Ertu til í að vinna að stórskemmtilegu og metnaðargjörnu verkefni ?

Fimleikasamband Íslands fyrir hönd EM 2014 leitar að áhugasömum aðila eða aðilum til að sjá um opnunarhátíð Evrópumótsins í hópfimleikum sem fer fram hér á landi um miðjan október. Verkefnið felst í að hanna, útfæra og framkvæma 30-40 mínútna atriði.

Áhugasamir vinsamlegast sendið upplýsingar þar sem fram kemur nafn, aldur aðila og í stuttu máli reynsla sem gæti átt við á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12:00 mánudaginn 14. apríl 2014.

Athugið að vissar forkröfur eru gerðar á verkefnið en upplýsingar um þær veitir Helga Svana Ólafsdóttir í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Enn eru laus sæti í vinnubúðir UEG í Tirrenia sem fram fer í júlí  í sumar , tvö sæti fyrir áhaldafimleika karla og eitt sæti fyrir áhaldafimleika kvenna.

Áhaldafimleikar karla 1-11 júlí 2014
Áhaldafimleikar kvenna 12-22 júlí 2014

Aldursmörk iðkenda
Strákar 13-16 ára
Stúlkur 10-12 ára

Fimleikasamband Íslands hefur nokkrum sinnum tekið þátt í vinnubúðunum og almenn  ánægja hefur verið með þær hjá þátttakendum bæði þjálfurum og iðkendum.

Við þurfum að staðfesta þátttöku fyrir 1. apríl og  viljum því  hvetja þá sem hafa áhuga að hafa samband við skrifstofu sambandsins strax.

Fimleikasambandið skráir þátttakendur í vinnubúðirnar en tekur ekki þátt í kostnaði, hægt er að sækja um styrk til ÍSÍ og héraðssambanda.

Í viðhengi má sjá skipulagið fyrir Íslandsmót í þrepum sem fram fer á Akureyri laugardaginn 5. apríl 2014

 

Hér fylgir skipulag fyrir íslandsmót í þrepum ( 1-2. þrep ) sem fer fram í Ármanni á Sunnudaginn.

Fimleikasamband Íslands hefur ákveðið að fresta Íslandsmóti í þrepum sem halda átti um helgina á Akureyri vegna ófærðar. Í samráði við mótshaldara mun  5-3 þrep keppa  helgina 4-6 apríl nk á Akureyri.  Mótshluti 1-2 þreps verður hins vegar haldinn í Ármanni Sunnudaginn 23. mars eftir hádegi. Nánara skipulag á Íslandsmóti þrepa verður sent út seinna í dag.

 

 

Varðandi Þrepamótið um helgina á Akureyri:

Fimleikasambandið mun fylgjast með framvindu veðurs og tilkynna kl 10 í fyrramálið, föstudaginn 21. mars hvort íslandsmeistaramóti í þrepum verði frestað eða ekki.

Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu sambandsins í dag, vinsamlegast fylgist með framvindu mála hér á síðunni.

Í viðhengjum má sjá hópalista fyrir Íslandsmót í þrepum.

Á Bikarmótinu um helgina unnu eftirfarandi lið sér inn þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í Stjörnunni 12. apríl.

Kvennalið:

Stjarnan
Gerpla

Blönduð lið:

Gerpla
Selfoss


Við óskum liðum og félögum innilega til hamingju með árangurinn og megi undirbúningurinn ganga sem allra best.

Áfram Ísland!!! 

 

Vegna mikillar umræðu og athugasemda vegna skipulags á Íslandsmóti í þrepum höfum við ákveðið að verða við óskum þjálfara og foreldra og breyta skipulaginu. Öll keppni færist nú yfir á laugardag og sunnudag og má gera ráð fyrir aðeins lengri hlutum en í upphaflega skipulaginu.

 

 

Við vonum að þetta skipulag komi sér betur fyrir ykkur og að mótið verði frábær skemmtun fyrir alla sem að því koma.

 

 

Gangi ykkur sem allra bestJ

 

Hér má sjá  drög að skipulagi fyrir Íslandsmót í þrepum. Skipulagið er birt með fyrirvara um breytingar. Þrep og aldursflokkar munu haldast á sömu dögum og gert er ráð fyrir í drögunum en gera má ráð fyrir að einhverjar tímasetningar komi til með að breytast.

 

Hluti 1 3. þrep KVK,
Föstudagur  5. þrep KK
  Special Olympics hópur
Mæting  16:00
Keppni hefst 16:40
Keppni lýkur 19:20
 
   

 

     
     
     
     
     
Hluti 2 4. þrep KVK  
Laugardagur 3. og 4. þrep KK
Mæting 08:50  
Keppni hefst 09:50  
Keppni lýkur 12:45  
     
Hluti 3 1. og 2. þrep KVK  
Laugardagur 1 og 2. þrep KK
Mæting 13:10  
Keppni hefst 15:00  
Keppni lýkur 17:45  
     
Hluti 4  5. þrep 9 og 11 ára
Sunnudagur    
Mæting 07:50  
Keppni hefst 08:50  
Keppni lýkur 11:40  
Verðlaun 15:35  
     
Hluti 5 5. þrep 10 ára og 12 ára+
Sunnudagur    
Mæting 11:50  
Keppni hefst 12:50  
Keppni lýkur 15:25  
Verðlaun 15:35  
     
 
   
   
 

 

 

 

 

 

   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
   
 

 

 

   
   
   
   
   
   
 

 

 

   
   
   
   
   

 

Síða 29 af 34