Þjálfaranámskeið FSÍ 

Sérgreinahluti 1B

 

 

Helgina 14.-15. janúar 2017 verður haldið þjálfaranámskeið FSÍ sérgreinahluti 1B á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er 20 kennslustundir og ætlað þeim þjálfurum sem hafa lokið sérgreinahluta 1A í fimleikum.

 

Í bóklegum hlutum er kennd þjálffræði, líkamsbeiting og móttaka, fimleikasýningar og samskipti þjálfara. 

 

Í verklegum hlutum fara allir þátttakendur í vinnubúðir í líkamsbeitingu og móttöku á ýmsum áhöldum. Þátttakendur hafa svo val á tveimur verklegum hlutum:

 

a) grunnþættir í kóreógrafíu fimleika, tónlist, hreyfing og grunnæfingar

b) grunnæfingar í áhaldafimleikum karla, bogahestur, hringir og tvíslá 

 

 

Kennarar á námskeiðinu eru Axel Ólafur Þórhannesson, Berglind Pétursdóttir, Fanney Magnúsdóttir, Helga Svana Ólafsdóttir, Sandra Dögg Árnadóttir og Sæunn Viggósdóttir. 

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 30.desember. Tekið skal fram í lýsingu um val A eða B í verklegum hluta.

 

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 15 manns.

 

Námskeiðisgjald er 15.000 kr.

 

 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir,

fræðslufulltrúi

 

 

 

 

 

17. nóvember 2016

 

Móttökunámskeið 2 í hópfimleikum

 

 

Móttökunámskeið 2 í hópfimleikum fer fram föstudaginn 6.janúar kl.16-22 í Íþróttahúsinu Ásgarði, Stjörnunni.

Námskeiðið er framhald af móttökunámskeiði 1. Farið er yfir móttökutækni í flóknari æfingum sem kenndar eru á dýnu og trampólíni í hópfimleikum. Á dýnu verður farið í araba – flikk – straight með skrúfum og tvöfalt heljarstökk.  Á trampólíni, tvöföld heljarstökk með snúningum,  yfirslag framheljar og TSU á hesti.  Ætlast er til að þjálfarar sem sækja þetta námskeið séu búnir að taka móttökunámskeið 1 og öll sérgreinanámskeið FSÍ á fyrsta stigi (1A,1B og 1C).

 

Kennarar á námskeiðinu er Henrik Pilgaard og Niclaes Jerkeholt.

Þátttakendur þurfa ekki að taka með sér nemendur á námskeiðið frekar en þeir vilja, Stjarnan ætlar í þetta skipti að vera með nóg af iðkendum til aðstoðar.

 

Námskeiði lýkur með verklegu prófi á báðum áhöldum sem fara fram á tímabilinu 

18.-25.apríl 2017. Nánari upplýsingar berast síðar.

 

Staðsetning námskeiðsins: Íþróttahúsið Ásgarður, Stjanan

Námskeiðsgjald er 10.000  kr 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 20.desember. 

 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar,

Helga Svana Ólafsdóttir,

 fræðslufulltrúi

 

 

17.nóvember 2016

 

 

 

 

Þjálfaranámskeið FSÍ

Sérgreinahluti 2A

 

Helgina 7.-8. janúar 2017 verður haldið þjálfaranámskeið FSÍ sérgreinahluti 2A á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er 20 kennslustundir og ætlað þeim fimleikaþjálfurum sem hafa lokið bæði almennum hluta ÍSÍ og öllum sérgreinahlutum FSÍ á stigi 1.

Í bóklegum hlutum er kennd aflfræði í fimleikum, þrekþjálfun og teygjur. 

Í verklegum hlutum eru kenndar æfingar framhaldshópa í teygjum, gólfæfingar t.d. tengingar, heljarstökk og snúningar. 

Þátttakendur hafa val um að taka: 

a) áhaldafimleikar, stökk (saman kk og kvk) og æfingar á rám (tvíslá kvk og svifrá kk)

b) hópfimleikar, æfingar á litlu trampólíni með og án stökkhests.

 

Kennarar á námskeiðinu eru Hlín Bjarnadóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Sandra Dögg Árnadóttir og Henrik Pilgaard

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir 20.desember. Tekið skal fram í lýsingu um val A eða B í verklegum hluta.

 

Lágmarks þátttaka á námskeiðið er 15 manns.

 

Námskeiðsgjald er 17.000 kr 

 

Fyrir hönd fræðslunefndar FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir,

fræðslufulltrúi

 

Máttur sjúkraþjálfun á Selfossi stendur fyrir námskeiði um meiðsli og forvarnir fimleikafólks ætlað fimleikaþjálfurum.  Kennari á námskeiðinu er Dr. David Tilley, sjúkraþjálfari og fimleikaþjálfari. Nánari upplýsingar um hann er að finna á www.shiftmovementscience.com . Námskeiðið verður haldið 28.janúar 2017 í Íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi kl. 9-17.  Verð fyrir námskeiðið er 10.000 kr. berist skráning fyrir 1.desember en 14.000 kr. berist skráning síðar. Hádegismatur og kaffi er innifalið í verði.

Skráning og upplýsingar um greiðslu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATH. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið!

 

Dómaranámskeið KK nýjir E-dómarar 19. - 20. nóvember 2016

 

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu. Farið er yfir frádráttar punkta á hverju áhaldi fyrir sig. Þátttakendur þurfa að vera fæddir 2001 eða fyrr.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum ÍSÍ Engjavegi 6, sal C.

 

Dagskrá

Laugardagur 19.nóvember

9:00 – 12:00 Fyrirlestur

Hádegishlé

13:00 – 16:00 Fyrirlestur

Sunnudagur 20.nóvember

10:00 – 12:30 Fyrirlestur og próf

Kennari á námskeiðinu er Anton Heiðar Þórólfsson.

 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ

Námskeiðisgjald er 10.000 krónur.

Skráningarfrestur á námskeiðið er 11. nóvember 

 

Fyrir hönd FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum

 

 

Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum fer fram sunnudaginn 6.nóvember kl.9:00-15:00 á Selfossi.

Á námskeiðinu er kennd móttökutækni í öllum helstu grunnæfingum sem framkvæmdar eru á bæði dýnu og trampólíni í hópfimleikum. 

Kennari á námskeiðinu er Henrik Pilgaard.

Þátttakendur verða beðnir um að mæta með 2 - 3 nemendur á námskeiðið til að sýna og æfa móttökur.

 

Námskeiði lýkur með verklegu prófi á báðum áhöldum sem fara fram á tímabilinu 

7.-14.janúar 2017. Nánari upplýsingar berast síðar.

Staðsetning námskeiðsins: Íþróttahús Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1, Selfossi

Námskeiðsgjald er 10.000  kr 

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ. 

 

Skráning skal berast ekki seinna en 4.nóvember. Athugið að skráning er bindandi. 

 

Fyrir hönd FSÍ,

Helga Svana Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Hér í viðhengjum má finna eftirfarandi skipulög:

 

Haustmót 1 í hópfimleikum sem fram fer í Ásgarði, Garðabæ í umsjón fimleikadeildar Stjörnunnar

Haustmót 2 í hópfimleikum sem fram fer í íþróttahúsinu Vesturgötu, Akranesi í umsjón Fimleikadeildar ÍA.

Hér í viðhengi má finna skipulag og hópalista fyrir Haustmót í 3.,2.,1. þrepi og frjálsum æfingum. Mótið fer fram í umsjón Fimleikadeildar Fjölnis i nýju og glæsilegu húsnæði félagsins í Egilshöll.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Haustmót í 4. og 5. þrepi sem að fram fer á Akureyri 29. - 30. október.

 

**** Hópalisti uppfærður 26.október 2016

Hér má sjá skipulag og hópalista fyrir TM mótið í áhaldafimleikum sem fram fer í Björk, laugardaginn 8. október.

Síða 14 af 32