Mánudagur, 02 September 2013 15:20

Kynningarfundur fyrir keppnisárið 2013-2014

Laugardaginn 14. September fer fram kynningarfundur THF, TKV og TK auk landsliðsþjálfara og sviðsstjóra. Markmið fundarins er að kynna þær breytingar sem gerðar hafa verið á keppnisreglum og kröfum móta. Einnig verður farið yfir lágmörk og kröfur til landsliðsverkefna á árinu 2013-2014. Sviðsstjórar fræðslu-,móta og landsliðsmála kynna einnig verkefni sem að þeim snúa. 

Mikilvægt er að sem flestir láti sjá sig enda nýjar reglur  í áhaldafimleikum kvenna og karla. Auk þess sem róttækar breytingar hafa verið gerðar í keppnisreglum í hópfimleikum. Yfirþjálfarar og dómarar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Fundurinn fer fram í sal D á 3. Hæð í ÍSÍ, kl.13:00. 

Vinsamlegast staðfestið komu á fyrir 10. September á netfangið:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Last modified on Mánudagur, 02 September 2013 15:22