Þessi glæsilegi hópur lauk þjálfaranámskeiði 1B á Egilsstöðum síðast liðna helgi. Við þökkum þjálfurunum fyrir þátttökuna á námskeiðinu og vonum að það nýtist þeim í kennslu ungra fimleikabarna á Egilsstöðum.

Kennarar á námskeiðinu voru Aníta Líf Aradóttir, Fanney Magnúsdóttir og Sæunn Viggósdóttir, Fimleikasambandið þakkar þeim fyrir sína vinnu.

Móttaka 1 í áhaldafimleikum var haldið í fyrsta skipti um miðjan febrúar. Þar mættu 12 þjálfarar og lærðu grunnmóttökur í fimleikum, námskeiðinu lýkur með móttökuprófi í apríl. Fimleikasambandið þakkar Gerplu fyrir lánið á húsnæði og István Oláh (Karak) fyrir kennsluna.

 

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Bikarmót í 3. - 1. þrepi og frjálsum æfinum.

Mótið fer fram í Fjölni dagana 2. - 3. mars 2019.

 

Hér í viðhengjum má finna skipulag fyrir Bikarmót í 4. - 5. þrepi.

 

Drengja hlutinn fer fram í Bjök og stúlku hlutinn fer fram í Stjörnunni.

ATH - Uppfært 18.2.2019

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Bikarmót Unglinga en mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Vallarskóla á Selfossi daganna 2. - 3. mars.

 

Hér í viðhengjum má sjá skipulag og hópalista fyrir Þrepamót 3. Mótið fer fram daganna 9. - 10. febrúar og mótshaldari er Fjölnir.

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir WOW Bikarmótið sem fram fer í íþróttahúsinu Iðu, Selfossi helgina 23. - 24. febrúar.

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Þrepamót 2. En þar er keppt í 4. þrepi kvenna og 4. og 5. þrepi karla.

Mótið fer fram í Laugardalshöll og er haldið af Ármanni og Fylki.

 

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Þrepamót 1 - En mótið fer fram í Björk daganna 26. - 27. janúar

Helgina 9.-10. mars fer fram þjálfaranámskeið 1B á Egilsstöðum. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið sérgreinanámskeiði 1A. Skráning er opin í þjónustugátt FSÍ og lokast þriðjudaginn 26. febrúar.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu námskeiðsins.

Námskeið janúarmánaðar hafa verið mjög vel sótt. Við byrjuðum strax fyrstu helgina í janúar með kóreógrafíunámskeið í hópfimleikum, dagana 12.-13. janúar voru á dagskránni þjálfaranámskeið 1B og 2A og núna síðast liðna helgi 19.-20. janúar fór fram nýtt þjálfaranámskeið 2C. 

Við viljum þakka kennurum námskeiðanna kærlega fyrir þeirra vinnu, en að þessum fjórum námskeiðum komu eftirfarandi aðilar:

Anders Frisk, Anna Sóley Jensdóttir, Alek Ramezanpour, Fanney Magnúsdóttir, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Henrik Pilgaard, Hildur Ketilsdóttir, Hlín Bjarnadóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Jimmy Ekstedt, Katrín Pétursdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sandra Dögg Árnadóttir, Sif Pálsdóttir, Stefán H. Stefánsson, Þorgeir Ívarsson og Þórdís Ólafsdóttir.

Einnig þökkum við félögunum fyrir lán á húsnæði, Afturelding, Ármann, Fjölnir, Fylkir, Gerpla, Grótta og Stjarnan.

Næsta námskeið er nýtt námskeið í móttöku fyrir áhaldafimleika, en það fer fram sunnudaginn 17. janúar og er skráning opin í þjónustugátt FSí.

Síða 3 af 32