Fimleikaþing verður haldið helgina 30.-31. maí  næstkomandi eins og áður hefur komið fram á viðburðardagatali FSÍ, í ráðstefnusölum ÍSÍ, Laugardal.

Dagskrá fimleikaþings

1) Þingsetning og staðfesting lögmætis þingsins. 

2) Kjör þingforseta, þingritara og þriggja manna kjörbréfanefndar.

3) Afhending kjörbréfa. Kjörbréfanefnd hefur störf. 

4) Ávörp gesta. 

5) Álit kjörbréfanefndar borið undir atkvæði. 

6) Fundargerð síðasta þings lögð fram til staðfestingar.  

7) Kosning formanna starfsnefnda þingsins. Stjórn FSÍ skal skipa erindum sem berast þinginu til umfjöllunar í starfsnefndir þingsins. Stjórn getur falið fleiri en einni nefnd að fjalla um einstakar tillögur. Heimilt er að eftirtaldar starfsnefndir starfi á þinginu:

nefnd um áhaldafimleika karla 

nefnd um áhaldafimleika kvenna,

nefnd um hópfimleika,

nefnd um almenna fimleika/fimleika fyrir alla,

fræðslunefnd,

laga- og reglunefnd,

fjárhags- og útbreiðslunefnd,

aðrar nefndir samkvæmt ákvörðun þings hverju sinni. 

8) Formaður leggur fram skýrslu stjórnar og fastanefnda. 

9) Áritaðir reikningar sambandsins lagðir fram og skýrðir. 

10) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins. 

11) Skýrsla stjórnar og reikningar bornir undir atkvæði. 

12) Stjórn leggur fram tillögu að starfsáætlun til næstu tveggja ára og vísar til fjárhagsnefndar. 

13) Stjórn leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun til næstu tveggja ára og skal henni vísað til fjárhagsnefndar. 

14) Kynntar breytingar á lögum sambandsins og tillögur sem liggja fyrir þinginu og þeim vísað til umsagnar viðeigandi starfsnefnda þingsins.

15) Starfsnefndir þingsins taka til starfa.

16) Formenn starfsnefnda gera grein fyrir störfum nefnda.

17) Atkvæðagreiðsla um:

a) lagabreytingar,

b) starfsáætlun til eins árs,

c) fjárhagsáætlun til eins árs,  

c) tillögu stjórnar um fjárhæð og fyrirkomulag þjónustugjalda,

d) almennar tillögur.

18) Kosningar.

19) Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ  

20) Önnur mál. 

21) Ávarp formanns. 

22) Þingslit.

 

 

Fimleikadeild ÍR leitar að fimleikaþjálfurum

Frá og með hausti 2014 er stefnt að því að endurvekja fimleikastarfsemi í Breiðholtinu undir merkjum ÍR.  Þá verða liðin 31 ár frá því að fimleikastarf var lagt af hjá félaginu eftir áður samfellt fimleikastarf frá árinu 1907. 

 

Auglýst er eftir áhugasömum og kröftugum yfirþjálfara til að leiða uppbyggingarstarfið. 

 

Viðkomandi þarf að hafa menntun og reynslu sem nýtist við fimleikaþjálfun, góða samskiptahæfni, skipulagshæfileika og að vera tilbúinn til að byggja upp fimleikastarfsemi frá grunni með áhugafólki úr röðum  félagsins.

 

Áhugasamir hafi samband við íþróttastjóra  ÍR Þráin Hafsteinsson á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 863-1700.

 

Stjórn Fimleikasambands Íslands og starfsmenn óska fimleikamönnum og aðstandendum þeirra gleðilegra páska. 

Starfsemi FSÍ hefur vaxið gríðarlega undanfarin  ár og þarf sambandið því á öflugum einstaklingi að halda sem er drífandi og getur starfað sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Hann lýtur stjórn  FSÍ og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun sam bandsins. Hann mun einnig koma að stefnumörkun og fylgja henni eftir.

Töluvert mikil samskipti verða við starfshópa  FSÍ og hagsmunaaðila. Hann verður málsvari FSÍ út á við og gagnvart fjölmiðlum og þarf því að geta tjáð sig vel í ræðu og riti. Starfið er krefjandi en jafnframt skemmtilegt og fjölbreytt.

Helstu starfssvið

  • Starfsmannahald
  • Dagleg stjórnun og rekstur
  • Framkvæmd stefnu og þátttaka í stefnumótun  FSÍ
  • Samskipti og samstarf við starfshópa FSÍ, hagsmunaaðila og fjölmiðla

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf æskilegt
  • Áhugi á íþróttum
  • Góð færni í mannlegum  samskiptum
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi, skipulagshæfni,  drífandi í vinnubrögðum
  • Reynsla af rekstri og umsýslu fjármála
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsóknir með upplýsingum um menntun,  reynslu og fyrri störf sendist til skrifstofu Fimleikasambands  Íslands, Íþróttamiðstöðin Laugardal,  Engjvegi 6, 104 Reykjavík eða til formanns  FSÍ, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 9. maí nk. Upplýsingar um starfið veitir formaður  sem jafnframt tekur vð umsóknum. Launakjör eru samkvæmt samningi VR við SA.

Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku.

Á morgun kl 18:00 verður haldin landsliðsæfing í áhaldafimleikum í fimleikasal fimleikadeildar Ármanns, Laugarbóli, Laugardal. 

Landslið Íslands, karla, kvenna, stúlkna og drengja keyra sínar æfingar og fá tækifæri til að laga og betrumbæta æfingar sínar sem þau ætla keppa með á Norðurlandamótinu.

Áhugmenn um fimleika eru hvattir til að koma og horfa á æfinguna og dómarar að nota tækifærið til að æfa sig í að dæma í keppni.

Æfingin er hluti af lokaundirbúningi landsliðanna sem eru að fara til Halmstad, í Svíþjóð, til að taka þátt í Norðurlandamóti í áhaldafimleikum.

Að þessu sinni er keppt á Norðurlandamóti í fullorðinsflokki og unglingaflokki, bæði karla og kvenna.

Hópurinn heldur út á þriðjudaginn og er þetta því í síðasta skipti sem hægt er að horfa á og hvetja þau áfram fyrir Norðurlandamótið.

 

 

Ertu til í að vinna að stórskemmtilegu og metnaðargjörnu verkefni ?

Fimleikasamband Íslands fyrir hönd EM 2014 leitar að áhugasömum aðila eða aðilum til að sjá um opnunarhátíð Evrópumótsins í hópfimleikum sem fer fram hér á landi um miðjan október. Verkefnið felst í að hanna, útfæra og framkvæma 30-40 mínútna atriði.

Áhugasamir vinsamlegast sendið upplýsingar þar sem fram kemur nafn, aldur aðila og í stuttu máli reynsla sem gæti átt við á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12:00 mánudaginn 14. apríl 2014.

Athugið að vissar forkröfur eru gerðar á verkefnið en upplýsingar um þær veitir Helga Svana Ólafsdóttir í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Enn eru laus sæti í vinnubúðir UEG í Tirrenia sem fram fer í júlí  í sumar , tvö sæti fyrir áhaldafimleika karla og eitt sæti fyrir áhaldafimleika kvenna.

Áhaldafimleikar karla 1-11 júlí 2014
Áhaldafimleikar kvenna 12-22 júlí 2014

Aldursmörk iðkenda
Strákar 13-16 ára
Stúlkur 10-12 ára

Fimleikasamband Íslands hefur nokkrum sinnum tekið þátt í vinnubúðunum og almenn  ánægja hefur verið með þær hjá þátttakendum bæði þjálfurum og iðkendum.

Við þurfum að staðfesta þátttöku fyrir 1. apríl og  viljum því  hvetja þá sem hafa áhuga að hafa samband við skrifstofu sambandsins strax.

Fimleikasambandið skráir þátttakendur í vinnubúðirnar en tekur ekki þátt í kostnaði, hægt er að sækja um styrk til ÍSÍ og héraðssambanda.

Í viðhengi má sjá skipulagið fyrir Íslandsmót í þrepum sem fram fer á Akureyri laugardaginn 5. apríl 2014

 

Hér fylgir skipulag fyrir íslandsmót í þrepum ( 1-2. þrep ) sem fer fram í Ármanni á Sunnudaginn.

Fimleikasamband Íslands hefur ákveðið að fresta Íslandsmóti í þrepum sem halda átti um helgina á Akureyri vegna ófærðar. Í samráði við mótshaldara mun  5-3 þrep keppa  helgina 4-6 apríl nk á Akureyri.  Mótshluti 1-2 þreps verður hins vegar haldinn í Ármanni Sunnudaginn 23. mars eftir hádegi. Nánara skipulag á Íslandsmóti þrepa verður sent út seinna í dag.

 

 

Síða 27 af 32