Miðvikudagur, 13 Mars 2019 11:32

Námskeiðsfréttir

Þessi glæsilegi hópur lauk þjálfaranámskeiði 1B á Egilsstöðum síðast liðna helgi. Við þökkum þjálfurunum fyrir þátttökuna á námskeiðinu og vonum að það nýtist þeim í kennslu ungra fimleikabarna á Egilsstöðum.

Kennarar á námskeiðinu voru Aníta Líf Aradóttir, Fanney Magnúsdóttir og Sæunn Viggósdóttir, Fimleikasambandið þakkar þeim fyrir sína vinnu.

Móttaka 1 í áhaldafimleikum var haldið í fyrsta skipti um miðjan febrúar. Þar mættu 12 þjálfarar og lærðu grunnmóttökur í fimleikum, námskeiðinu lýkur með móttökuprófi í apríl. Fimleikasambandið þakkar Gerplu fyrir lánið á húsnæði og István Oláh (Karak) fyrir kennsluna.

 

 

Last modified on Miðvikudagur, 13 Mars 2019 12:05