Föstudagur, 14 Október 2016 16:39

Stúlknaliðið algerlega brilleraði

Íslenska stúlknalandsliðið mætti heldur betur vel stemmt til leiks í dag. Stelpurnar byrjuðu á gólfi og gerðu sér lítið fyrir og bættu einkunnina frá því í undanúrslitum um 1.733. Greinilegt að þær voru algerlega tilbúnar í verkefnið. Á dýnu urðu smávægileg mistök í annari umferð en á heildina litið mjög…
Föstudagur, 14 Október 2016 14:03

Fyrsta medalían komin í hús

Keppnin í flokki blandaðra liða í dag varð gríðarlega spennandi. Íslenskal liðið byrjaði hrikalega vel á dýnu og voru greinilega búin að vinna í því sem ábótavant var á miðvikudaginn og bætti liðið sig um 0.900. Trampólínið gekk hinsvegar ekki eins vel og þar lækkaði einkunnin um 1.500 stig. Svíar…
Fimmtudagur, 13 Október 2016 17:10

Kvennaliðið efstar en eiga samt nóg inni

Íslenska kvennaliðið í hópfimleikum komst örugglega áfram þrátt fyrir mikil mistök keppninni í dag. Gólfæfingarnar gengu vel og fékk liðið 21.916 fyrir dansinn, sem er frekar hátt miðað við það sem dómararnir voru að gefa í stúlknakeppninni í gær. Á dýnu var þó töluvert um mistök en síðasta umferðin má…
Fimmtudagur, 13 Október 2016 13:58

Öruggt hjá blandaða liðinu í dag

Blandað lið Íslands í fullorðins flokki átti gott mót í dag og hélt áfram á sömu braut og yngri landsliðin í gær og tryggði sig örugglega í úrslit. Fyrsta áhaldið, trampólín, gekk stórslysalaust fyrir sig. Smá hnökrar í 2. umferðinni og föll í lendingum en einkunn upp á 16.900 ágætt…
Miðvikudagur, 12 Október 2016 17:30

Mistök á dýnu kostuðu 1. sætið

Íslenska stúlknaliðið átti sæti í úrslitum nokkuð víst fyrir forkeppnina í kvöld og mesta spennan fólst í því hvernig frammistaða helstu keppinautanna yrði. Liðið hóf keppni á trampólíni, gerði fá mistök og hlaut einkunnina 17.300 fyrir. Á gólfi vantaði smá uppá og rúm fyrir bætingu þó að einkunn upp á…
Miðvikudagur, 12 Október 2016 14:34

Fyrsta liðið komið í úrslit

Íslenska unglingalandsliðið í flokki blandaðra liða hóf keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum í dag. Þrátt fyrir að fyrsta umferðin á dýnu hafi gengið ágætlega virtist vera stress í hópnum. Nokkur föll og ljóst að liðið þurfti að stilla sig af fyrir næstu umferð á trampólíni. Einkunn á dýnu var 16.200…
Mánudagur, 10 Október 2016 11:27

RÚV - dagskrá EM í hópfimleikum

Mánudagur, 10 Október 2016 00:26

Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum

Landsliðsþjálfari karla hefur valið landslið fyrir Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum sem fram fer í Þrándheimi í Noregi 22. - 23. október. Karlalandsliðið í stafrófsröð: Guðjón Bjarki Hildarson - GerpluMatin Bjarni Guðmundsson - GerpluValgarð Reinhardsson - Gerplu Dómari: Björn Magnús Tómasson Fararstjóri: Hildur Ketilsdóttir Við óskum keppendum, félögum og forráðamönnum innilega…
Mánudagur, 10 Október 2016 00:13

Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum

Landsliðsþjálfarar kvenna hafa valið landslið fyrir Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum sem fram fer í Þrándheimi í Noregi 22. - 23. október. Kvennalandsliðið í stafrófsröð: Agnes Suto - GerpluAndrea Ingibjörg Orradóttir - BjörkKatharína Sybila Jóhannsdóttir - FylkiMargrét Lea Kristinsdóttir - BjörkSigríður Hrönn Bergþórsdóttir - Björk Varamenn: Thelma Aðalsteinsdóttir - GerpluThelma Rún…
Þriðjudagur, 04 Október 2016 08:56

Golden Age 2016

Fimleikahátíðin Golden Age fer nú fram í Slóveníu, hátíðin er fyrir fimleikafólk 50 ára og eldri í Evrópu. Frá Íslandi eru komnir þrír hópar, Feban, Glóð og Sóley's boys, auk nokkra einstaklinga, samtals 93 manns. Hátíðin fer vel af stað, en opnunarhátíðin fór fram á sunnudagskvöldið. Á mánudaginn byrjaði svo…
Síða 8 af 44