Fimmtudagur, 06 Júlí 2017 09:41

Námskeið fyrir íþróttakennara

Námskeið í grunnþjálfun í fimleikum

Fimleikasamband Íslands býður íþróttafræðingum og íþróttakennurum upp á endurmenntunarnámskeið í fimleikakennslu fimmtudaginn17. ágúst næst komandi.

Námskeiðið verður haldið í Íþróttahúsi Kársnesskóla, Holtagerði, 200 Kópavogi frá kl.9-15.

 Á námskeiðinu verður farið yfir grunnþættir þjálfunar í fimleikum með áherslu á samhæfingu, styrk og liðleika, kenndar grunnæfingar á dýnu, stökki og í rimlum fyrir byrjendur og styttra komna framhaldshópa sem ætti að nýtast vel til fimleikakennslu í grunnskólum. Einnig verður farið í grunnæfingar fyrir parkour og íþróttin kynnt.

Kennarar á námskeiðinu eru Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sesselja Jarvela og Stefán Þór Friðriksson.

Námskeiðisgjald er 12.500 kr.


Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. ágúst. Skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala og netfang.

Last modified on Fimmtudagur, 06 Júlí 2017 09:44