Mánudagur, 24 Október 2016 15:38

Norður Evrópumót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Norður Evrópumótið í Þrándheimi í Noregi. Íslenska kvennalandsliðið lenti í 6. sæti í liðakeppninni og náði Agnes Suto einnig þeim flotta árangri að vera í 6. sæti í fjölþraut. Þrjár íslenskar fimleikakonur unnu sér sæti í úrslitum á sunndaginn, Sigríður Hrönn á stökki, Agnes Suto á…
Föstudagur, 21 Október 2016 14:24

Norður Evrópumót

Íslensku keppendurnir eru mættir til Þrándheims og eru að undirbúa sig fyrir mótið sem verður um helgina. Strákarnir okkar eru í fyrsta mótshluta á morgun laugardag og hefja þeir keppni kl. 10:15 á norskum tíma. Stúlkurnar eru að keppa í þriðja mótshluta og hefst hann kl. 16:35 á norskum tíma.…
Fimmtudagur, 20 Október 2016 14:32

Norður Evrópumót í áhaldafimleikum

Nú um helgina fer fram Norður Evrópumót í áhaldafimleikum í Þrándheimi í Noregi. Íslenski hópurinn lagði af stað til Noregs í morgun og er væntanlegur á áfangastað seinni partinn. Á mótinu er keppt í liðakeppni, fjölþraut og einstökum áhöldum. Ísland er með lið í kvennaflokki en þrjá einstaklinga í karlaflokki.…
Laugardagur, 15 Október 2016 13:00

Svíar sigra í kvennaflokki

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í 2. sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum í dag. Sáralitlu munaði á því sænska og því íslenska eða einungis 0.294 stigum. Það er því varla hægt að segja það að það hafi verið eitthvað eitt atvik sem kostaði þær íslensku sigurinn en á heildina litið…
Laugardagur, 15 Október 2016 12:35

Brons í flokki blandaðra liða

Íslenska liðið í blönduðum flokki átti ærið verkefni fyrir höndum í dag eftir að hafa lent í 5. sæti í undankeppninni. Markmiðið var sett á verðlaun og til að það gengi upp þurfti liðið að bæta sig á öllum áhöldum. Dagurinn byrjaði því ekki vel því Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman…
Föstudagur, 14 Október 2016 16:39

Stúlknaliðið algerlega brilleraði

Íslenska stúlknalandsliðið mætti heldur betur vel stemmt til leiks í dag. Stelpurnar byrjuðu á gólfi og gerðu sér lítið fyrir og bættu einkunnina frá því í undanúrslitum um 1.733. Greinilegt að þær voru algerlega tilbúnar í verkefnið. Á dýnu urðu smávægileg mistök í annari umferð en á heildina litið mjög…
Föstudagur, 14 Október 2016 14:03

Fyrsta medalían komin í hús

Keppnin í flokki blandaðra liða í dag varð gríðarlega spennandi. Íslenskal liðið byrjaði hrikalega vel á dýnu og voru greinilega búin að vinna í því sem ábótavant var á miðvikudaginn og bætti liðið sig um 0.900. Trampólínið gekk hinsvegar ekki eins vel og þar lækkaði einkunnin um 1.500 stig. Svíar…
Fimmtudagur, 13 Október 2016 17:10

Kvennaliðið efstar en eiga samt nóg inni

Íslenska kvennaliðið í hópfimleikum komst örugglega áfram þrátt fyrir mikil mistök keppninni í dag. Gólfæfingarnar gengu vel og fékk liðið 21.916 fyrir dansinn, sem er frekar hátt miðað við það sem dómararnir voru að gefa í stúlknakeppninni í gær. Á dýnu var þó töluvert um mistök en síðasta umferðin má…
Fimmtudagur, 13 Október 2016 13:58

Öruggt hjá blandaða liðinu í dag

Blandað lið Íslands í fullorðins flokki átti gott mót í dag og hélt áfram á sömu braut og yngri landsliðin í gær og tryggði sig örugglega í úrslit. Fyrsta áhaldið, trampólín, gekk stórslysalaust fyrir sig. Smá hnökrar í 2. umferðinni og föll í lendingum en einkunn upp á 16.900 ágætt…
Miðvikudagur, 12 Október 2016 17:30

Mistök á dýnu kostuðu 1. sætið

Íslenska stúlknaliðið átti sæti í úrslitum nokkuð víst fyrir forkeppnina í kvöld og mesta spennan fólst í því hvernig frammistaða helstu keppinautanna yrði. Liðið hóf keppni á trampólíni, gerði fá mistök og hlaut einkunnina 17.300 fyrir. Á gólfi vantaði smá uppá og rúm fyrir bætingu þó að einkunn upp á…
Síða 7 af 43