Föstudagur, 28 Júní 2013 14:56

Heimsmeistaramót - úrtökumót 2013

Undirbúningur er hafinn fyrir heimsmeistarmótið í áhaldafimleikum sem verður haldið í Antwerpen Belgíu 30. september til 6. október 2013. Mótið er einstaklingskeppni.

Landsliðsþjálfarar karla og kvenna í áhaldafimleikum boða til úrtökumóta 20. og 23.ágúst.

Við óskum eftir skráningu frá félögum fyrir 8.ágúst 2013, með tölvupósti til FSÍ,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir þá keppendur sem ætla að taka þátt í mótinu.

Lágmörk kvenna eru 47 stig í fjölþraut. Við leitumst eftir að sérkröfur séu uppfylltar að mestu á öllum áhöldum. 

Lágmörk karla eru um 75 stig í fjölþraut. Við leitum eftir að sérkröfur séu uppfylltar að mestu á öllum áhöldum

 

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum

hjá Fimleikasambandi Íslands.

 

Last modified on Föstudagur, 28 Júní 2013 14:58