Fimmtudagur, 19 September 2013 09:53

Tímamótasamningur við RÚV

Í gær undirrituðu Fimleikasamband Íslands og RÚV undir tímamótasamning fyrir fimleika á Íslandi. FSÍ og RÚV hafa samið um samstarf til næstu þriggja ára sem felur í sér einkarétt RÚV til sjónvarpsútsendinga frá öllum helstu fimleikamótum á þeim tíma. Um er að ræða Íslands- og bikarmót í hópfimleikum auk Evrópumeistaramótsins…
Sunnudagur, 08 September 2013 09:03

Mikil ánægja með Toppþjálfaranámskeið

Um helgina, 6-8.september, stóð fræðslunefnd FSÍ fyrir Toppþjálfaranámskeiði í áhaldafimleikum. Á föstudeginum fór fram bóklegur hluti í ráðstefnusölum ÍSÍ, en verklegur hluti námskeiðisins fór fram á laugardeginum og sunnudeginum í húsnæði fimleikadeildar Fjölnis og fimleikadeildar Gróttu. Góð mæting var á námskeiðið og um 25 þjálfara sóttu námskeiðið. Kennarinn var Carol-Angela…
Föstudagur, 06 September 2013 13:06

Nýr fimleikastigi kominn á netið

Tækninefndir kvenna og karla hafa gefið út nýja fimleikastiga sem munu gilda næstu 4 árin. Þá má sjá hér á síðunni (http://fimleikasamband.is/index.php/mot/ahaldafimleikar/islenski-fimleikastiginn). Um leið þá minnum við þjálfara á kynningarfund sem tækninefndir verða með laugardaginn 14.september næstkomandi kl.13:00 en einnig á kynningarfund um Eurogym sem verður kl.11:00 sama dag. Allir…
Fimmtudagur, 29 Ágúst 2013 15:44

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum

Fimleikasamband Íslands hefur valið landslið á Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum sem fram fer í Antwerp í Belgíu dagana 30. september – 6. október. Á mótinu er keppt í fjölþraut og í úrslitum á áhöldum. Þeir keppendur sem skipa landsliðið eru í stafróðfsröð: Kvk:•Agnes Suto, Gerpla•Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla•Tinna Óðinsdóttir, Gerpla Kk:•Jón…
Þriðjudagur, 13 Ágúst 2013 15:09

Úrtökumót fyrir HM í áhaldafimleikum

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram í Antwerpen í Belgíu dagana 30. september til 6. október. Heimasíða mótsins: http://www.antwerpgymnastics2013.com/en/ - Fimleikasamband Íslands stendur fyrir tveimur úrtökumótum bæði í karla og kvenna flokki, mótin fara fram 20. ágúst í Ármanni og 23. ágúst í Íþróttafélaginu Gerplu. Tímasetningar: 20. ágúst í Ármanni: ·…
Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar - EYOF 2013 hefjast 14. júlí næstkomandi í Utrecht í Hollandi. ÍSÍ sendir 19 ungmenni til hátíðarinnar til keppni í fimm íþróttagreinum, þ.e. fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, sundi og tennis. Þátttakendur á sumarleikunum að þessu sinni verða hátt á þriðja þúsund frá 49 Evrópuþjóðum en alls verður keppt…
Þessa dagana fara fram 27 háskólaleikarnir í Kazan Rússlandi. Dominiqua Alma Belanyi úr Gróttu, tekur þátt í leikunum en hún er þar á ferð ásamt þjálfara sínum Gabor Kiss. Á leikunum er keppt í 27 íþróttagreinum og standa leikarnir frá 5-17.júlí. Undankeppnin í áhaldafimleikum kvenna fer fram sunnudaginn 7.júlí en…
Mánudagur, 01 Júlí 2013 09:04

Dominiqua sigursæl í Hollandi

Fimleikakonan Dominiqua Alma Belányi gerði það gott á alþjóðlegu móti í Hollandi um helgina en lið Gróttu frá Seltjarnarnesi sendi átta keppendur til leiks á mótinu sem nefnist Fame Svod Open. Aníta María Einarsdóttir og Dominiqua Alma Belányi kepptu í fullorðinsflokki. Dominiqua sigraði í fjölþraut á laugardaginn og Aníta varð…
Á fundi stjórnar FSÍ í gær, var ákveðið að ráða Írisi Svavarsdóttur í starf Sviðsstjóra fræðslumála, en Íris er öllum hnútum kunn í fimleikahreyfingunni eftir margra ára starf í ýmsum hlutverkum, auk þess sem Íris er íþróttafræðingur að mennt með kennsluréttindi. Helstu hlutverk sviðsstjóra fræðslumála eru að samræma fræðslumál, stuðla…
Mánudagur, 03 Júní 2013 13:22

Smáþjóðaleikarnir - tölfræði

Við höfum tekið saman verðlaunin í fimleikum á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í síðustu viku. Eins og fram hefur komið þá unnu við til 13 verðlauna, 5 gullverðlauna og 8 bronsverðlauna. Við fengum flest gullverðlaunin en Lúxemborg skákaði okkur í fjölda verðlauna, þau hlutu 15 í heildina. Þegar horft er…
Síða 61 af 68