri líkamlegri og andlegri velferð iðkenda okkar. Nefndina skipa; Lína Ágústsdóttir, formaður Una Emilsdóttir, Hildur Skúladóttir,héraðsdómslögmaður læknir BSc í…
Hér fyrir neðan má sjá þau stig sem tækninefndir hafa sett til að ná þrepum í Íslenska fimleikastiganum, sem og lágmörk til að fá keppnisrétt á Íslandsmóti í þrepum á tímabilinu 2017 – 2020. Tækninefnd kvenna;1.þrep = 50 stig2.þrep = 52 stig3.þrep = 54 stig4.þrep = 54 stig5.þrep = 56…
Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. janúar síðastliðinn. Alls sóttu 11 keppendur frá sjö félögum um félagaskipti og fengu allir þeir sem sóttu um beiðni sína samþykkta. Eftirfarandi keppendur hafa fengið keppnisleyfi á komandi keppnistímabili; Iðkandi: Félag sem æft hefur verið með: Félag sem gengið er í:…
Um helgina fóru fram sérgreinanámskeið 1B og 2A á höfuðborgarsvæðinu. Á námskeiði 1B voru alls 42 skráðir úr 14 félögum. Námsefni sem tekið var fyrir voru fimleikasýningar, samskipti í fimleikasal, grunnþættir þjálfunar, líkamsbeiting og móttaka og kóreógrafía. Þau félög sem áttu fulltrúa á námskeiðinu voru eftirfarandi; ÍA, Björk, Ármann, Hólmavík,…
Þriðjudagur, 09 Janúar 2018 12:53

Afsláttur gegn framvísun leyfisbæklings FSÍ

Bílaleiga Akureyrar býður leyfishöfum Fimleikasambands Íslands 10% af vefverðum og tilboðum. Gegn framvísun leyfisbæklingsins fá félagsmenn einnig 10% aflátt af bílaleigubíl. Hægt er að bóka bílinn á www.holdur.is eða í síma 461-6000.
Síða 6 af 56