Reynslubolti í þjálfun áhaldafimleika

 

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að sinna þjálfun áhaldafimleika barna sem eru að keppa í neðri þrepum Íslenska fimleikastigans. Í boði eru samkeppnishæf laun, ágætis aðstaða og framúrskarandi liðsandi. Ráðing verður frá og með 2. september eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

Hópfimleikaþjálfari sem þorir!

 

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir öflugum hópfimleikaþjálfara í hlutastarf til að sinna hópfimleikaþjálfun barna og unglinga. Um er að ræða 10 - 15 tíma á viku. Í Fimleikadeild Fjölnis er nú unnið markvisst að eflingu hópfimleika og leitum við því eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka slaginn með okkur í að koma Fjölni í fremstu raðir innan fárra ára. Í boði eru samkeppnishæf laun, ágætis aðstaða og framúrskarandi liðsandi. Ráðing verður frá og með 2. september eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sendar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Fimleikadeild Fylkis óskar eftir þjálfara konu til að kenna meistarhópkvenna.

 

Hún þyrfti helst að hafa ghoreography og getað kennt gólf og slá.

 

Einnig væri mjög gott ef hún vildi taka litla efnilega hópa líka.

 

 

 

Upplýsingar veita Guðrún Ósk Jakobsdóttir formaður This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.<mailto:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.>

 

Eða Karak yfirþjálfari This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.<mailto:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.>

 

 

Þjálfaranámskeið 14. ágúst 2014

 

– vinnubúðir í áhaldafimleikum –

 

 

 

Fimmtudagskvöldið 14. ágúst verður haldið námskeið og vinnubúðir á Höfuðborgarsvæðinu ætlaðar þjálfurum í áhaldafimleikum karla og kvennasem eru með iðkendur í íslenska fimleikastiganum. Kenndar verða æfingar á tvíslá kvenna/svifrá karla s.s. ýmsar hringæfingar, sveiflur, byrjun snúninga og afstökk. Tækni kennd og þátttakendur reyna sig í móttöku í þessum æfingum.

 

Kennari er Gerrit Beltman frá Hollandi og hefur hann m.a. þjálfað landslið Hollands og Belgíu og kennt hérlendis á Toppþjálfaranámskeiði FSÍ. Gerrit er hérlendis vikuna 11. – 17. ágúst til að stýra æfingabúðum úrvalshópa FSÍ í áhaldafimleikum kvenna í tengslum við verkefnið Tokyo 2020.

 

Þátttökugjald er 4000 – kr. greiðist á staðnum, staðsetning námskeiðsins kynnt á næstu dögum

 

Skráning hjá skrifstofu FSÍ This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir þann 13.8.

 

 

 

Vinnuhópur FSÍ Tokyo 2020

 

Fræðslunefnd FSÍ

 

Tækninefnd í áhaldafimleikum kvenna FSÍ

 

Skrifstofa fimleikasambandsins verður lokuð frá og með deginum í til 5. ágúst.

Starfsfólk skrifstofu

 

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum óskar eftir yfirþjálfara í hópfimleikum. 

 

Þjálfarinn þarf að hafa reynslu af fimleikaþjálfun, hæfni í mannlegum samskiptum og metnað til að ná árangri. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að vinna með ýmsa aldurhópa. 

 

 

Um er að ræða spennandi starf.

 

 

Umsækjandi þarf að geta hafið störf í byrjun september 2014. 

Í umsókn skal greint frá menntun, starfsreynslu ásamt reynslu af þjálfun.

Umsóknir og/eða fyrirspurnir skulu berast á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

Fimleikafélagið Rán Vestmannaeyjum.

 

 

 

 

 

 

 

Námskeið í Grunnþjálfun í fimleikum

Fimleikasamband Íslands býður íþróttafræðingum og íþróttakennurum upp á endurmenntunarnámskeið í fimleikakennslu þann 20. ágúst nk.

 

 

 

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, nánari staðsetning auglýst síðar, og er frá kl. 9:00 - 15:00.

 

 

 

Á námskeiðinu verður yfir grunnþættir þjálfunar í fimleikum með áherslu á samhæfingu, styrk og liðleika, kenndar grunnæfingar á dýnu, stökki og í rimlum fyrir byrjendur og styttra komna framhaldshópa sem ætti að nýtast vel til fimleikakennslu í grunnskólum.

 

 

 

Kennarar eru Guðmundur Þór Brynjólfsson, Hlín Bjarnadóttir og Sesselja Jarvela.

 

 

 

Námskeiðsgjald er 8000 kr.

 

Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. ágúst

 

Fyrir hönd Fimleikasambands Íslands,

 

Fimleikadeild Keflavíkur leitar eftir þjálfara í hópfimleikum. Þjálfarinn þarf að hafa góða reynslu af hópfimleikaþjálfun og hafa þjálfaragráðu í fimleikum eða sambærilega menntun.  Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að vinna með ýmsa aldurshópa. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á fimleikar@keflavík.is eða í hafi samband við Dórý í síma 864-1842

 

Fimleikadeild Þórs í Þorlákshöfn óskar eftir yfirþjálfara. Hjá deildinni hafa undanfarin ár æft um 100 iðkendur frá 2 ára aldri. Þorlákshöfn er í 50 km. fjarlægð frá Reykjavík eða u.þ.b. 40 mínútna akstur.

 

Hæfniskröfur:

 

·         Reynsla af fimleikaþjálfun

 

·         Hæfni í mannlegum samskiptum

 

·         Skipulagshæfilekar

 

·         Stjórnunarreynsla

 

·         Metnaður til að ná árangri

 

 

 

Um er að ræða spennandi starf og tækifæri til að koma að mótun uppbyggingar félagsins og móta framtíðarsýn deildarinar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst 2014.  

 

Umsóknir og/eða fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Fimleikaþing  verður haldið 30.-31. maí 2014 í fundarsölum ÍSÍ, 3.hæð Engjavegi 6, 105 Reykjavík

 

Föstudagurinn 30. maí. 2014.

kl. 17:00 Þingsetning og staðfesting lögmætis þingsins. 

•         Kjör þingforseta, þingritara og þriggja manna kjörbréfanefndar.

•         Afhending kjörbréfa. Kjörbréfanefnd hefur störf. 

kl. 17:10 - Álit kjörbréfanefndar borið undir atkvæði. 

•         Fundargerð síðasta þings lögð fram til staðfestingar.  

•         Kosning formanna starfsnefnda þingsins. 

- kaffi

kl. 17:30 - Ávörp gesta

kl. 18:00 - Formaður leggur fram skýrslu stjórnar og fastanefnda. 

•         Áritaðir reikningar sambandsins lagðir fram og skýrðir. 

•         Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins. 

•         Skýrsla stjórnar og reikningar bornir undir atkvæði. 

•         Stjórn leggur fram tillögu að starfsáætlun til næstu tveggja ára og vísar til fjárhagsnefndar. 

•         Stjórn leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun til næstu tveggja ára og skal henni vísað til fjárhagsnefndar. 

kl. 19:00 – Þingi frestað

–Kvöldmatur í Cafe ÍSÍ

 

Laugardagurinn 31. Maí 2014

kl.09:00 – þingstörf hefjast að nýju- Starfsnefndir þingsins taka til starfa

kl. 11:00 - Formenn starfsnefnda gera grein fyrir störfum nefnda.

•Tillögur afgreiddar 

kl. 12:00 - Hádegismatur

kl 12:30 – Kosningar 

•         formanns FSÍ, 

•         stjórnar FSÍ,  

•         varastjórnar FSÍ

•         formanna fastanefndar FSÍ 

•         Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ 

kl. 13:00 - Önnur mál

kl.13:30 - Ávarp formanns

kl. 14:00 - Þingslit

Þingtillögur

https://www.dropbox.com/home/%C3%BEing/2014/thingtillogur

 

Síða 26 af 32