Mánudagur, 07 Nóvember 2016 15:49

Haustmót 1 í hópfimleikum Skipulag

Dagana 12. - 13. nóvember fer fram Haustmót 1 í hópfimleikum. Mótið er að þessu sinni haldið í Ásgarði, í umsjón Fimleikadeildar Stjörnunnar. Nú í ár er Haustmót í hópfimleikum í tvennu lagi og verða keppnisflokkar á Haustmóti 1 4. og 3. flokkur í flokki kvenna- og blandaðra liða og…
5. - 6. nóvember fer fram Haustmót 2 í 3., 2., 1. þrepi og frjálsum æfingum. Mótið er haldið af fimleikadeild Fjölnis í Egilshöll í nýjum og glæsilegum sal félagsins. Að þessu sinni eru um 175 keppendur skráðir til leiks úr 9 félögum. Búast má við spennandi keppni í öllum…
Föstudagur, 28 Október 2016 15:48

Haustmót í 4. og 5. þrepi á Akureyri

Nú um helgina eða dagana 29. - 30. október fer fram Haustmót í 4. og 5. þrepi í umsjón Fimleikafélags Akureyrar. Alls eru skráðir um 300 keppendur frá 9 félögum. Í viðhengjum má finna skipulag og hópalista mótsins
Miðvikudagur, 26 Október 2016 21:59

Heimsbikarmót - Landslið

Landsliðsþjálfarar kvenna hafa valið landslið fyrir Heimsbikarmót í áhaldafimleikum sem fram fer í Cuttbus, þýskalandi 17.-20. nóvember. Landsliðið í stafrófsröð: Agnes Suto – GerpuIrina Sazonova – ÁrmanniSigríður Hrönn Bergþórsdóttir – BjörkTinna Óðinsdóttir – Björk Þjálfari: Guðmundur Þór BrynjólfssonDómari: Sandra Dögg Árnadóttir Við óskum keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju.…
Miðvikudagur, 26 Október 2016 09:28

Fréttir af Fræðslunefnd

Það er alltaf nóg að gera hjá Fræðslunefndinni og þetta haustið hefur engin undantekning verið þar á. Þjálfaranámskeið 1A var haldið í Reykjavík og þurfti að tvískipta þeim hópi sem sótti námskeiðið, svo mikil var þátttakan. Bæði í Reykjavík og Akureyri var kennt þjálfaranámskeið 1C sem voru mjög vel sótt.…
Mánudagur, 24 Október 2016 15:38

Norður Evrópumót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Norður Evrópumótið í Þrándheimi í Noregi. Íslenska kvennalandsliðið lenti í 6. sæti í liðakeppninni og náði Agnes Suto einnig þeim flotta árangri að vera í 6. sæti í fjölþraut. Þrjár íslenskar fimleikakonur unnu sér sæti í úrslitum á sunndaginn, Sigríður Hrönn á stökki, Agnes Suto á…
Föstudagur, 21 Október 2016 14:24

Norður Evrópumót

Íslensku keppendurnir eru mættir til Þrándheims og eru að undirbúa sig fyrir mótið sem verður um helgina. Strákarnir okkar eru í fyrsta mótshluta á morgun laugardag og hefja þeir keppni kl. 10:15 á norskum tíma. Stúlkurnar eru að keppa í þriðja mótshluta og hefst hann kl. 16:35 á norskum tíma.…
Fimmtudagur, 20 Október 2016 14:32

Norður Evrópumót í áhaldafimleikum

Nú um helgina fer fram Norður Evrópumót í áhaldafimleikum í Þrándheimi í Noregi. Íslenski hópurinn lagði af stað til Noregs í morgun og er væntanlegur á áfangastað seinni partinn. Á mótinu er keppt í liðakeppni, fjölþraut og einstökum áhöldum. Ísland er með lið í kvennaflokki en þrjá einstaklinga í karlaflokki.…
Laugardagur, 15 Október 2016 13:00

Svíar sigra í kvennaflokki

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í 2. sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum í dag. Sáralitlu munaði á því sænska og því íslenska eða einungis 0.294 stigum. Það er því varla hægt að segja það að það hafi verið eitthvað eitt atvik sem kostaði þær íslensku sigurinn en á heildina litið…
Laugardagur, 15 Október 2016 12:35

Brons í flokki blandaðra liða

Íslenska liðið í blönduðum flokki átti ærið verkefni fyrir höndum í dag eftir að hafa lent í 5. sæti í undankeppninni. Markmiðið var sett á verðlaun og til að það gengi upp þurfti liðið að bæta sig á öllum áhöldum. Dagurinn byrjaði því ekki vel því Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman…
Síða 7 af 44