Laugardagur, 27 Október 2018 16:46

Kvennalandsliðið er að hefja keppni á HM

Undanúrslit í kvennaflokki hófust á Heimsmeistaramótinu í Doha í Qatar í morgun. Kvennalandslið Íslands er í þriðja hluta mótsins og hefur keppni núna kl. 17:00 á íslenskum tíma. Liðið samanstendur af Agnesi Suto-Tuuha, Dominiqua Alma Belányi, Margréti Leu Kristinsdóttur, Sonju Margréti Ólafsdóttur og Thelmu Aðalsteinsdóttur. Ekki er sýnt frá undankeppninni…
Eftir langt og strang keppnistímabil vorum við komin alla leið til Doha, í framandi loftslag og mikinn hita. Strákarnir hafa æft vel og undirbúningurinn er búin að vera vel skipulagður og góður. Æfingar hér í Doha fram að móti gengu vel og strákarnir voru vel stemdir fyrir keppni í morgun.…
Heimsmeistaramótið í Doha í Qatar hófst í dag. Karlalandslið Íslands hefur keppni nú kl. 14:00 á íslenskum tíma en liðið samanstendur af Valgarði Reinhardssyni, Eyþóri Erni Baldurssyni og Jóni Sigurði Gunnarssyni. Ekki er sýnt frá undankeppninni í beinni útsendingu en Fimleikasambandið mun setja inn myndbönd af æfingum keppenda að móti…
Kvennalið Íslands lauk keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum síðastliðin laugardag. Eftir harða baráttu við svía stóð sænska liðið uppi sem Evrópumeistari, þrátt fyrir að íslenska liðið hafi bætt sig á öllum áhöldum frá því úr undankeppninni. Einungis munaði 0,2 stigum á liðunum, en bæði lið voru með eitt fall á…
Laugardagur, 20 Október 2018 11:52

Brons hjá blönduðu liði á Evrópumóti!

Landslið Íslands í flokki blandaðra liða varð rétt í þessu í 3. sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum. Liðið kom í 3. sæti úr undanúrslitum einungis 0,8 á eftir fyrsta sætinu. Örlitlir hnökrar á báðum stökkáhöldum urðu til þess að gríðarleg spenna var fyrir síðasta áhaldinu. Liðið lét pressuna ekki á…
Síðasti dagur í úrslitum á Evrópumótinu fer fram í dag. Eftirvæntingin fyrir íslensku liðunum er gríðarleg og rafmagnað andrúmsloft í höllinni í Odivelas. Blönduðu liðin hefja keppni nú kl. 10:00 og kvennaliðið kl. 12:00. Blandaða liðið kom inn úr undanúrslitum í þriðja sæti og hefur mikla möguleika á því að…
Föstudagur, 19 Október 2018 19:35

Stúlknalandsliðið í 3. sæti á EM

Unglingalandsliðin voru að ljúka keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum rétt í þessu. Blandað lið unglinga hóf keppni í dag og gerði glæsilegar æfingar bæði í gólfæfingum og á dýnustökki. Smá hnökrar urðu í trampólínstökkum sem gerðu það að verkum að fjórða sætið varð niðurstaðan, en liðið varð einnig í fjórða…
Úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum eru hafin og er drengjakeppnin í gangi eins og stendur. Ísland á tvö lið sem keppa til úrslita í dag, blandað lið og stúlknalið. Bæði lið tryggðu sér þátttöku í undanúrslitunum á fimmtudaginn síðastliðinn, en þá hafnaði blandaða liðið í fjórða sæti en stúlknaliðið í…
Fimmtudagur, 18 Október 2018 18:07

Öll fjögur lið Íslands komin í úrslit á EM

Undanúrslit á Evrópumótinu í Portúgal lýkur í kvöld með keppni í karlaflokki en öll lið Íslands hafa lokið keppni. Ísland átti tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og blandað lið fullorðinna og tvö í unglingaflokki, stúlknalið og blandað lið unglinga. Öll lið Íslands komust í úrslit og mun keppni í úrslitum…
Undanúrslit í fullorðinsflokki á Evrópumótinu í hópfimleikum eru hafin. Ísland á eitt lið í flokki blandaðra liða og eitt lið í kvennaflokki. Bæði lið standa vel að vígi gagnvart hinum þjóðunum og því mikil spenna fyrir flugeldasýningunni sem við munum sjá í dag. Keppni í flokki blandaðra liða er í…
Síða 10 af 69