Undanúrslitum á Heimsbikarmótinu í Melbourne, Ástralíu lauk í kvöld þar sem Valgarð Reinhardsson keppti á þremur áhöldum, stökki, tvíslá og svifrá. Valgarð hóf keppni á stökki þar sem tvö mismunandi stökk eru framkvæmd. Fyrra stökkið gekk frábærlega en hnökrar í seinna stökki urðu til þess að Valgarð komst ekki inn…
Fyrri degi undanúrslita á Heimsbikarmótinu í Melbourne, Ástralíu var að ljúka rétt í þessu. Valgarð Reinhardsson, núverandi Íslandsmeistari í áhaldafimleikum, keppti á gólfi þar sem hann endaði í 20. sæti með einkunnina 12.766. Gólfæfingarnar gengu vel en Valgarð var þó ekki sáttur með einkunnina sem hann fékk ,,Ég er frekar…
Valgarð Reinhardsson hefur keppni á Heimsbikarmótinu í Melbourne í Ástralínu í dag, en undanúrslit fara fram í dag og á morgun. Mótið er eitt af úrtökumótunum fyrir Ólympíuleikana og eru því bestu fimleikamenn heims mættir til að taka þátt í þeirri von um að tryggja sér sæti á leikana. Valgarð…
Þriðjudagur, 19 Febrúar 2019 00:03

Úrvalshópaæfing U16

Æfingahelgi hjá úrvalshóp kvenna U16 fór fram síðastliðna helgi. Hópurinn samanstendur af 14 stúlkum úr sjö mismunandi félögum, Ármanni, Björk, Fjölni, Fylki, Gerplu, Gróttu og Stjörnunni. Æfingar hófust á föstudeginum þar sem áhersla var lögð á styrk og tækni. Á laugardeginum tók við kóreógrafía og hópefli og að því loknu…
Fimmtudagur, 24 Janúar 2019 14:44

Úrvalshópur kvenna í áhaldafimleikum 2019

Hildur Ketilsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í áhaldafimleikum hefur valið eftirfarandi keppendur í úrvalshóp fyrir keppnistímabilið 2019. Við bendum á að ennþá er möguleiki að komast í úrvalshóp ef árangur á mótum vetrarins er góður. Úrvalshópur kvenna 2019 Agnes Suto-Tuuha Íþróttafélagið Gerpla Andrea Ingibjörg Orradóttir Íþróttafélagið Gerpla Emilía Björt Sigurjónsdóttir Fimleikafélagið Björk…
Miðvikudagur, 23 Janúar 2019 11:07

Félagaskipti á vörönn 2019

Hér í viðhengi má sjá samþykkt félagaskipti fyrir vorönn á keppnistímabilinu 2018 – 2019. Litið er á félagaskipti sem frágengin sé viðeigandi pappírum skilað og félagaskiptagreiðsla greidd innan félagaskiptarammans sem á vorönn er á milli 1. – 15. janúar.
Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn verður opinn til og með morgundagsins 15. janúar. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Föstudagur, 28 Desember 2018 15:13

Félagaskiptagluggi opnar 1. janúar

Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn verður opnaður 1. janúar og verður opinn til og með 15. janúar Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Föstudagur, 21 Desember 2018 13:09

Úrvalshópur karla og U-18 fyrir árið 2019

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla og U18 í áhaldafimleikum hefur valið eftirfarandi keppendur í úrvalshópa fyrir keppnistímabilið 2019; Úrvalshópur karla 2019 Arnór Már Másson Íþróttafélagið Gerpla Arnþór Daði Jónasson Íþróttafélagið Gerpla Atli Þórður Jónsson Íþróttafélagið Gerpla Eyþór Örn Baldursson Íþróttafélagið Gerpla Frosti Hlynsson Íþróttafélagið Gerpla Guðjón Bjarki Hildarson Íþróttafélagið Gerpla Hafþór…
Miðvikudagur, 19 Desember 2018 16:23

Valgarð og Andrea Sif fimleikafólk ársins 2018

Fimleikamaður ársins - Valgarð Reinhardsson Valgarð er magnaður fimleikamaður sem hefur átt góðu gengi að fagna síðast liðið ár. Hann náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst en alls…
Síða 8 af 69