Helgina 14.-15. október fer fram þjálfaranámskeið 1C á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er síðasta námskeiðið á fyrsta stigi þjáfaramenntunnar FSÍ.

Dagana 13.-14. og 16.-17. september fer fram dómaranámskeið, E-dómararéttindi í áhaldafimleikum kvenna. Góð þátttaka er á námskeiðinu og óskum við öllum góðs gengis bæði á námskeiðinu og við dómaraborðið í vetur.

Um helgina fer fram nýtt þjálfaranámskeið 2B, fyrri hluti. Seinni hluti námskeiðsins fer fram í janúar 2018. Góð þátttaka er á námskeiðinu og óskum við öllum góðs gengis um helgina.

Helgina 1.-3. september er mikið um að vera í námskeiðahaldi. Á dagskrá voru sex námskeið en lágmarksfjöldi náðist á fjögur af þeim. Því miður falla þá niður Móttökunámskeið 2 í Reykjavík og Þjálfaranámskeið 1B á Akureyri. 

Mennt er máttur!

Hér koma dagskrár námskeiða helgarinnar. 

Hér má sjá drög að mótaskrá fyrir keppnistímabilið 2017-18.

Mótaskráin á eftir að fara fyrir stjórn Fimleikasambandsins og því er um DRÖG að ræða. 

Staðfest mótaskrá verður birt um leið og samþykki stjórnar liggur fyrir.

Hér kemur fræðsludagskráin fyrir veturinn 2017-2018. Það er mikið af námskeiðum sem boðið verðu upp á í vetur og vonum við að sem flestir geti nýtt sér þau. 

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar fyrir fyrstu námskeið haustsins. Það er ýmislegt í boði og bendi ég sérstaklega á ný námskeið, sérgreinanámskeið 2B og námskeið fyrir leiðbeinendur leikskólahópa.

Vinsamlegast kynnið ykkur þessi námskeið vel. Drög að fræðsludagskrá hefur verið send á félögin og verður sett á heimasíðu þegar hún er fullbúin.

Námskeið í grunnþjálfun í fimleikum

Fimleikasamband Íslands býður íþróttafræðingum og íþróttakennurum upp á endurmenntunarnámskeið í fimleikakennslu fimmtudaginn17. ágúst næst komandi.

Námskeiðið verður haldið í Íþróttahúsi Kársnesskóla, Holtagerði, 200 Kópavogi frá kl.9-15.

 Á námskeiðinu verður farið yfir grunnþættir þjálfunar í fimleikum með áherslu á samhæfingu, styrk og liðleika, kenndar grunnæfingar á dýnu, stökki og í rimlum fyrir byrjendur og styttra komna framhaldshópa sem ætti að nýtast vel til fimleikakennslu í grunnskólum. Einnig verður farið í grunnæfingar fyrir parkour og íþróttin kynnt.

Kennarar á námskeiðinu eru Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sesselja Jarvela og Stefán Þór Friðriksson.

Námskeiðisgjald er 12.500 kr.


Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. ágúst. Skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala og netfang.

Tækninefnd í hópfimleikum hjá Evrópska sambandinu (UEG) hefur gefið út fimmtu útgáfu af fréttabréfi UEG. Í bréfinu má finna helstu breytingar sem gerðar verða á reglum í hópfimleikum, en nýjar reglur verða gefnar út í september.

Endilega kynnið ykkur þetta námskeið á vegum UEG. Pósur hefur verið sendur á félögin með þessum upplýsingum.

Umsókn þarf að berast til skrifstofu síðsta lagi 13.júlí, athugið að það eru einungis tvö laus pláss í hvern hluta. Fyllist ekki öll pláss er möguleiki á að senda fleiri þátttakendur.

Skrifstofa Fimleikasambandsins verður lokuð þegar skráningarfrestur rennur út, þess vegna biðjum við um skráningar frá ykkur fyrir 13.júlí.

 

Síða 11 af 33