Fimleikadeild Keflavíkur leitar eftir hópfimleikaþjálfara í fullt starf og/eða hlutastarf.  Viðkomandi þarf að hafa menntun og reynslu sem fimleikaþjálfari. Við leitum eftir einstaklingi sem er tilbúinn að vinna með öllum aldursflokkum og til í að byggja upp ört stækkandi fimleikadeild með stjórn deildarinnar. Iðkendafjöldinn hjá fimleikadeild Keflavíkur er að nálgast 500 iðkendur. Sanngjörn laun í boði. Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdarstjóra deildarinnar í síma 864-1842 eða í gegnum tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10.október 2014

 

Fimleikadeild Keflavíkur leitar eftir þjálfara í áhaldafimleikum í fullt starf og/eða hlutastarf.  Viðkomandi þarf að hafa menntun og reynslu sem fimleikaþjálfari. Við leitum eftir einstaklingi sem er tilbúinn að vinna með öllum aldursflokkum og til í að byggja upp ört stækkandi fimleikadeild með stjórn deildarinnar. Iðkendafjöldinn hjá fimleikadeild Keflavíkur er að nálgast 500 iðkendur. Sanngjörn laun í boði. Vinsamlegast hafið samband við framkvæmdarstjóra deildarinnar í síma 864-1842 eða í gegnum tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. október 2014

 

Meðfylgjandi er skipulag fyrir Fyrirtækjamót FSÍ. Mótið fer fram Laugardaginn 27. september 2014 og er í umsjón fimleikadeildar Bjök og fer fram í húsnæði félagsins við Haukahraun 1 í Hafnarfirði.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum mótsins í beinni á slóðinni:

http://score.sporteventsystems.se/default.aspx

 

 

 

 

„NÝTT“

 

Þjálfaranámskeið FSÍ

 

með Tony Retrosi USA - gymmomentum.com

 

20. – 21. september 2014

 

 

 

Námskeiðið er áður auglýst á vegum FSÍ og fer fram í Reykjavík, bóklegir tímar í ÍSÍ og verklegir í Laugarbóli Ármanni. Fræðslunefnd hvetur fimleikaþjálfara að nýta sér þetta frábæra tækifæri.

 

Dagskrá

 

Laugardagur 20. september:

 

13:00 – 13:45

 

Ársáætlun í áhaldafimleikum, æfinga- og keppnistímabil, bóklegt ÍSÍ.

 

14:00 – 16:00

 

Æfingar á stökki Yurchenko stökk og yfirslag framheljarstökk, verklegt Ármann.

 

 

 

Sunnudagur 21. september:

 

10:00 – 12:00

 

Að efla áhugahvöt iðkenda í fimleikum.

 

Hvernig verð ég betri þjálfari ?         bóklegt ÍSÍ

 

13:00 – 16:00

 

Æfingar á gólfi, skrúfur fram og aftur, tvöföld heljarstökk, verklegt Ármann.

 

 

 

Vegna óska er gerð breyting á verðskrá:

 

Verð fyrir heilt námskeið 12.000 kr.

 

Verð fyrir bóklega hluta báða daga eða annan 2500 kr.

 

Heill sunnudagur 8000 kr.

 

 

 

Fræðslunefnd FSÍ

 

Í viðhengi má finna fræðsludagskrá FSÍ fyrir veturinn 2014 - 2015.

Minnum á að Félagaskiptaglugginn lokar 15. september sem er mánudagurinn í næstu viku.

Allir einstaklingar 12 ára og eldir þurfa að tilkynna skipti til að verða gjaldgeng með nýju félagsliði. Hægt er að finna eyðublaðið sem fylla þarf út og skila á skrifstofu á þessari slóð:

http://fimleikasamband.is/index.php/loeg-og-reglugerdhir/reglugerdhir-fsi/felagaskipti/eydhubladh-vegna-felagaskipta 

Einnig má finna reglur um félagaskipti hér:

http://fimleikasamband.is/index.php/loeg-og-reglugerdhir/reglugerdhir-fsi/felagaskipti/reglur-um-felagaskipti 

 

Dómaranámskeið í áhaldafimleikum karla 3. – 5. oktober

 

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík helgina 3. – 5. október í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6.

 

Árangur á prófi í lok námskeiðs veita  E eða D dómararéttindi. Námskeiðið er ætlað þeim sem að stefna á að hefja dómaraferil sinn eða langar að hækka sig upp úr E í D dómara (uppúr Sambandsdómara í Landsdómara skv. gömlu skilgreiningunni). Námskeiðið er fyrir 16 ára og eldri.

 

Tækninefnd karla veitir einstaklingum fæddum ´99 undanþágu til að sitja námskeiðið og taka próf, en þeir einstaklingar eru ekki gjaldgengir dómarar á FSÍ mót fyrr en árið 2015.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna í viðhengi hér fyrir neðan.

 

 

 

Fræðslunefnd FSÍ í samvinnu við fimleikadeild Gróttu mun þann 20. og 21. september halda þjálfaranámskeið ætlað þjálfurum keppnishópa í áhaldafimleikum. Kennari er Tony Retrosi frá Bandaríkjunum. Námskeiðið skiptist í bóklega og verklega hluta. Í bóklegum hlutum er fjallað um skipulag ársins í fimleikum, undirbúnings- og æfingatímabil, áhugahvöt iðkenda og þjálfara, hvernig verð „ég“ betri þjálfari. Í verklegum hlutum verða kenndar æfingar á stökki og gólfi. Á stökki verða kennd Yurchenko stökk og yfirslag framheljarstökk. Á gólfi verða m.a. kennd heljarstökk með skrúfum fram og aftur og tvöföld heljarstökk.

 

Tony Retrosi er yfirþjálfari og eigandi að Atlantic Gymnastics í Boston, hann kennir á námskeiðum og heldur fyrirlestra um fimleika víða um heim og árið 2010 hlaut hann viðurkenningu Bandaríska fimleikasambandsins sem kennari ársins. Hann er einnig með vinsæla vefsíðu um fimleikaþjálfun www.gymmomentum.com.

 

 

 

Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu frá hádegi á laugardegi 13:30 – 16:30/17:00 og á sunnudegi frá kl. 10:00 – 16:00.

 

 

 

Námskeiðsgjald er 15.000 kr og greiðist á reikning Fimleikasambands Íslands áður en námskeið hefst.  Reikningsnúmer: 0313-26-3700 kennitala: 540169-2849

 

Skráning fer fram á netfanginu: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi seinna en 18. September.

 

 

 

Fræðslunefnd hvetur fimleikaþjálfara til að nýta sér þetta góða tækifæri til að efla þekkingu sína til að gera íslenska fimleika enn betri.

 

 

Í viðhengi má finna upplýsingar um samráðsfund tækninefnda og þjálfara. Fundurinn fer fram Laugardaginn 13. september í fundaraðstöðu ÍSÍ kl 14:30 - 16:00.

 

Við hvetjum sem flesta til að mæta.

Minnum einnig á kynningarfund um Gymnaströdu 2015 sem fram fer 10. september í fundaraðstöðu ÍSÍ kl 20:00

 

 

 

 

Tækninefnd í hópfimleikum hefur óskað eftir því að dómaranámskeiði í hópfimleikum sem fram átti að fara helgina 5-7 september verði frestað.

 

Námskeiðið mun færast fram yfir Evrópumót sem fram fer á Íslandi 13 – 18. Október.

 

Nánari upplýsingar um dagsetningar verða birtar síðar.

 

Helgina 5. - 7. september fara fram dómaranámskeið á vegum Fimleikasambands Íslands. Upplýsingar um hópfimleika og áhaldafimleika kvenna námskeiðin má finna í viðhengjum hér að neðan.

Upplýsingar um áhaldafimleika karla námskeiðið verða sendar um leið og þær berast. Á námskeiðinu mun þó vera lögð áhersla á nýja dómar auk dómara sem vilja hækka sig. Ekki er gerð krafa um að dómarar sem nú þegar eru með dómarapróf sitji námskeiðið.

 

 

Síða 26 af 34