Fræðslunefnd Fimleikasambands Íslands kynnir:

 

 

Fræðslukvöld um mótahald í fimleikum og nýtt tölvukerfi á mótum FSÍ verður haldið miðvikudaginn 19. nóvember kl 20:00 – 21:30 í húsnæði ÍSÍ. Sal E á 3. hæð.

 

Fræðslan er ætluð stjórnarfólki  fimleikafélaga og -deilda og áhugafólki um mótahald í fimleikum.

 

Hlín Bjarnadóttir mun fjalla um undirbúning, framkvæmd og starfsfólk á fimleikamótum, Íris Svavarsdóttir fjallar um skráningar á mót FSÍ og Kristinn Arason kynnir nýtt tölvukerfi á mótum FSÍ.

 

 

 

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að mæta.

 

 

 

Skráning fer fram á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og lýkur mánudaginn 17. nóvember

 

 

 

 

 

 

 

Í viðhengi má finna skipulag fyrir Haustmót 2 sem fram fer í Gerplu um helgina. Á mótinu er keppt í 3., 2., 1., þrepi og frjálsum æfingum.

Miðvikudaginn 5. nóvember verður opinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Þar mun Margrét Sigmarsdóttir upppeldissálfræðingur fjalla um erfið foreldrasamskipti og leiðir til að gera samskiptin árangursríkari.

Farið verður yfir gagnlegar aðferðir í virkum samskiptum, lausnaleit og tilfinningastjórnun. Sjónarhorn þjálfarans verður í brennidepli.

Þátttakan er ókeypis og öllum heimil. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Að lokinni framsögu mun verða opið fyrir spurningar úr sal. 

Í meðfylgjandi viðhengjum má finna auglýsingar vegna námskeiða sem framundan eru hjá Fimleikasambandinu.


Móttökunámskeið 1 fer fram 16. nóv kl 17:00 - 22:00

Wipp-back (ítarnámskeið) fer fram 14. nóv kl 18:00 - 21:00

 

Einnig fylgir með uppfærð Fræðsludagskrá frá Fræðslunefnd.

Helgina 7 - 9 nóvember fer fram dómaranámskeið í hópfimleikum. Auglýsingu námskeiðisins má finna í viðhengi hér að neðan.

Skráningarfrestur vegna Gymnaströdu í Helsinki á næsta ári hefur verið framlengdur til 1. nóvember 2014.

Við hvetjum ykkur til þess að skrá ykkar félag þar sem um einstaka upplifun er að ræða.

Heimasíðu viðburðarins getið þið nálgast hér.

Látið þessa ferð ekki fram hjá ykkur fara.

Fimleikadeild Ármanns leitar að Aðalþjálfara Grunnhópa í 50% starf

Viðkomandi þarf helst að geta byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni:

• Skipuleggja starf grunnhópa og útbúa stundaskrár

• Umsjón með þjálfurum og afleysingaþjálfurum

• Samskipti og þjónusta við iðkendur og forráðamenn

• Halda utanum skráningarlista grunnhópa

Hæfniskröfur:

• Íþrótta- og/eða kennaramenntun æskileg

• Framúrskarandi skipulagshæfileikar

• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna undir álagi

• Góð tölvukunnátta og frumkvæði í starfi

Um er að ræða 50% starf og laun samkvæmt samkomulagi.

Umsókn skal senda á Framkvæmdastjóra fimleikadeildar Ármanns, Lárus Pál Pálsson á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt umsókn, umsækjendur skulu senda ferilskrá með umsókninni.

Allar nánari upplýsingar veitir Lárus Páll í síma 862 2432.

Umsóknarfrestur er til 25. október.

Fimleikadeild Fylkis óskar eftir að ráða þjálfara sem hafa kunnáttu og reynslu í að kenna öll stig í þrepum þ.e. einn þjálfara með 6 og 5 þrep og annan með 4 og 3 þrep.

Einnig óskum við eftir aðstoðarþjálfurum.

Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Ósk This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Oláh István yfirþjálfara This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Stjórn fimleikadeildar Fylkis.                                 

Í viðhengi má finna keppnisreglur í hópfimleikum fyrir fimleikaárið 2014 - 2015.

Síða 25 af 34