Fimmtudagur, 30 Maí 2013 19:13

5 gull og 8 brons á smáþjóðaleikunum

Í dag fór fram seinni keppnisdagurinn í fimleikum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg, þegar keppt var í úrslitum á einstökum áhöldum. Mikil eftirvænting var í íslenska hópnum eftir góðan dag á þriðjudaginn þegar tvö gull og tvo brons lágu eftir liðakeppni og keppni í fjölþraut. Dagurinn í dag var frábær og…
Þriðjudagur, 28 Maí 2013 19:01

Tvö gull á Smáþjóðaleikunum

Í dag fór fram fyrri keppnisdagurinn í fimleikum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Fyrr í dag þá fékk karlaliðið okkar bronsverðlaun í liðakeppni en seinnipartinn kepptu konurnar. Þær áttu frábæran dag og unnu liðakeppnina nokkuð örugglega en Lúxemborg varð í öðru sæti og Kýpur í því þriðja. Í fjölþraut þá vann…
Þriðjudagur, 28 Maí 2013 13:53

Brons hjá strákunum í liðakeppni

Nú fyrir stuttu lauk keppni hjá körlum á fyrri degi fimleikamótsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Íslenska liðinu gekk vel og vann til bronsverðlauna í liðakeppni, Monaco vann liðakeppnina og Kýpur varð í öðru sæti. Á sama tíma fór fram keppni í fjölþraut þar sem Ólafur Garðar Gunnarsson lenti í 4.sæti…
Sunnudagur, 26 Maí 2013 17:10

Tvö brons á Norðurlandamóti Unglinga

Í dag, sunnudaginn 26.maí, lauk keppni á Norðurlandameistaramóti unglinga í áhaldafimleikum í Elverum Noregi. Ísland átti þrjá keppendur í úrslitum í dag og unnust tvö brons. Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir vann til bronsverðlauna á gólfi og Valgarð Reinhardsson vann til bronsverðlauna á svifrá. Að auki tók Sigríður þátt í úrslitum á…
Miðvikudagur, 22 Maí 2013 10:31

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum

Eftirfarandi einstaklingar hafa verið valdir til þátttöku á Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum, sem haldið verður í Elverum, Noregi, 24. – 26. maí 2013. Hópurinn heldur utan föstudaginn 24.maí og snýr aftur sunnudaginn 26.maí. Keppendur eru; Arnþór Daði Jónasson, GerplaEgill Gunnar Kristjánsson, ÁrmannGuðjón Bjarki Hildarson, GerplaGyða Einarsdóttir, GerplaHrannar Jónsson, GerplaKristjana Ýr…
Miðvikudagur, 22 Maí 2013 10:16

Smáþjóðaleikarnir - landslið

Fimleikasamband Íslands hefur valið 10 einstaklinga til að til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemborg 26.maí-2.júní næstkomandi. Fimleikakeppnin er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni. Keppt verður í fimleikum á tveimur dögum, þriðjudaginn 28.maí þegar keppt verður í liðakeppni og fjölþraut, og fimmtudaginn 28.maí þegar úrslit á einstökum…
Föstudagur, 17 Maí 2013 09:28

Fimleikasamband Íslands 45 ára

Í dag, 17.maí, er Fimleikasamband Íslands 45 ára. Þann 17.maí 1968 stofnuðu fulltrúar frá níu héraðssamböndum Fimleikasambandið. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Valdimar Örnólfssyni formanni, Jens Guðbjörnssyni varaformanni, Grétari Franklínssyni gjaldkera, Þorgerði Gísladóttur fundarritara og Sigurði R. Guðmundssyni bréfritara. Formenn FSÍ frá upphafi hafa verið Valdimar Örnólfsson 1968 1970 Ásgeir…
Miðvikudagur, 15 Maí 2013 10:56

Íslandsmót í AT fimleikum

Sunnudaginn 19.maí, kl.15:30-17:00, fer fram Íslandsmót í AT fimleikum í beinni útsendingu hjá RÚV, en mótið verður haldið i Versölum í umsjón fimleikafélagsins Gerplu. Mótið er liður í undirbúningi landsliðanna fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara í Lúxemburg 26. maí -2. júní næstkomandi. Það er frítt inn á mótið og í…
Sunnudagur, 05 Maí 2013 21:01

Fimleikaþing 2013

Á laugardaginn lauk Fimleikaþingi, sem haldið var í ráðstefnusölum ÍSÍ í Laugardal. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir var endurkjörinn formaður Fimleikasambands Íslands á fimleikaþingi með dynjandi lófataki en ekkert mótframboð kom fram. Í stjórn FSÍ voru kjörin þau Arnar Ólafsson, Einar Ólafsson, Jósep Húnfjōrð og Guðrún Dóra Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin…
Í dag varð Egill Gunnar Kristjánsson Norðurlandameistari drengja í stökki, á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum drengja undir 14 ára, sem fór fram í Halmstad Svíþjóð. Í gær, laugardaginn 4.maí, fór fram liðakeppni og keppni í fjölþraut, þar sem allir 5 keppendur okkar tóku þátt. Liðakeppni drengjana gekk ágætlega þó svo að…
Síða 62 af 68