Þriðjudagur, 01 Apríl 2014 13:03

Úrslit frá Íslandsmótinu í Áhaldafimleikum

Meðfylgjandi eru úrslit frá Íslandsmótinu sem fram fór í Laugabóli um helgina í umsjón Fimleikadeildar Ármanns.
Föstudagur, 28 Mars 2014 21:13

Íslandsmót í Áhaldafimleikum

Hér má sjá auglýsingu fyrir Íslandsmót í áhaldafimleikum sem fer fram í laugarbóli, húsnæði Ármanns um helgina. Við hvetjum alla fimleikaunnendur til að mæta og horfa á okkar besta fólk berjast um titlana. Keppni hefst kl 13:30 á morgun og 13:00 á Sunnudaginn. 
Miðvikudagur, 26 Mars 2014 14:53

Stefnan sett á Tokyo 2020

Stjórn Fimleikasambands Íslands samþykkti í gær að ráðist verði í verkefnið Tokyo 2020 sem miðar að því að ná keppanda eða keppendum á Ólympíuleikana 2020 í Tokyo í áhaldafimleikum kvenna.Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar felur það í sér aukna samvinnu FSÍ og aðildarfélaganna með úrvalshópa í áhaldafimleikum kvenna sem vonandi…
Hér má sjá skipulagið fyrir Íslandsmótið í áhaldafimleikum sem fer fram í húsakynnum Ármanns, Laugarbóli nú um helgina. Búst er við hörku spennandi keppni bæði karla og kvennamegin. Ljóst er að nýr Íslandsmeistari verður krýndur karlamegin en Íslandsmeistarinn frá því í fyrra Ólafur Garðar Gunnarsson sleit hásin á æfingu í…
Föstudagur, 21 Mars 2014 11:13

Íslandsmóti í þrepum Frestað

Fimleikasamband Íslands hefur ákveðið að fresta Íslandsmóti í þrepum sem halda átti um helgina á Akureyri vegna ófærðar. Í samráði við mótshaldara mun 5-3 þrep keppa helgina 4-6 apríl nk á Akureyri. Mótshluti 1-2 þreps verður hins vegar haldinn í Ármanni Sunnudaginn 23. mars eftir hádegi. Nánara skipulag á Íslandsmóti…
Föstudagur, 14 Mars 2014 14:35

Bikarmót í beinni á RÚV

Á morgun, laugardaginn 15. mars fer fram bikarmót í hópfimleikum. Mótið fer fram í Iðuhúsinu á Selfossi og hefst kl.15:00 og er í beinni útsendingu á RÚV. Fyrrverandi Íslandsmeistararnir og gleðigjafarnir Dýri Kristjánsson og Íris Mist Magnúsdóttir lýsa mótinu í sjónvarpinu og lofa þau frábærri útsendingu eins og þeim einum…
Föstudagur, 14 Mars 2014 14:29

Norma Dögg 0,2 frá úrslitum á World Cup

Stelpurnar okkar hófu keppni á heimsbikarmótinu í Cuttbus í gær. Norma Dögg Róbertsdóttir keppti á stökki og var einungis 0,2 frá því að komast í úrslit. Norma Dögg hefur á undanförnum mótum verið að standa sig frábærlega á stökki og hefur nú enn og aftur sýnt hvers megnug hún er…
Fimmtudagur, 13 Mars 2014 15:40

FSÍ og Samskip undirrita samstarfssamning

Fimleikasamband Íslands og Samskip undirrita samstarfssamning. Fimleikasamband Íslands og Samskip undirrituðu í dag samstarfssamning vegna Evrópumóts í hópfimleikum sem haldið verður á Íslandi í október. Samskip eru einn af styrktaraðilum Fimleikasambandins í þessu risavaxna verkefni og munu Samskip sjá um flutning á færanlegri stúku til landsins í tengslum við mótshaldið.…
Miðvikudagur, 12 Mars 2014 12:43

Heimsbikarmót í áhaldafimleikum

Í dag lögðu fjórar landsliðskonur af stað til Cottbus í Þýskalandi að taka þátt á Heimsbikarmóti Alþjóða fimleikasambandsins (FIG) en þetta er einungis í annað skipti sem við tökum þátt með stúlkur á heimsbikarmóti og því einstaklega ánægjulegt fyrir Fimleikasambandið taka þátt í ár. Þær stúlkur sem keppa fyrir Íslands…
Mánudagur, 10 Mars 2014 13:02

Bikarmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram bikarmót Fimleikasambands Íslands í áhaldafimleikum, í umsjá Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið var seinni hluti bikarmótanna þar sem keppt var í frjálsum æfingum og 1-3.þrepi íslenska Fimleikastigans. Helgina 1.-2. mars var keppt í 4-5. þrepi stigans og hafa nú verið krýndir bikarmeistarar í öllum þrepum karla og kvenna.…
Síða 59 af 69