Fimleikadeild Ármanns óskar eftir þjálfurum til starfa við þjálfun í grunnhópum í áhaldafimleikum karla og hópfimleikum fyrir haustið 2017.

 

Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu við þjálfun fimleika og hafi reynslu við að starfa með börnum. 

 

Deildin auglýsir eftir reynslumiklum þjálfurum og einnig þjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Mikilvægt er að viðkomandi er jákvæður, metnaðarfullur og hafi góða samskiptahæfileika. Hjá fimleikadeild Ármanns er frábær aðstaða til fimleikaiðkunar, krefjandi og skemmtileg verkefni, og mörg tækifæri til að vaxa í starfi. 

 

Allar nánari upplýsingar veitir Dóra Sigurjónsdóttir Rekstrarstjóri Fimleikadeildar Ármanns í síma 891-6676

 

Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og berist til skrifstofu fimleikadeildar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Tækninefnd í hópfimleikum stóð fyrir strákaæfingu miðvikudaginn 7. júní fyrir stráka fædda 2002-2008.  Vel var mætt á æfinguna en 25 strákar úr Stjörnunni, Aftureldungu og Selfossi æfðu saman undir stjórn Henrik Pilgaard, Kristinns Þórs Guðlaugssonar og Yrsu Ívarsdóttur.

Glæsilegur hópur og framtíðin er svo sannarlega björt!

Próf í móttöku 1 og 2

 

Þriðjudaginn 6. júní næst komandi verður boðið upp á prófdag í móttöku 1 og 2.  Prófið er ætlað fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki haft tök á að mæta í próf tengt sínu námskeiði.

Ég hvet alla sem hafa einhvern tímann tekið námskeið í móttöku en eiga eftir prófið í heild sinni eða að hluta til að mæta og klára námskeiðið. Þjálfarar þurfa að hafa þessi réttindi þegar þeir fylgja liði á mót næsta vetur.

Prófið fer fram í húsakynnum Fjölnis í Egilshöll þriðjudaginn 6. júní kl.19-22.

Prófdómarar eru Bjarni Gíslason, Kristinn Þór Guðlaugsson og Tanja Birgisdóttir.

Þjálfarar eru vinsamlegast beðnir að koma með 2 - 3 iðkendur sem geta stökkin á viðeigandi getustigi.

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ og skal lokið föstudaginn 2. júní, taka skal fram í dálknum lýsing hvort prófið viðkomandi tekur.

Lágmarks skráning í prófið er 10 manns. Náist ekki lágmarks skráning gefst þjálfurum tækifæri á að taka prófið eftir námskeið haustsins.

 

Fyrir hönd Fræðslunefndar FSÍ,
Helga Svana Ólafsdóttir,
Fræðslufulltrúi

 

Grótta leitar að fimleikaþjálfurum, vinsamlega kynnið ykkur viðhengi hér að neðan.

 

Hér í viðhengjum má finna skipulag og hópalista fyrir Íslandsmótið í Stökkfimi sem að fram fer í aðstöðu Fjölnis í Egilshöll í umsjón Fimleikadeildar Fjölnis.

 

 

Hér í viðhengi má finna skipulagið fyrir Subway Íslandsmótið sem að fram fer á Egilsstöðum 13. - 14. maí í umsjón fimleikadeildar Hattar.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir GK meistaramótið sem að fram fer í Gerplu 6. maí

Fimleikadeild Fylkis leitar af þjálfurum.

 

Auglýsingu má sjá í viðhengi

Fimleikadeild Ármanns auglýsir eftir yfirþjálfara.  Um er að ræða 100% stöðu hjá deildinni.  

 

Þekking á fimleikum, námskeið í fimleikaþjálfun frá FSÍ og dómararéttindi er kostur.

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og þjónustulund.

Skipulagður og með góða stjórnunarhæfileika.

Hreint sakavottorð.

 

Starið felur meðal annars í sér:

Almennt skipulag á starfsemi deildarinnar.

Yfirumsjón með hópaskipulagningu.

Mótun og markmið afreksstefnu deildarinnar.

Áhaldaskipulag.

Framkvæmd móta og sýningar á vegum deildarinnar.

Yfirumsjón með þjálfurum deildarinnar.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017. Nánari upplýsingar veitir Dóra Sigurjónsdóttir Rekstrarstjóri Fimleikadeildar í síma 891-6676.

 

Umsóknir eru trúnaðarmál og berist til skrifstofu fimleikadeildar á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hér má sjá skipulag fyrir Íslandsmót í hópfimleikum sem að fram fer 6. apríl 

Síða 12 af 33