Miðvikudagur, 24 Maí 2017 12:26

Próf í móttöku 1 og 2

Próf í móttöku 1 og 2

 

Þriðjudaginn 6. júní næst komandi verður boðið upp á prófdag í móttöku 1 og 2.  Prófið er ætlað fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki haft tök á að mæta í próf tengt sínu námskeiði.

Ég hvet alla sem hafa einhvern tímann tekið námskeið í móttöku en eiga eftir prófið í heild sinni eða að hluta til að mæta og klára námskeiðið. Þjálfarar þurfa að hafa þessi réttindi þegar þeir fylgja liði á mót næsta vetur.

Prófið fer fram í húsakynnum Fjölnis í Egilshöll þriðjudaginn 6. júní kl.19-22.

Prófdómarar eru Bjarni Gíslason, Kristinn Þór Guðlaugsson og Tanja Birgisdóttir.

Þjálfarar eru vinsamlegast beðnir að koma með 2 - 3 iðkendur sem geta stökkin á viðeigandi getustigi.

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ og skal lokið föstudaginn 2. júní, taka skal fram í dálknum lýsing hvort prófið viðkomandi tekur.

Lágmarks skráning í prófið er 10 manns. Náist ekki lágmarks skráning gefst þjálfurum tækifæri á að taka prófið eftir námskeið haustsins.

 

Fyrir hönd Fræðslunefndar FSÍ,
Helga Svana Ólafsdóttir,
Fræðslufulltrúi

Last modified on Miðvikudagur, 24 Maí 2017 12:29