Miðvikudagur, 17 Apríl 2013 08:50

Norðurlandamót drengja U-14

Valin hefur verið 7 manna hópur sem mun æfa saman fyrir Norðurlandamót drengja (u14) sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð 3.-5. maí. Valið verður 5 manna lið sem fer til keppni. Hópinn skipa, í stafrófsröð: Adam Elí Inguson Arnaldsson Ármann Aron Freyr Axelsson Ármann Atli Þórður Jónsson Gerpla Bjarni…
Fimmtudagur, 11 Apríl 2013 14:03

Evrópumeistararmótið í áhaldafimleikum

Landslið Íslands í áhaldafimleikum heldur á sunnudaginn til keppni á Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Moskvu, Rússlandi, 15-21.apríl næstkomandi. Á mánudag og þriðjudag fara fram æfingar á keppnisáhöldunum en undankeppnin verður á miðvikudag og fimmtudag. Karlanir keppa á miðvikudeginum en konurnar á fimmtudeginum, þar sem keppt verður í fjölþraut og…
Á síðasta ári var blásið til afreksráðstefnu þar sem fagfólki úr öllum keppnisgreinum fimleika var boðið að leggja fram sínar hugmyndir um hvernig best væri að standa að afreksmálum FSÍ. Þar kom fram sú eindregna skoðun að ekki væri lengur hægt að vinna að afreksmálum sambandsins í sjálfboðavinnu og mikilvægt…
Þriðjudagur, 26 Mars 2013 09:20

Alþjóðlegt dómaranámskeið MAG

Um síðustu helgi lauk alþjóðlegu dómaranámskeiði fyrir dómara í áhaldafimleikum karla. Námskeiðið var haldið í húsnæði ÍSÍ, Laugardal, og tóku 8 dómaraefni þátt í námskeiðinu sem lauk með prófi 24.mars. Námskeiðið var haldið fyrir núverandi alþjóðlega dómara sem og fyrir nýja alþjóðlega dómara, en að auki sátu nokkrir landsdómarar námskeiðið…
Mánudagur, 25 Mars 2013 11:01

Stórsamningur við TM undirritaður

Fimleikasamband Íslands(FSÍ)hefur undirritað samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina (TM) sem felur í sér að TM verður einn af aðalstyrktaraðilum FSÍ og um leið styrktaraðili að nýstofnuðum afrekssjóði fimleikasambandsins. Tilgangur afrekssjóðsins er að styrkja fimleikafólk vegna kostnaðar við æfinga- og keppnisferðir erlendis, þar sem helmingur fjármagns sjóðsins er úthlutað ár hvert en hinn…
Mánudagur, 11 Mars 2013 16:04

Hrafnhildur Hanna íþróttamaður HSK 2012

Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, var útnefnd íþróttamaður HSK 2012 á héraðsþingi Skarphéðins í Aratungu um helgina. Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur í kjörinu en sérstök valnefnd kýs íþróttamann ársins. Hrafnhildur Hanna náði frábærum árangri árið 2012 en hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands í október. Hún…
Fimmtudagur, 07 Mars 2013 15:20

Íslandsmeistaramót í áhaldafimleikum

Um helgina 9-10.mars mun Íslandsmeistaramót í áhaldafimleikum fara fram í Versölum, húsnæði fimleikafélagsins Gerplu í Kópavogi. Allt okkar besta fimleikafólk hefur skráð sig til keppni og ljóst að hörð barátta verður um meistaratitlana. Allir Íslandsmeistararnir frá því í fyrra mæta til að verja titla sína, þau Róbert Kristmannsson í karlaflokki,…
Föstudagur, 08 Febrúar 2013 16:40

Búið að ráða landsliðsþjálfara

Gengið hefur verið frá ráðningu landsliðsþjálfara karla, kvenna og í hópfimleikum fyrir árið en sambandið ræður nú landsliðsþjálfara í fyrsta skipti í sögu sambandsins. Mörg verkefni liggja fyrir á árinu og því ljóst að um metnaðarfullt verkefni er að ræða sem miklar vonir eru bundnar við hjá hreyfingunni. Fimleikasambandinu er…
Miðvikudagur, 23 Janúar 2013 14:43

30 ára afmælissýning hjá Stjörnunni

Í tilefni 30 ára afmælis fimleikadeildar Stjörnunnar verður haldin glæsileg sýning í Ásgarði nk. sunnudag, 27. janúar kl. 15. Á sýningunni verður ævintýrið Snædrottningin eftir HC Andersen sýnt að hætti fimleika og á sýningin að höfða til allrar fjölskyldunnar. Forsala miða verður í Ásgarði alla daga frá 17-19 til og…
Námskeið í áhaldafimleikum kvenna í þjálfun og uppbygging æfinga á jafnvægisslá og gólfi. Farið verður í grunnþætti þjálfunar, upphitun, kóreógrafíu, hopp og píróetta sem og kennslu á flóknum æfingum á þessum áhöldum. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kennari verður Carol-Angela Orchard frá Kanda. Hún var landsliðsþjálfari Kanda í 30…
Síða 60 af 64