Fimleikadeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara í 50-100% starf frá 1. október. Um er ræða þjálfun 6-11 ára drengja í áhaldafimleikum og 3. og 4. þrep kvenna á tvíslá. Áhugasamir sendi umsóknir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar gefur Sesselja í síma 893-6658.

Toppþjálfaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna

Helgina 6. - 8. September

 

Dagskrá

Föstudagurinn 6. September

Bóklegur hluti kl: 18:00 -21:00 ( D-sal ÍsÍ )

 

Laugardagurinn 7. september

Verklegur hluti kl: 9:00 – 12:00 ( tilkynnt á föstudeginum )

Hádegishlé 12:00 – 13:30

Verklegur hluti kl: 13:30 – 17:00 (Grótta)

 

Sunnudagurinn 8. September

Verklegur hluti kl 9:00 – 12:00 (Grótta)

 

Fræðslunefnd FSÍ

Laugardaginn 14. September fer fram kynningarfundur THF, TKV og TK auk landsliðsþjálfara og sviðsstjóra. Markmið fundarins er að kynna þær breytingar sem gerðar hafa verið á keppnisreglum og kröfum móta. Einnig verður farið yfir lágmörk og kröfur til landsliðsverkefna á árinu 2013-2014. Sviðsstjórar fræðslu-,móta og landsliðsmála kynna einnig verkefni sem að þeim snúa. 

Mikilvægt er að sem flestir láti sjá sig enda nýjar reglur  í áhaldafimleikum kvenna og karla. Auk þess sem róttækar breytingar hafa verið gerðar í keppnisreglum í hópfimleikum. Yfirþjálfarar og dómarar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Fundurinn fer fram í sal D á 3. Hæð í ÍSÍ, kl.13:00. 

Vinsamlegast staðfestið komu á fyrir 10. September á netfangið:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Í síðustu viku þá lét Gennadiy Zadorozhniy af störfum sem landsliðsþjálfari karla í áhaldafimleikum.  Fimleikasambandið vill nota tækifærið og þakka honum fyrir hans störf og framlag við þjálfun landsliðs karla.  

Þjálfaranámskeið 1A fer fram helgina 31. Ágúst – 1. September.

UPPFÆRT 26.ágúst - Ítarlegri dagskrá er komin inn á vefinn, sjá viðhengi. 

Námskeiðið er ætlað fimleikaþjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Á námskeiðinu er tekið fyrir hvernig þjálfari skipuleggur æfingar, kennir helstu grunnæfingar auk þess sem farið er yfir hvað það þýðir að vera þjálfari.

Í meðfylgjandi skjali er dagskrá námskeiðsins.  

Námskeiðsgjald er 12.000 kr. 

Vinsamlegast sendið skráningar á Írisi Svavarsdóttur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), sviðsstjóra fræðslumála.  Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 27.ágúst. 

Í skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, netfang og hver það  er sem greiðir (félag/einstaklingur). 

Fimleikadeild Ármanns leitar að fimleikaþjálfurum fyrir veturinn 2013, bæði í fullt starf og hlutastarf. Föst ráðning kemur til greina fyrir réttan aðila.

Allar frekari upplýsingar veitir Axel í síma 692-6940.

Mótadagskrá er ekki fullkláruð en langt komin, við eigum í smá vandræðum með að klára dagsetningar í mars/apríl þar sem dagsetningar á tveimur stórum erlendum mótum hafa ekki fengist staðfest.  Nú liggja fyrir allar dagsetningar móta fram að áramótum og ákváðum við að gefa þær út.  Það á eftir að klára hvaða félag muni sjá um hvert mót, en þar sem mikið hefur verið hringt á skrifstofuna út af haustmóti þrepa, þá upplýsist það hér með að mótið verður á Akureyri í umsjón FIMAK, 26-27.október næstkomandi. 

Hér er dagskrá haustsins

 

Formannafundur FSÍ

13.sep

 

 

Samráðsfundur þjálfara (óstaðfest)

14.sep

 

ÁH

HM WAG MAG, senior

25.sep

7.okt

ÁH

Fyrirtækjamót FSÍ

19.okt

 

ÞREP

Haustmót áhalda þrep (5.-3.þrep)

26.okt

27.okt

ÁH

Malarcupen

2.nóv

3.nóv

ÁH

Haustmót áhalda (frjálsar, 1. og 2.þrep)

9.nóv

 

HÓP

NM Teamgym

8.nóv

10.nóv

HÓP

Mót 1/Haustmót í hópfimleikum

16.nóv

17.nóv

ALM

Ísl.mót almennum fimleikum

22.nóv

24.nóv

ÁH

Norður-Evrópu mót

22.nóv

24.nóv

FIMAK er ört stækkandi félag með um 800 iðkendur innan sinna raða, æfingaraðstaðan er mjög góð og starfsandinn sömuleiðis. Félagið leggur mikla áherslu á að gera starfsfólki sýnu kleift að sækja sér menntun sem nýtist starfinu og býður samkeppnishæf laun. 

Yfirþjálfari í hópfimleikum hefur yfirumsjón með keppnishópum í hópfimleikum  ásamt því að þjálfa hópa og vinnur náið með yfirþjálfara félagsins, öðrum þjálfurum í hópfimleikum og framkvæmdastjóra. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af hópfimleikum og hefur áhuga á að móta starfið með okkur. Starfshlutfallið er 100% (eða minna eftir samkomulagi) og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  20. ágúst næstkomandi.  Allar nánari upplýsingar má fá hjá Erlu Ormars.  s. 848-7350 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Yfirþjálfari í áhaldafimleikm drengja hefur umsjón með grunn og keppnishópum drengja hjá félaginu sem og að þjálfa lengst komna keppnishóp félagsins.  Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt eða í hóp, hefur áhuga á að byggja upp áhaldafimleika drengja á Akureyri og móta starfið með okkur. Viðkomandi kemur til með að vinna náið með yfirþjálfara félagsins, öllum þjálfurum sem koma að strákaþjálfuninni og framkvæmdastjóra. Starfshlutfallið er 50-100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 20.ágúst næstkomandi. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Erlu Ormars. S. 848-7350 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

FIMAK getur einnig bætt við sig fleiri þjálfurum í grunnhópum stúlkna og drengja. 

Umsóknir óskast sendar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Fimleikafélagið Björk óskar eftir að ráða þjálfara til starfa í fullt starf við þjálfun hjá keppnishópum félagsins í áhaldafimleikum stúlkna.  Áhugasamir sendið inn umsókn fyrir lok júli inná This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og/eða hringið í Gutta í síma 899 2694.

Undirbúningur er hafinn fyrir heimsmeistarmótið í áhaldafimleikum sem verður haldið í Antwerpen Belgíu 30. september til 6. október 2013. Mótið er einstaklingskeppni.

Landsliðsþjálfarar karla og kvenna í áhaldafimleikum boða til úrtökumóta 20. og 23.ágúst.

Við óskum eftir skráningu frá félögum fyrir 8.ágúst 2013, með tölvupósti til FSÍ,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir þá keppendur sem ætla að taka þátt í mótinu.

Lágmörk kvenna eru 47 stig í fjölþraut. Við leitumst eftir að sérkröfur séu uppfylltar að mestu á öllum áhöldum. 

Lágmörk karla eru um 75 stig í fjölþraut. Við leitum eftir að sérkröfur séu uppfylltar að mestu á öllum áhöldum

 

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum

hjá Fimleikasambandi Íslands.

 

Síða 28 af 29