Mánudagur, 01 Júlí 2013 15:50

FIMAK leitar að yfirþjálfurum í hópfimleikum og áhaldafimleikum drengja

FIMAK er ört stækkandi félag með um 800 iðkendur innan sinna raða, æfingaraðstaðan er mjög góð og starfsandinn sömuleiðis. Félagið leggur mikla áherslu á að gera starfsfólki sýnu kleift að sækja sér menntun sem nýtist starfinu og býður samkeppnishæf laun. 

Yfirþjálfari í hópfimleikum hefur yfirumsjón með keppnishópum í hópfimleikum  ásamt því að þjálfa hópa og vinnur náið með yfirþjálfara félagsins, öðrum þjálfurum í hópfimleikum og framkvæmdastjóra. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af hópfimleikum og hefur áhuga á að móta starfið með okkur. Starfshlutfallið er 100% (eða minna eftir samkomulagi) og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  20. ágúst næstkomandi.  Allar nánari upplýsingar má fá hjá Erlu Ormars.  s. 848-7350 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Yfirþjálfari í áhaldafimleikm drengja hefur umsjón með grunn og keppnishópum drengja hjá félaginu sem og að þjálfa lengst komna keppnishóp félagsins.  Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt eða í hóp, hefur áhuga á að byggja upp áhaldafimleika drengja á Akureyri og móta starfið með okkur. Viðkomandi kemur til með að vinna náið með yfirþjálfara félagsins, öllum þjálfurum sem koma að strákaþjálfuninni og framkvæmdastjóra. Starfshlutfallið er 50-100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 20.ágúst næstkomandi. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Erlu Ormars. S. 848-7350 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

FIMAK getur einnig bætt við sig fleiri þjálfurum í grunnhópum stúlkna og drengja. 

Umsóknir óskast sendar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Last modified on Mánudagur, 01 Júlí 2013 15:54