Hér má sjá skipulag og hópalista fyrir Íslandsmót í þrepum 2017.

 

Mótið fer fram í Ármanni 1. - 2. apríl 2017

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Bikarmót í 3. - 1. þrepi og frjálsum æfingum.

 

Mótið fer fram í Björk

Hér má sjá skipulag fyrir WOW Bikarmótið sem að fram fer í Ásgarði Stjörnunni 11. - 12. mars.

 

 

Hér í viðhengi má finna skipulag og hópalista fyrir Bikarmót í Stökkfimi. Mótið fer fram í Íþróttahúsinu Vesturgötu á Akranesi í umsjón Fimleikadeildar Akraness laugardaginn 4. mars 2017.

 

 

Hér í viðhengjum má sjá skipulag fyrir Bikarmót í 4. - 5. þrepi.

Mótið er tvískipt og keppa stúlkur í Ásgarði ( Stjarnan), Garðabæ og strákar í Björk, Hafnarfirði.

Hér má sjá skipulag fyrir Bikarmót unglinga í TeamGym. Mótið fer fram í Gerplu helgina 25. - 26. febrúar 2017.

 

Hér má sjá skipulag fyrir Topp mótið í hópfimleikum sem að fram fer í Gerplu laugardaginn 18. febrúar.

 

27.janúar 2017

 

Í fyrsta skipti á Íslandi!

Parkour – þjálfaranámskeið

 

Fimleikasamband Íslands stendur í fyrsta skipti fyrir þjálfaranámskeiði sérsniðið að Parkour þjálfurum. Námskeiðið verður haldið dagana 1.-2.apríl, kl. 9-16 báða dagana.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem þjálfa parkour eða langar að kynnast íþróttinni betur.  Þátttakendur þurfa ekki að hafa neinn grunn í greininni.

Farið verður í kennslufræði, kennsluaðferðir, móttöku og hvernig námskeið eru byggð upp fyrir þjálfara framtíðarinnar. Námskeiðið er einnig verklegt og þátttakendur beðnir að mæta í viðeigandi fatnaði.

 Það er val um að taka annan daginn eða báða.

Á laugardeginum 1.apríl verður farið í parkour og freerunning.

Á sunnudeginum 2. apríl verður áherslan á tricking.

 Kennari á námskeiðinu er Ahmed Al-Breihi. Ahmed hefur stundað Parkour og tricking síðan 2002 og er með þriðja svarta beltið í Taekwondo. Hann vann að því að koma íþróttinni inn hjá Sænska Fimleikasambandinu og vinnur hjá sambandinu sem verkefnastjóri.

 

Staðsetning námskeiðsins er í salarkynnum Fimleikadeildar Fjölnis í Egilshöll.

Námskeiðisgjald er 9.000kr. fyrir annan daginn og 15.000kr. fyrir báða dagana.

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 24.mars, tekið skal fram í athugasemdir hvort annar dagurinn eða báðir séu valdir.

 Þeir sem eru ekki með aðgang að þjónustugáttinni senda skráningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur nafn, kennitala, netfang og hvort annar dagurinn eða báðir séu valdir.

 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir,

fræðslufulltrúi

 

 

 

Dómaranámskeið 27. – 29. janúar 2017

Dagskrá:

Fös

17:00 - 18:30

Almennar E reglur

18:30 - 20:00

Almennar D reglur

Laugardagur

09:00 - 10:30

Gólf

10:30 - 12:00

Bogi

13:00 - 14:30

Hringir

14:30 - 15:00

Stökk

15:00 - 16:30

Tvíslá

16:30 - 18:00

Svifrá

Sunnudagur

09:00 - 11:00

Æfingatími með kennara

11:00 - 12:00

Upplýsingar um próf, spurningar og svör

12:45 - 13:45

Fræðilegt próf

14:00 - 17:00

Verklegt próf

 

Undirbúningur:

Gert er ráð fyrir að verðandi dómarar kunni skil á gildum helstu æfinga sem eru framkvæmdar á Íslands- og Norðurlandamótum, ásamt frádráttartöflum. Til upprifjunar er gott að fara yfir Code of Points, en til að læra æfingarnar enn betur er gott að ná í Appið COP Study 2020 sem fæst bæði fyrir iOS og Android.

Á námskeiðinu verður farið yfir almenna D og E dómgæslu ásamt breytingum frá seinasta hring á hverju áhaldi. Frádráttartöflurnar verða teknar fyrir en mikilvægt að hafa kynnt sér þær vandlega fyrirfram. Mikið verður um æfingadómgæslu, enda best að læra með því að æfa sig.

 

Hlakka til að sjá ykkur öll!

Fyrir hönd TK,

 

Anton

Síða 13 af 33