Miðvikudagur, 26 Júní 2013 13:50

Þjálfarar í áhalda- og hópfimleikum óskast

Reynslubolti í þjálfun áhaldafimleika

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir reynslumiklum þjálfara í hlutastarf til að sinna þjálfun áhaldafimleika efnilegra barna og unglinga sem eru að keppa í efri þrepum Íslenska fimleikastigans. Um er að ræða 10 - 15 tíma á viku en meiri vinna með yngri hópum kemur einnig til greina.  Í boði eru samkeppnishæf laun, ágætis aðstaða og framúrskarandi liðsandi. Ráðing verður frá og með 2. september eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hópfimleikaþjálfari sem þorir!

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir öflugum hópfimleikaþjálfara í hlutastarf til að sinna hópfimleikaþjálfun barna og unglinga sem setja markmiðið hátt fyrir komandi ár.  Um er að ræða 10 - 15 tíma á viku. Í Fimleikadeild Fjölnis er nú unnið markvisst að eflingu hópfimleika og leitum við því eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka slaginn með okkur í að koma Fjölni í fremstu raðir innan fárra ára. Í boði eru samkeppnishæf laun, ágætis aðstaða og framúrskarandi liðsandi. Ráðing verður frá og með 2. september eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Last modified on Miðvikudagur, 26 Júní 2013 13:56