Fimleikaárið 2015-2016

 

 

 

Vilt þú vinna sem þjálfari í hópfimleikum í nýrri og glæsilegri aðstöðu?

 

 

 

Fimleikadeild Aftureldingar Mosfellsbæ, leitar að metnaðarfullum fimleikaþjálfurum til að taka þátt í uppbyggingu á deildinni í glænýju og glæsilegu fimleikahúsi sem tekið var í notkun haustið 2014.

 

 

 

Fimleikadeild Aftureldingar er ört stækkandi deild og er nú með um 300 iðkendur frá 2 ára aldri til fullorðinna.

 

 

 

 
  cid:ii_i1uwnxrp3_1495cc40582a7241

 


Starfið felur í sér:

 

  • Þjálfun hópa

  • Skipuleggja æfingar og þátttöku á mótum

  • Fara með hópa á æfingar- og byrjendamót

  • Taka þátt í skipulagningu atburða á vegum félagsins

  • Taka þátt í þróun og mótun félagsins.

 

 

 

 

 

 

 

Við leitum að fimleikaþjálfurum með reynslu af hópfimleikum og þjálfaragráðu í fimleikum eða sambærilega menntun.  Sérstaklega er óskað eftir stökkþjálfara með reynslu en umsóknir þjálfara með minni reynslu verða einnig teknar til greina.  Mjög spennandi tækifæri í boði fyrir réttan aðila.  Áhugasamir vinsamlega sendið umsóknir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

 

 
  cid:ii_i1uwnxr31_1495cc40582a7241

 


Stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar

 

 

 

 

 

 
  cid:ii_i1uwnxqr0_1495cc40582a7241

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimleikadeild Ungmennafélags Stokkseyrar óskar eftir að ráða yfirþjálfara frá og með 1. september 2015. Umsækjandi þarf að hafa menntun og reynslu af fimleikaþjálfun, áhuga og metnað fyrir starfi sínu og sína gott fordæmi. Æskilegt er að viðkomandi sé 20 ára eða eldri.

 

Fimleikadeildin var stofnuð árið 2007 og hefur hún vaxið og dafnað jafnt og þétt í gegnum árin. Aðstaða hennar er staðsett í íþróttahúsinu á Stokkseyri og er deildin komin með gott og nytsamlegt áhaldasafn. Að meðaltali æfa um 60 börn á ári hjá deildinni, og eru þau búsett á Stokkseyri, Eyrarbakka og í nærsveitum.

 

Markmið deildarinnar er að veita börnunum ánægju og gleði af íþróttaiðkun sinni, og er hvatning, kjarkur og vinátta einkunnarorð hennar.

 

Áhugasamir sendi ferilskrá á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Góð laun í boði fyrir rétta aðila.

 

Sæl verið þið,

 

Meðfylgjandi er boð á FIG WAG level 2 Academy í áhaldafimleikum sem fer fram í Ghent dagana 25. júlí – 1. ágúst. Tilnefningar um þjálfara þarf að berast til okkar á föstudaginn í síðastalagi.

 

FSÍ greiðir ekki kostnað fyrir námskeiðið en skráning þarf að fara í gegnum okkur, áhugasamir einstaklingar sendið okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Með bestu kveðju,

FSÍ

 

 

Sæl verið þið,

 

Meðfylgjandi er boð á FIG level 2 Academy í áhaldafimleikum sem fer fram í Osló 9. – 16. ágúst.

 

FSÍ greiðir ekki kostnað fyrir námskeiðið en skráning þarf að fara í gegnum okkur, áhugasamir þjálfarar endilega sendið á okkur línu.

 

Með bestu kveðju,

 

FSÍ

Sæl,

 

Dagana 9. – 11. október 2015 fer fram námskeið á vegum UEG sem ber nafnið „Gymnastics for Fun 2015“ og má sjá hér að neðan nánari upplýsingar um námskeiðið.

 

Endilega látið okkur vita ef þið hafið áhuga á að senda þjálfara á námskeiðið með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., þess ber þó að geta að félagið greiðir tilfallandi kostnað, ekki FSÍ. FSÍ sér þó um að skrá á námskeiðið.

__________________________________________________________________________________________________________________________________________

 

Welcome to the 1st UEG Seminar “Gymnastic for Fun” in Sweden!  

 

This Seminar will improve your knowledge and give you ideas on how to create and develop attractive gymnastics, built on physical training and gymnastic elements. It will be combined with lectures, practical parts, discussions and group studies so that all can share their experiences. 

 

Target Group

This Seminar is for coaches and persons responsible for children and youth in Gymnastic for All. The minimal age is 18 years old.  All registrations must be sent by the National Federations to the Swedish Gymnastics Federation before August 30th, 2015. 

 

The instructors

The Seminar will be held in English and presented by international lecturers and instructors from different countries being very experienced in this field.  

 

Start and finish time

The Seminar will start at 1pm on Friday October 9th, 2015 and will finish at 1pm on Sunday October 11th, 2015 with lunch.  

 

Location

The Seminar will be organised at Lillsveds folkhögskola, 50km from the centre of Stockholm. Transport will be organised by bus from the central station and will take about 50 min.  For more information on Lillsved: www.lillsved.se  

 

Registration

Each National Federation has the opportunity to register two participants. The National Federations are allowed to ask for more participants; if there will be enough places, the registration will be accepted. The registration form must be sent to the Swedish Gymnastics Federation before August 30th, 2015.  

 

Costs  

There is no participation fee. Costs for travel, accommodation and meals have to be assumed by the NF. 

 

Accommodation and meals

Costs for a double room: 120 Euros per night/person, full board.  If you want to have a single room, the costs increase by 30 Euro per night.  

 

If you have questions regarding the registration please contact the UEG Office, E-mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. For more information about the Seminar please contact Maria Stahl (the responsible TC member), E-mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

We look forward to welcome you in Sweden!

______________________________________________________________________________________________________________________________________________

 

Með bestu kveðju,

 

Fimleikasamband Íslands

 

Yfirþjálfari áhaldafimleika

 

Fimleikadeild Keflavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara í áhaldafimleikum.

 

Okkur vantar þjálfara sem mun hafa yfirumsjón yfir áhaldafimleikum í deildinni.

 

Hluti af vinnutímanum fer í að þjálfa hópa og hluti í utanumhald og skipulagningu. Starfið sem umræðir er 100 % starf.

 

 

 

Fimleikadeild Keflavíkur er ört stækkandi deild í Reykjanesbæ. Nú þegar erum við með 4 þjálfara í fullu starfi og marga í hluta starfi, við viljum ólm bæta við góðum þjálfurum í hópinn okkar. Iðkenda fjöldi deildarinnar er kominn yfir 500 iðkendur og fer deildin stækkandi með hverjum mánuðinum sem líður.

 

Við bjóðum upp á :

 

 

 

Fimleikaþjálfarar / íþróttakennarar athugið!

 

 

 

Fimleikafélagið Björk leitar að þjálfurum og/eða íþróttakennurum til starfa frá haustönn 2015.  Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf, til lengri eða skemmri tíma.  Við leitum að einstaklingum með menntun, reynslu og metnað í eftirfarandi störf:

 

- Þjálfari fyrir keppnishópa stúlkna í áhaldafimleikum.

 

- Þjálfari fyrir keppnishópa í hópfimleikum.

 

- Þjálfari fyrir almenna fimleika stúlkna og pilta.

 

 

 

Fimleikafélagið Björk er eitt elsta fimleikafélag landsins og á sér glæsta sögu.  Félagið hefur vaxið umtalsvert á liðnum árum býr við góða aðstöðu fyrir iðkendur og starfsfólk.

 

 

 

Áhugasamir sendið upplýsingar eða fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (s. 899 2694).  Fyllsta trúnaðar gætt. 

 

Yfirþjálfari elsta stigs Fimleikadeild Selfoss

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir að ráða yfirþjálfara elsta stigs hópfimleika.  Á elsta stigi eru þeir hópar sem eru í  öðrum, fyrsta og meistaraflokki.  Yfirþjálfun er yfirgripsmikið starf og krafist er dómaraprófs í hópfimleikum.  

Viðkomandi þarf að vera agaður í vinnubrögðum, búa yfir skipulagshæfileikum og vera góður í mannlegum samskiptum.  Yfirþjálfari þarf að hafa reynslu af þjálfun keppnishópa og geta þjálfað a.m.k. 7-10 tíma á viku á aldursstiginu.  Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa 1.ágúst 2015 eða í síðasta lagi 1.september 2015

 

Umsóknum skal skilað inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   Umsóknarfrestur er til og með 31.maí en nánari upplýsingar um starfið og starfslýsingu má fá hjá Olgu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra.  Netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 482-1505. 

Síða 23 af 34