Mánudagur, 25 September 2017 10:43

Landsliðin á Norður-Evrópumótinu í Færeyjum

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla, Guðmundur Brynjólfsson og Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfarar kvenna og stúlkna, í samráði við landsliðsnefndir, hafa valið í landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Færeyjum dagana 21. og 22. október. Valið var byggt á frammistöðu keppenda á úrtökuæfingum sem fram…
Evrópska íþróttavikan er átak með það að markmiði að efla íþróttir og hreyfingu í Evrópu. Verkefnið er hugsað fyrir alla, óháð aldri, bakrunni og hæfni og á að nýta grasrótasamstarfið til að hvetja Evrópubúa til að #BeActive og skapa um leið tækifæri í daglegu lífi fólks til að hreyfa sig…
Laugardagur, 23 September 2017 11:18

Alls sóttu 14 keppendur um félagaskipti

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. Alls sóttu 14 keppendur frá sjö félögum um félagaskipti og fengu allir þeir sem sóttu um beiðni sína samþykkta. Eftirfarandi keppendur hafa fengið keppnisleyfi á komandi keppnistímabili; Nafn: Félag sem æft hefur verið með: Félag sem gengið er í:…
Miðvikudagur, 20 September 2017 16:13

Úrtökuæfing hjá áhaldafimleikum fyrir NEM

Á laugardaginn kemur er úrtökuæfing hjá karla og kvennalandsliðunum í áhaldafimleikum fyrir Norður-Evrópumótið sem fram fer í Færeyjum 21. og 22. október. Úrtökuæfingarnar hjá báðum landsliðum eru í keppnisformi þar sem iðkendur sýna heilar æfingar og eru dómarar landsliðsþjálfurum til aðstoðar. Frammistaða á æfingunum er lögð til grundvallar landsliðsvali og…
Þriðjudagur, 19 September 2017 12:50

Úrtökuæfing landsliða vegna EM í hópfimleikum 2018

Fyrstu úrtökuæfingar landsliða fara fram dagana 14. og 15 október. Fyrri æfingin, haldin laugardaginn 14. október er ætluð fullorðnum og verður haldin í Gerplu, Versölum 3, Kópavogi. Seinni æfingin, haldin sunnudaginn 15. október er ætluð unglinum og verður haldin í Stjörnunni, Ásgarði, Garðabæ. Úrtökuæfingin er liður í því að velja…
Þriðjudagur, 19 September 2017 12:13

Stór hópur dómara reynir sig í nýjum reglum

Um helgina fór fram dómaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna. Alls mættu um 40 manns og voru flestir að koma á sitt fyrsta námskeið. Kennarar námskeiðsins voru þær Berglind Pétursdóttir formaður tækninefndar og Hlín Bjarnadóttir formaður fræðslunefndar, en báðar eru þær alþjóðlegir dómarar í greininni. Próf úr námskeiðinu er haldið mánudaginn 25.…
Föstudagur, 15 September 2017 15:14

Nýjar reglur í hópfimleikum komnar út!

Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir, en búið er að gefa út nýjar reglur í hópfimleikum sem gilda frá árinu 2017-2021. Reglurnar taka gildi á Íslandi eftir áramót og hefur Norræna nefndin tekið ákvörðun um að keppt verði eftir þeim á Norðulandamóti unglinga sem fram fer…
Við minnum á að frestur til að skila inn umsókn um félagaskipti er til og með 15. september. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Það sem af er hausti hafa um 120 manns frá 11 félögum komið á þjálfaranámskeið hjá Fimleikasambandinu. Alls hafa fimm námskeið verið haldin í haust, fimleikanámskeið fyrir íþróttakennara, þjálfaranámskeið 1A í Reykjavík, móttökunámskeið 1 á Akureyri og í Reykjavík, auk tveggja nýrra námskeiða. Í fyrsta skipti fór fram námskeið fyrir …
Þriðjudagur, 12 September 2017 15:48

Heimsbikarmót í Ungverjalandi

Íslenska karlalandsliðið í áhaldafimleikum keppti um helgina á Heimsbikarmótið í Szombathely í Ungverjalandi. Mótið var gríðarlega sterkt og nauðsynlegt að eiga góðan dag til að til að komast í úrslit. Á heildina litið gekk mótið vel og góður undirbúningur fyrir komandi átök á Heimsmeistaramótinu og Norður-Evrópumótinu sem fram fara í…
Síða 7 af 52