Þriðjudagur, 18 Júní 2013 11:47

Reglur um félagaskipti

Á fundi stjórnar FSÍ þá voru samþykktar nýjar reglur um félagaskipti.  Þær eru að finna hér á heimasíðunni undir lög og reglugerðir ásamt eyðublaði sem fylla þarf út vegna félagaskipta. Megin inntak reglnanna er:

“Fimleikamenn 12 ára og eldri m.v fæðingarár, sem keppt hafa á mótum FSÍ á Íslandi og/eða á mótum UEG og/eða FIG erlendis, skulu tilkynna félagaskipti á Íslandi, til skrifstofu FSÍ skriflega, á þar til gerðu eyðublaði og greiða félagaskiptagjald.  Félagaskipti geta aðeins farið fram tvisvar á ári, frá 1.- 15. janúar og 1. ágúst – 15. september, að báðum dögum meðtöldum.

Til að félagaskiptin teljist  lögleg þarf  formaður aðalstjórnar eða fimleikadeildar þess félags er fimleikamaðurinn hverfur frá, að staðfesta með undirskrift sinni og stimpli félags að fimleikamaðurinn sé skuldlaus félaginu.

Sé tilkynningin ekki útfyllt í samræmi við ofanskráð, tilkynnir FSÍ  félaginu   sem fimleikamaðurinn óskar eftir að ganga úr um félagaskiptin með tölvupósti. Svari félagið ekki innan 30 daga frá dagsetningu tölvupóstsins, teljast félagaskiptin lögleg. 

FSÍ staðfestir  félagaskiptin á tölvupósti og frá hvaða tíma keppandi telst löglegur með nýja félaginu.“

 

Last modified on Mánudagur, 13 Janúar 2014 11:18