Fimmtudagur, 03 Október 2013 09:53

Norma Dögg í 36 sæti á Stökki á HM

Þriðja degi undanúrslita á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum, sem haldið er í Antwerpen Belgíu, lauk í gær og öll úrslit mótsins liggja fyrir. Í gær kláruðu konurnar sína keppni og náði Norma Dögg Róbertsdóttir bestum árangri okkar keppenda þegar hún endaði í 36 sæti á stökki. Í heildina voru það 106…
Miðvikudagur, 02 Október 2013 11:01

Beinar útsendingar frá HM í áhaldafimleikum

Eins og fram hefur komið áður, þá skrifaði Fimleikasambandið og RÚV undir samstarfssamning um beinar útsendingar. Rúv mun sýna beint frá heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum 3-6.október næstkomandi. Útsendingarnar verða á íþróttarás RÚV og verða sem hér segir; 3.okt 18:00-20:25 Úrslit í fjölþraut karla 4.okt 18:00-20:05 Úrslit í fjölþraut kvenna 5.okt 12:20-15:30…
Þriðjudagur, 01 Október 2013 12:55

Karla hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum

Í dag lauk keppni karla í undanriðlum á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum, sem fer fram í Antwerpen Belgíu. Ísland á tvo keppendur þar, Jón Sigurð Gunnarsson og Ólaf Garðar Gunnarsson, keppnin í karlaflokki hófst í gær en lauk eins og áður sagði í dag, þar sem um 150 keppendur voru skráðir…
Miðvikudagur, 25 September 2013 08:36

Keppendur lagðir af stað á HM

Í morgun lagði HM hópurinn okkar af stað áleiðis til Antwerpen, Belgíu, þar sem 44 heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram. Á mótinu er keppt í fjölþraut og í úrslitum á áhöldum og eru um 300 konur og 170 karlar skráðir til keppni frá 78 löndum. Heimasíða mótsins: http://www.antwerpgymnastics2013.com/. Dagskrá mótsins…
Þriðjudagur, 24 September 2013 11:12

Kynningarfundur um Íslenska fimleikastigann

Tækninefnd karla boðar til kynningarfundar um íslenska Fimleikastigann Kynningarfundurinn verður haldinn laugardaginn 28.september næstkomandi kl.15 í ráðstefnusal-E, ÍSÍ Laugardal. Kynningarfundurinn er fyrir dómara, þjálfara og aðra áhugamenn um áhaldafimleika karla. Fundur þessi er nauðsynlegur til að byrja nýjan fimleikastiga með alla á sama stað. Allar spurningar og athugasemdir varðandi stigann…
Fimmtudagur, 19 September 2013 09:53

Tímamótasamningur við RÚV

Í gær undirrituðu Fimleikasamband Íslands og RÚV undir tímamótasamning fyrir fimleika á Íslandi. FSÍ og RÚV hafa samið um samstarf til næstu þriggja ára sem felur í sér einkarétt RÚV til sjónvarpsútsendinga frá öllum helstu fimleikamótum á þeim tíma. Um er að ræða Íslands- og bikarmót í hópfimleikum auk Evrópumeistaramótsins…
Sunnudagur, 08 September 2013 09:03

Mikil ánægja með Toppþjálfaranámskeið

Um helgina, 6-8.september, stóð fræðslunefnd FSÍ fyrir Toppþjálfaranámskeiði í áhaldafimleikum. Á föstudeginum fór fram bóklegur hluti í ráðstefnusölum ÍSÍ, en verklegur hluti námskeiðisins fór fram á laugardeginum og sunnudeginum í húsnæði fimleikadeildar Fjölnis og fimleikadeildar Gróttu. Góð mæting var á námskeiðið og um 25 þjálfara sóttu námskeiðið. Kennarinn var Carol-Angela…
Föstudagur, 06 September 2013 13:06

Nýr fimleikastigi kominn á netið

Tækninefndir kvenna og karla hafa gefið út nýja fimleikastiga sem munu gilda næstu 4 árin. Þá má sjá hér á síðunni (http://fimleikasamband.is/index.php/mot/ahaldafimleikar/islenski-fimleikastiginn). Um leið þá minnum við þjálfara á kynningarfund sem tækninefndir verða með laugardaginn 14.september næstkomandi kl.13:00 en einnig á kynningarfund um Eurogym sem verður kl.11:00 sama dag. Allir…
Fimmtudagur, 29 Ágúst 2013 15:44

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum

Fimleikasamband Íslands hefur valið landslið á Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum sem fram fer í Antwerp í Belgíu dagana 30. september – 6. október. Á mótinu er keppt í fjölþraut og í úrslitum á áhöldum. Þeir keppendur sem skipa landsliðið eru í stafróðfsröð: Kvk:•Agnes Suto, Gerpla•Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerpla•Tinna Óðinsdóttir, Gerpla Kk:•Jón…
Þriðjudagur, 13 Ágúst 2013 15:09

Úrtökumót fyrir HM í áhaldafimleikum

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram í Antwerpen í Belgíu dagana 30. september til 6. október. Heimasíða mótsins: http://www.antwerpgymnastics2013.com/en/ - Fimleikasamband Íslands stendur fyrir tveimur úrtökumótum bæði í karla og kvenna flokki, mótin fara fram 20. ágúst í Ármanni og 23. ágúst í Íþróttafélaginu Gerplu. Tímasetningar: 20. ágúst í Ármanni: ·…
Síða 62 af 69