Mánudagur, 21 Janúar 2019 10:43

Góð aðsókn á janúarnámskeiðin

Námskeið janúarmánaðar hafa verið mjög vel sótt. Við byrjuðum strax fyrstu helgina í janúar með kóreógrafíunámskeið í hópfimleikum, dagana 12.-13. janúar voru á dagskránni þjálfaranámskeið 1B og 2A og núna síðast liðna helgi 19.-20. janúar fór fram nýtt þjálfaranámskeið 2C. 

Við viljum þakka kennurum námskeiðanna kærlega fyrir þeirra vinnu, en að þessum fjórum námskeiðum komu eftirfarandi aðilar:

Anders Frisk, Anna Sóley Jensdóttir, Alek Ramezanpour, Fanney Magnúsdóttir, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Henrik Pilgaard, Hildur Ketilsdóttir, Hlín Bjarnadóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Jimmy Ekstedt, Katrín Pétursdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sandra Dögg Árnadóttir, Sif Pálsdóttir, Stefán H. Stefánsson, Þorgeir Ívarsson og Þórdís Ólafsdóttir.

Einnig þökkum við félögunum fyrir lán á húsnæði, Afturelding, Ármann, Fjölnir, Fylkir, Gerpla, Grótta og Stjarnan.

Næsta námskeið er nýtt námskeið í móttöku fyrir áhaldafimleika, en það fer fram sunnudaginn 17. janúar og er skráning opin í þjónustugátt FSí.

Last modified on Mánudagur, 21 Janúar 2019 11:12