Gengið hefur verið frá ráðningu landsliðsþjálfara kvenna í áhaldafimleikum og er Fimleikasambandinu ánægja að tilkynna ráðningu Hildar Ketilsdóttur í starfið. Hildur einn af reyndustu þjálfurum hreyfingarinnar, en hún hefur starfað fyrir Fimleikasambandið í fjölda ára, bæði í tækninefndum, sem þjálfari og sem dómari. Hildur hefur meðal annars tekið þátt í…
Vigdís Pálmadóttir og Emilía Sigurjónsdóttir kepptu á Top Gym í gær. Vigdís fékk 46.266 stig í fjölþraut og var í 15. sæti og Emilía var í 25. sæti með 43.850 stig. Íslenska liðið endaði í áttunda sæti og þar með sett í hærri styrkleika flokkinn á mótinu. Hér má sjá…
Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á Heimsbikarmótinu í Cottbus. Seinni hluti undanúrslita fór fram í gær, þar sem Valgarð Reinhardsson keppti á stökki og Thelma Aðalsteinsdóttir á slá. Valgarð gerði tvö skökk með það að markmiði að vera einn af efstu átta eftir daginn og komast þar með í úrslit.…
Fyrri hluta undanúrslita á Heimsbikarmótinu í Cottbus lauk rétt í þessu. Dominiqua Alma Belányi hóf keppni á tvíslá þar sem hún gerir meðal annars eitt af erfiðustu afstökkum á mótinu, tvöfallt heljarstökk með beinum líkama. Dominiqua lenti djúpt og tók eitt skref í lendingu sem gefur töluverðan mínus, en að…
Fimmtudagur, 22 Nóvember 2018 13:53

Undanúrslit á Cottbus að hefjast - Myndband

Undanúrslit á Heimsbikarmótinu í Cottbus í Þýskalandi hefjast í dag. Mótið er fyrsta mótið af fimm í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tokyo 2020, þar sem hægt er að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana á einstöku áhaldi. Hvert mót gefur stig sem telja að lokum samanlagt og skera úr um hverjir tryggja…
Fimmtudagur, 22 Nóvember 2018 10:34

Vigdís og Emilía komnar á Top Gym

Landsliðskonurnar Emilía Björt Sigurjónsdóttir og Vigdís Pálmadóttir lögðu af stað í morgun á Top Gym sem haldið er í Belgíu. Mótið er eitt af sterkustu unglinga mótum sem haldið er fyrir áhaldafimleika kvenna í Evrópu og margar af bestu fimleikakonum heims hófu sinn keppnisferil, einmitt á þessu móti. Landsliðsþjálfari í…
Föstudagur, 16 Nóvember 2018 19:18

Landsliðið fyrir Cottbus

Ísland sendir 5 keppendur til leiks á Heimsbikarmót í áhaldafimleikum sem fram fer í Cottbus í Þýskalandi dagana 22.-25. nóvember. Þetta er fyrsta mótið í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Tokyo 2020, en alls verða fimm mót þar sem hægt er að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana. Hópurinn leggur af stað…
Miðvikudagur, 14 Nóvember 2018 18:04

Úrvalshópur unglinga í áhaldafimleikum kvenna

Úrtökuæfing fyrir úrvalshóp unglinga í áhaldafimleikum kvenna fór fram um dagana 9. - 10. nóvember. 25 stúlkur mættu til leiks og stóðu sig mjög vel. Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfari unglinga í áhaldafimleikum kvenna hefur valið eftirfarandi stúlkur í úrvalshóp, fyrir keppnistímabilið 2019; Úrvalshópur unglinga U16 í áhaldafimleikum kvenna Birta Rut Birgisdóttir…
Sögulegu heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í Doha er lokið. Þeir dómarar sem stóðu vaktina á HM í áhaldafimleikum í Doha unnu langa daga við undirbúning áður en að keppni hófst. Þau Hlín Bjarnadóttir, Anton Heiðar Þórólfsson og Björn Magnús Tómasson stóðu vaktina á mótinu en Björn var valinn af alþjóðasambandinu (FIG)…
Konurnar okkar hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum hér í Doha. Hægt er að sjá æfingar þeirra hér: Agnes Suto-TuuhaDominiqua Alma BelányitirMargrét Lea KristinsdóttirSonja Margrét ÓlafsdóttirThelma Aðalsteinsdóttir Ísland keppti með lið á mótinu en það var síðast árið 2006 sem við áttum lið á HM þegar mótið fór fram…
Síða 9 af 69