Mánudagur, 10 Mars 2014 13:02

Bikarmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram bikarmót Fimleikasambands Íslands í áhaldafimleikum, í umsjá Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið var seinni hluti bikarmótanna þar sem keppt var í frjálsum æfingum og 1-3.þrepi íslenska Fimleikastigans. Helgina 1.-2. mars var keppt í 4-5. þrepi stigans og hafa nú verið krýndir bikarmeistarar í öllum þrepum karla og kvenna.…
Alþjóðafimleikasambandið (FIG) valdi á dögunum þau Hörpu Óskarsdóttur og Anton Þórólfsson til að dæma á Ólympíuleikum ungmenna (YOG) sem haldnir verða í Nanjing í Kína í ágúst næstkomandi. Það er mjög mikill heiður að vera valinn til að dæma í boði FIG á svo stóru móti og þar sem þetta…
Fimmtudagur, 06 Mars 2014 13:35

Úrvalshópur drengja U-14

Landsliðsþjálfari karla hefur í samvinnu við landsliðsnefnd valið úrvalshóp drengja U-14. Verkefni annarinnar fyrir hópinn eru Berlin Cup sem fram fer í Berlín 4.-5. apríl og Norðurlandamót U-14 sem fram fer á Íslandi 10.-11. maí í umsjón Bjarkanna í Hafnarfirði. Hópinn skipa, í stafrófsröð: Adam Elí Ingusson Arnaldsson - Ármann…
Fimmtudagur, 13 Febrúar 2014 21:39

Íslandsmót unglinga á Selfossi

Á laugardag og sunnudag fer fram í Vallaskóla á Selfossi Íslandsmót unglinga í hópfimleikum. Yfir 500 keppendur frá 13 félögum og 54 liðum er skráðir til leiks. Það er því ljóst að það verður mikið fjör um helgina á Selfossi og tilvalið að fá sér bíltúr til að skoða flott…
Miðvikudagur, 05 Febrúar 2014 10:22

Úrvalshópar í hópfimleikum

Landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshópa FSÍ fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi 15.-19. október. Valið var í 4 hópa, karla og kvenna í unglinga og fullorðinsflokki. Karlar:Aron Bragason, GerplaBenedikt Rúnar Valgeirsson, GerplaBirkir Sigurjónsson, ÁrmannDaði Snær Pálsson, ÁrmannEmil Ólason, GerplaGuðjón Ólafsson, GerplaGuðjón Snær Einarsson, StjarnanIngvar Þór Bjarnason, …
Föstudagur, 24 Janúar 2014 13:59

Úrvalshópur stúlkna (2002, 2003 og 2004)

Valinn hefur verið hópur ungra og efnilegara stúlkna frá sem flestum félögum. Valið var að mestu leiti út frá Haustmóti FSÍ (keppni í fjölþraut). Einnig var fylgst með æfingabúðum um jólin. Ekki eru skoðaðir keppendur neðar en 3.þrep. Stúlkur fæddar 2002 sem kepptu í fjölþraut í 2.þrepi eða 1.þrepi. Stúlkur…
Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins var haldin í gær, þriðjudaginn 7.janúar, í höfuðstöðum TM, aðalstyrktaraðila Afrekssjóðs Fimleikasambandsins. Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir afrek ársins, afreks- og starfsmerki voru veitt auk þess sem veitt var í fyrsta sinn úr Afrekssjóði Fimleikasambandsins. Fimleikafólk ársins eru Dominiqua Alma Belanyi og Ólafur Garðar Gunnarsson eins og fram…
Mánudagur, 23 Desember 2013 13:12

Mikil ánægja með fræðsludag úrvalshópa

Það var góð mæting á fræðsludegi Fimleikasambandsins, sem haldinn var miðvikudaginn 18.desember síðastliðinn, í ráðstefnusölum ÍSÍ Laugardal. Úrvalshópar unglinga og fullorðinna í áhaldafimleikum mættu upp úr hádegi þar sem þétt dagskrá beið þeirra. Dagurinn byrjaði á að landsliðsþjálfarar fóru yfir verkefni komandi árs. Síðan fengu hóparnir fyrirlestur frá Þóreyju Eddu…
Föstudagur, 13 Desember 2013 15:32

Úrvalshópar í áhaldafimleikum karla 2014

Landsliðsþjálfari karla hefur valið eftirfarandi drengi í úrvalshópa Fimleikasambandsins. Valið er í hópana eftir árangri síðasta keppnistímabils ásamt því að skoðaður var árangur á Hausmóti FSÍ. Möguleiki er að bætt verði í hópana á árinu. Félögin eru vinsamlega beðin um að staðfesta þátttöku sinna iðkenda í úrvalshópum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fyrir…
Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til…
Síða 56 af 65