Miðvikudagur, 21 Nóvember 2012 14:40

Landsliðskonur á farandsfæti

Nokkrar landsliðskonur okkar í áhaldafimleikum verða á faraldsfæti nú um helgina þegar þær fara til keppni á tvö erlend mót, í Tékklandi og í Belgíu. Þrjár landsliðskonur fara til keppni á World Cup í Ostrava Tékklandi, 22-24.nóvember, þær Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir og Tinna Óðinsdóttir. Í Ostrava er…
Föstudagur, 09 Nóvember 2012 17:48

Sviðsstjóri Landsliðsmála

Fimleikasambandið leitar að öflugum starfsmanni í hlutastarf Starfsemi fimleikasambandsins (FSÍ) hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og þarf sambandið því á öflugum einstaklingi að halda til að sinna landsliðsmálum, einstaklingi sem er drífandi, getur starfað sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Sviðsstjóri landsliðsmála starfar í umboði stjórnar í nánu samstarfi við…
Fimmtudagur, 01 Nóvember 2012 11:05

Haustmóti Áhalda II verður 17-18.nóvember

Nú er búið að ákveða að haustmót áhalda II verði helgina 17-18.nóvember á Akureyri. Uppfærð dagskrá verður send til allra félaga fyrir lok vikunnar, eftir að frestur félaga til afskráningar lýkur fimmtudaginn 8.nóvember. Einnig mun uppfærð dagskrá koma inn í Tilkynningar.
Sunnudagur, 21 Október 2012 17:20

Silfur á Norður Evrópumeistaramótinu

Landslið Íslands í áhaldafimleikum keppti nú um helgina á Norður Evrópumeistaramótinu sem fór fram í Glasgow, Skotlandi. Í gær, laugardag 20.október, fór fram fjölþraut og sveitakeppni þar sem kvennalandsliðið lenti í 5.sæti með 144,450 stig en Wales stóð uppi sem sigurvegari með 157,500 stig, Svíþjóð og Skotland komu þar á…
Laugardagur, 20 Október 2012 14:39

Tveir Evrópumeistaratitlar í Hópfimleikum

Í dag fór fram úrslit á Evrópumeistaramótinu í Hópfimleikum, þar sem Ísland átti 4 landslið í úrslitum. Fyrr í morgun kepptu blönduð lið unglinga og fullorðinna sem lentu í 4.sæti sitt í hvorum flokki. En í hádeginu var komið að keppni í kvennaflokkum þar sem fyrst var keppt í unglingaflokki.…
Miðvikudagur, 17 Október 2012 10:30

Landsliðið í áhaldafimleikum fer á NEM

Landslið okkar í áhaldafimleikum er á leiðinni á Norður Evrópumeistaramótið í áhaldafimleikum sem haldið er í Glasgow, Skotlandi, dagana 19-21.október. Við eigum von á hörkukeppni en alls mæta 10 þjóðir til leiks, bæði í kvennaflokki og karlaflokki. Landsliðshópurinn heldur af stað á morgun fimmtudag, en mótið sjálft hefst á laugardaginn…
Nú í morgunsárið lagði fríður hópur af stað frá höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal áleiðis til Aarhus, Danmörku, þar sem Evrópumeistaramótið í Hópfimleikum fer fram dagana 18-20.október. Fimleikasambandið sendir 4 landslið til keppni, eins og áður hefur komið fram, en mikil og góð stemning er í hópnum og allir tilbúnir í…
Sunnudagur, 07 Október 2012 21:26

Eyþór Örn með Brons á NM

Í dag lauk frábæru Norðurlandameistaramóti drengja U16 í áhaldafimleikum, en það var haldið í Björkunum Hafnarfirði. Í gær fór fram sveitakeppni og fjölþraut. Þegar uppi var staðið varð sveit Svíþjóð hlutskarpast og urðu þeir því Norðurlandameistarar drengja með 299,2 stig, Noregur var í öðru sæti með 298,7 stig, Danmörk í…
Fimmtudagur, 04 Október 2012 10:03

Landslið okkar fyrir NM U16

Norðurlandameistaramót drengja U16 fer fram næstu helgi í Björkunum. Keppt verður í liðakeppni og fjölþraut á laugardeginum en úrslit á einstökum áhöldum fara fram á sunnudaginn. Dagskrá mótsins er sem hér segir; Laugardagur:10.30-12.30 - Fjölþraut í einstaklings- og liðakeppni. Fyrri hluti móts, lið frá Noregi, ÍSLANDI og Finnlandi keppa.14.00 -…
Þriðjudagur, 25 September 2012 08:43

50 manna hópur á Golden Age

FSÍ sendir um 50 manna hóp á Golden Age í Montecatini Ítalíu í næstu viku. Golden Age er fimleikahátíð undir stjórn Evrópska Fimleikasambandsins (UEG). Hátíðin stendur yfir í um eina viku þar sem iðkendur 50 ára og eldri taka þátt bæði í sýningum og vinnubúðum ásamt öðrum Evrópuþjóðum. Goden Age…
Síða 66 af 68