Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum

 

 

Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum fer fram sunnudaginn 6.nóvember kl.9:00-15:00 á Selfossi.

Á námskeiðinu er kennd móttökutækni í öllum helstu grunnæfingum sem framkvæmdar eru á bæði dýnu og trampólíni í hópfimleikum. 

Kennari á námskeiðinu er Henrik Pilgaard.

Þátttakendur verða beðnir um að mæta með 2 - 3 nemendur á námskeiðið til að sýna og æfa móttökur.

 

Námskeiði lýkur með verklegu prófi á báðum áhöldum sem fara fram á tímabilinu 

7.-14.janúar 2017. Nánari upplýsingar berast síðar.

Staðsetning námskeiðsins: Íþróttahús Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1, Selfossi

Námskeiðsgjald er 10.000  kr 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ. 

 

Skráning skal berast ekki seinna en 4.nóvember. Athugið að skráning er bindandi. 

 

Fyrir hönd FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Hér í viðhengjum má finna eftirfarandi skipulög:

 

Haustmót 1 í hópfimleikum sem fram fer í Ásgarði, Garðabæ í umsjón fimleikadeildar Stjörnunnar

Haustmót 2 í hópfimleikum sem fram fer í íþróttahúsinu Vesturgötu, Akranesi í umsjón Fimleikadeildar ÍA.

Hér í viðhengi má finna skipulag og hópalista fyrir Haustmót í 3.,2.,1. þrepi og frjálsum æfingum. Mótið fer fram í umsjón Fimleikadeildar Fjölnis i nýju og glæsilegu húsnæði félagsins í Egilshöll.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Haustmót í 4. og 5. þrepi sem að fram fer á Akureyri 29. - 30. október.

 

**** Hópalisti uppfærður 26.október 2016

Hér má sjá skipulag og hópalista fyrir TM mótið í áhaldafimleikum sem fram fer í Björk, laugardaginn 8. október.

 

Fimleikadeild Gróttu óskar eftir hópfimleika- og áhaldafimleikaþjálfara í hlutastaf í vetur.

 

Nánari upplýsingar má sjá hér í viðhengi.

Fimleikadeild Aftureldingar er ört stækkandi félag í Mosfellsbæ með rúmlega 300 iðkendur frá 3 ára og upp úr og hópa fyrir fólk á öllum aldri.

 

Við leitum að hópfimleika þjálfurum bæði í fullt starf og hlutastarf í vetur.

 

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem:

• hafa íþróttafræðimenntun eða reynslu af fimleikaþjálfun/fimleikaiðkun. Kostur er ef þjálfari hefur sótt námskeið á vegum FSÍ.

• hafa áhuga og gaman að því að vinna með börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd.

• Hafa áhuga á því að vinna með okkur að uppbyggingu félagsins.

 

Við bjóðum upp á stórglæsilega aðstöðu í nýju fimleikahúsi og samkeppnishæf laun. 

 

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn eða fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Antonsdóttir yfirþjálfari deildarinnar í síma 775-1025 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Hér í viðhengjum má finna auglýsingar fyrir þjálfaranámskeið 1A og 1C sem fram fara í Reykjavík í september.

Fimleikasamband Íslands býður íþróttafræðingum og íþróttakennurum upp á endurmenntunarnámskeið í fimleikakennslu þann 17. ágúst nk.

 

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, nánari staðsetning auglýst síðar, og er frá kl. 9:00 - 15:00.

 

Á námskeiðinu verður yfir grunnþættir þjálfunar í fimleikum með áherslu á samhæfingu, styrk og liðleika, kenndar grunnæfingar á dýnu, stökki og í rimlum fyrir byrjendur og styttra komna framhaldshópa sem ætti að nýtast vel til fimleikakennslu í grunnskólum.

 

Námskeiðsgjald er 12.500 kr.

Nánari upplýsingar um skráningu má sjá hér í viðhengi.

Skrifstofa Fimleikasambands Íslands verður lokuð fram til þriðjudagsins 2. ágústs vegna sumarleyfa.

Síða 14 af 32