Helgina 7 - 9 nóvember fer fram dómaranámskeið í hópfimleikum. Auglýsingu námskeiðisins má finna í viðhengi hér að neðan.

Skráningarfrestur vegna Gymnaströdu í Helsinki á næsta ári hefur verið framlengdur til 1. nóvember 2014.

Við hvetjum ykkur til þess að skrá ykkar félag þar sem um einstaka upplifun er að ræða.

Heimasíðu viðburðarins getið þið nálgast hér.

Látið þessa ferð ekki fram hjá ykkur fara.

Fimleikadeild Ármanns leitar að Aðalþjálfara Grunnhópa í 50% starf

Viðkomandi þarf helst að geta byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni:

• Skipuleggja starf grunnhópa og útbúa stundaskrár

• Umsjón með þjálfurum og afleysingaþjálfurum

• Samskipti og þjónusta við iðkendur og forráðamenn

• Halda utanum skráningarlista grunnhópa

Hæfniskröfur:

• Íþrótta- og/eða kennaramenntun æskileg

• Framúrskarandi skipulagshæfileikar

• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna undir álagi

• Góð tölvukunnátta og frumkvæði í starfi

Um er að ræða 50% starf og laun samkvæmt samkomulagi.

Umsókn skal senda á Framkvæmdastjóra fimleikadeildar Ármanns, Lárus Pál Pálsson á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt umsókn, umsækjendur skulu senda ferilskrá með umsókninni.

Allar nánari upplýsingar veitir Lárus Páll í síma 862 2432.

Umsóknarfrestur er til 25. október.

Fimleikadeild Fylkis óskar eftir að ráða þjálfara sem hafa kunnáttu og reynslu í að kenna öll stig í þrepum þ.e. einn þjálfara með 6 og 5 þrep og annan með 4 og 3 þrep.

Einnig óskum við eftir aðstoðarþjálfurum.

Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Ósk This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Oláh István yfirþjálfara This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Stjórn fimleikadeildar Fylkis.                                 

Í viðhengi má finna keppnisreglur í hópfimleikum fyrir fimleikaárið 2014 - 2015.

Fimleikadeild Keflavíkur leitar eftir hópfimleikaþjálfara í fullt starf og/eða hlutastarf.  Viðkomandi þarf að hafa menntun og reynslu sem fimleikaþjálfari. Við leitum eftir einstaklingi sem er tilbúinn að vinna með öllum aldursflokkum og til í að byggja upp ört stækkandi fimleikadeild með stjórn deildarinnar. Iðkendafjöldinn hjá fimleikadeild Keflavíkur er að nálgast 500 iðkendur. Sanngjörn laun í boði. Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdarstjóra deildarinnar í síma 864-1842 eða í gegnum tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10.október 2014

 

Fimleikadeild Keflavíkur leitar eftir þjálfara í áhaldafimleikum í fullt starf og/eða hlutastarf.  Viðkomandi þarf að hafa menntun og reynslu sem fimleikaþjálfari. Við leitum eftir einstaklingi sem er tilbúinn að vinna með öllum aldursflokkum og til í að byggja upp ört stækkandi fimleikadeild með stjórn deildarinnar. Iðkendafjöldinn hjá fimleikadeild Keflavíkur er að nálgast 500 iðkendur. Sanngjörn laun í boði. Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdarstjóra deildarinnar í síma 864-1842 eða í gegnum tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. október 2014

 

Meðfylgjandi er skipulag fyrir Fyrirtækjamót FSÍ. Mótið fer fram Laugardaginn 27. september 2014 og er í umsjón fimleikadeildar Bjök og fer fram í húsnæði félagsins við Haukahraun 1 í Hafnarfirði.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum mótsins í beinni á slóðinni:

http://score.sporteventsystems.se/default.aspx

 

 

 

 

„NÝTT“

 

Þjálfaranámskeið FSÍ

 

með Tony Retrosi USA - gymmomentum.com

 

20. – 21. september 2014

 

 

 

Námskeiðið er áður auglýst á vegum FSÍ og fer fram í Reykjavík, bóklegir tímar í ÍSÍ og verklegir í Laugarbóli Ármanni. Fræðslunefnd hvetur fimleikaþjálfara að nýta sér þetta frábæra tækifæri.

 

Dagskrá

 

Laugardagur 20. september:

 

13:00 – 13:45

 

Ársáætlun í áhaldafimleikum, æfinga- og keppnistímabil, bóklegt ÍSÍ.

 

14:00 – 16:00

 

Æfingar á stökki Yurchenko stökk og yfirslag framheljarstökk, verklegt Ármann.

 

 

 

Sunnudagur 21. september:

 

10:00 – 12:00

 

Að efla áhugahvöt iðkenda í fimleikum.

 

Hvernig verð ég betri þjálfari ?         bóklegt ÍSÍ

 

13:00 – 16:00

 

Æfingar á gólfi, skrúfur fram og aftur, tvöföld heljarstökk, verklegt Ármann.

 

 

 

Vegna óska er gerð breyting á verðskrá:

 

Verð fyrir heilt námskeið 12.000 kr.

 

Verð fyrir bóklega hluta báða daga eða annan 2500 kr.

 

Heill sunnudagur 8000 kr.

 

 

 

Fræðslunefnd FSÍ

 

Í viðhengi má finna fræðsludagskrá FSÍ fyrir veturinn 2014 - 2015.

Minnum á að Félagaskiptaglugginn lokar 15. september sem er mánudagurinn í næstu viku.

Allir einstaklingar 12 ára og eldir þurfa að tilkynna skipti til að verða gjaldgeng með nýju félagsliði. Hægt er að finna eyðublaðið sem fylla þarf út og skila á skrifstofu á þessari slóð:

http://fimleikasamband.is/index.php/loeg-og-reglugerdhir/reglugerdhir-fsi/felagaskipti/eydhubladh-vegna-felagaskipta 

Einnig má finna reglur um félagaskipti hér:

http://fimleikasamband.is/index.php/loeg-og-reglugerdhir/reglugerdhir-fsi/felagaskipti/reglur-um-felagaskipti 

Síða 24 af 32