Þriðjudagur, 12 September 2017 10:22

Skyndihjálparnámskeið

Sunnudaginn 1. október stendur Heilbrigðisnefnd FSÍ fyrir skyndihjálparnámskeiði. Námskeiðið fer fram í E-sal ÍSÍ frá kl.9-17. Frítt er á námskeiðið fyrir leyfishafa Fimleikasambandsins, aðrir greiða 5000 kr. Við hvetjum alla sem að starfa í kringum fimleikasalinn að nýta þetta tækifæri. Námskeiðið er fullgilt skyndihjálparnámskeið og telst til eininga í framhaldsskólum og hjá ÍSÍ. Minni á að fyrsta stig ÍSÍ telst ekki lokið nema viðkomandi sé með gilt skyndihjálparnámskeið.

Last modified on Þriðjudagur, 12 September 2017 10:43