Mánudagur, 28 Október 2013 10:46

Landsliðshópar vegna Norður Evrópumótsins

Landsliðsþjálfarar FSÍ hafa tilkynnt landsliðshópana sem undirbúa sig fyrir Norður Evrópumót sem fram fer á Norður Írlandi dagana 23.-24. nóvember. Landsliðshópur karla Bjarki Ásgeirsson - Ármann Eyþór Örn Baldursson - Gerpla Halldór Dagur Jósefsson - Ármann Hrannar Jónsson - Gerpla Hróbjartur Pálmar Hilmarsson - Gerpla Jón Sigurður Gunnarsson - ÁrmannPálmi…
Um síðustu helgi fór fram þjálfaranámskeið 1B fram á Akureyri. Góð þátttaka var á námskeiðinu og gekk það að sögn kennara mjög vel. Fimleikasambandið þakkar öllum þjálfurum fyrir þátttökuna og hinum fjölmörgu börnum, sem æfa hjá FIMAK, fyrir þeirra framlag. Fimleikasambandið þakkar einnig FIMAK fyrir að lána okkur aðstöðu sína…
Fimmtudagur, 03 Október 2013 09:53

Norma Dögg í 36 sæti á Stökki á HM

Þriðja degi undanúrslita á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum, sem haldið er í Antwerpen Belgíu, lauk í gær og öll úrslit mótsins liggja fyrir. Í gær kláruðu konurnar sína keppni og náði Norma Dögg Róbertsdóttir bestum árangri okkar keppenda þegar hún endaði í 36 sæti á stökki. Í heildina voru það 106…
Miðvikudagur, 02 Október 2013 11:01

Beinar útsendingar frá HM í áhaldafimleikum

Eins og fram hefur komið áður, þá skrifaði Fimleikasambandið og RÚV undir samstarfssamning um beinar útsendingar. Rúv mun sýna beint frá heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum 3-6.október næstkomandi. Útsendingarnar verða á íþróttarás RÚV og verða sem hér segir; 3.okt 18:00-20:25 Úrslit í fjölþraut karla 4.okt 18:00-20:05 Úrslit í fjölþraut kvenna 5.okt 12:20-15:30…
Þriðjudagur, 01 Október 2013 12:55

Karla hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum

Í dag lauk keppni karla í undanriðlum á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum, sem fer fram í Antwerpen Belgíu. Ísland á tvo keppendur þar, Jón Sigurð Gunnarsson og Ólaf Garðar Gunnarsson, keppnin í karlaflokki hófst í gær en lauk eins og áður sagði í dag, þar sem um 150 keppendur voru skráðir…
Miðvikudagur, 25 September 2013 08:36

Keppendur lagðir af stað á HM

Í morgun lagði HM hópurinn okkar af stað áleiðis til Antwerpen, Belgíu, þar sem 44 heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram. Á mótinu er keppt í fjölþraut og í úrslitum á áhöldum og eru um 300 konur og 170 karlar skráðir til keppni frá 78 löndum. Heimasíða mótsins: http://www.antwerpgymnastics2013.com/. Dagskrá mótsins…
Þriðjudagur, 24 September 2013 11:12

Kynningarfundur um Íslenska fimleikastigann

Tækninefnd karla boðar til kynningarfundar um íslenska Fimleikastigann Kynningarfundurinn verður haldinn laugardaginn 28.september næstkomandi kl.15 í ráðstefnusal-E, ÍSÍ Laugardal. Kynningarfundurinn er fyrir dómara, þjálfara og aðra áhugamenn um áhaldafimleika karla. Fundur þessi er nauðsynlegur til að byrja nýjan fimleikastiga með alla á sama stað. Allar spurningar og athugasemdir varðandi stigann…
Fimmtudagur, 19 September 2013 09:53

Tímamótasamningur við RÚV

Í gær undirrituðu Fimleikasamband Íslands og RÚV undir tímamótasamning fyrir fimleika á Íslandi. FSÍ og RÚV hafa samið um samstarf til næstu þriggja ára sem felur í sér einkarétt RÚV til sjónvarpsútsendinga frá öllum helstu fimleikamótum á þeim tíma. Um er að ræða Íslands- og bikarmót í hópfimleikum auk Evrópumeistaramótsins…
Sunnudagur, 08 September 2013 09:03

Mikil ánægja með Toppþjálfaranámskeið

Um helgina, 6-8.september, stóð fræðslunefnd FSÍ fyrir Toppþjálfaranámskeiði í áhaldafimleikum. Á föstudeginum fór fram bóklegur hluti í ráðstefnusölum ÍSÍ, en verklegur hluti námskeiðisins fór fram á laugardeginum og sunnudeginum í húsnæði fimleikadeildar Fjölnis og fimleikadeildar Gróttu. Góð mæting var á námskeiðið og um 25 þjálfara sóttu námskeiðið. Kennarinn var Carol-Angela…
Föstudagur, 06 September 2013 13:06

Nýr fimleikastigi kominn á netið

Tækninefndir kvenna og karla hafa gefið út nýja fimleikastiga sem munu gilda næstu 4 árin. Þá má sjá hér á síðunni (http://fimleikasamband.is/index.php/mot/ahaldafimleikar/islenski-fimleikastiginn). Um leið þá minnum við þjálfara á kynningarfund sem tækninefndir verða með laugardaginn 14.september næstkomandi kl.13:00 en einnig á kynningarfund um Eurogym sem verður kl.11:00 sama dag. Allir…
Síða 59 af 67