Meðfylgjandi er skipulag og hópaskipting fyrir haustmótið í þrepum, sem haldið verður á Akureyri, í umsjón FIMAK, 26-27.október. 

Fimleikasambandið hefur ákveðið að fella niður fyrirtækjamótið í áhaldafimleikum sem áætlað var 19.október næstkomandi.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, þá fékkst ekki neinn mótshaldari fyrir þetta mót og því fellur það niður. 

Dómaranámskeið í áhaldafimleikum karla ( sambandsdómarar)

Tækninefnd karla í áhaldafimleikum hefur ákveðið að halda auka námskeið til sambandsdómara. 

Námskeiðið verður haldið með breyttu sniði að þessu sinni og fer kennslan fram að kvöldi til. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig. 

Fer það fram daganna 16. – 23. Október. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi dagskrá.

Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 10. Október. Skila þarf inn nafni, kennitölu og nafni greiðenda við skráningu. 

Námskeiðsgjald er 12.000. Skráning er bindandi.

 

 

Á döfinni eru tvö móttökunámskeið í Hópfimleikum.  

Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum fer fram laugardaginn 19. Október kl 14:30 – 19:00.Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þarf að fylgja skráningu: nafn, kennitala, félag og nafn greiðanda. Skráning skal berast ekki seinna en 15. október. Skráning er bindandi. 

Móttökunámskeið 2 í hópfimleikum fer fram laugardaginn 2. nóvember kl 14:30 – 19:00 í Stjörnunni. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þarf að fylgja skráningu: nafn, kennitala, félag og nafn greiðanda. Skráning þarf að berast ekki seinna en þriðjudaginn 29. október. Skráning er bindandi. 

Allar nánari upplýsingar er að finna í viðhengjum. 

UPPFÆRT.  Sérgreinahluti 1B á Akureyri verður 12-13.október. 

Á döfinni eru tvö sérgreinanámskeið, sérgreinahluti 1A á Egilsstöðum 21-22.sept og sérgreinahluti 1B á Akureyri 12-13.október.

Allar frekari upplýsingar er að finna í viðhengjum.  Skráningar skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fyrir 19.september fyrir sérgreinahluta 1A, en fyrir 4.október fyrir sérgreinahluta 1B. 

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Íris Svavarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og mótamála. 

Athugið að skráning á námskeiðin er bindandi.

Fimleikadeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara í 50-100% starf frá 1. október. Um er ræða þjálfun 6-11 ára drengja í áhaldafimleikum og 3. og 4. þrep kvenna á tvíslá. Áhugasamir sendi umsóknir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar gefur Sesselja í síma 893-6658.

Toppþjálfaranámskeið í áhaldafimleikum kvenna

Helgina 6. - 8. September

 

Dagskrá

Föstudagurinn 6. September

Bóklegur hluti kl: 18:00 -21:00 ( D-sal ÍsÍ )

 

Laugardagurinn 7. september

Verklegur hluti kl: 9:00 – 12:00 ( tilkynnt á föstudeginum )

Hádegishlé 12:00 – 13:30

Verklegur hluti kl: 13:30 – 17:00 (Grótta)

 

Sunnudagurinn 8. September

Verklegur hluti kl 9:00 – 12:00 (Grótta)

 

Fræðslunefnd FSÍ

Laugardaginn 14. September fer fram kynningarfundur THF, TKV og TK auk landsliðsþjálfara og sviðsstjóra. Markmið fundarins er að kynna þær breytingar sem gerðar hafa verið á keppnisreglum og kröfum móta. Einnig verður farið yfir lágmörk og kröfur til landsliðsverkefna á árinu 2013-2014. Sviðsstjórar fræðslu-,móta og landsliðsmála kynna einnig verkefni sem að þeim snúa. 

Mikilvægt er að sem flestir láti sjá sig enda nýjar reglur  í áhaldafimleikum kvenna og karla. Auk þess sem róttækar breytingar hafa verið gerðar í keppnisreglum í hópfimleikum. Yfirþjálfarar og dómarar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Fundurinn fer fram í sal D á 3. Hæð í ÍSÍ, kl.13:00. 

Vinsamlegast staðfestið komu á fyrir 10. September á netfangið:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Í síðustu viku þá lét Gennadiy Zadorozhniy af störfum sem landsliðsþjálfari karla í áhaldafimleikum.  Fimleikasambandið vill nota tækifærið og þakka honum fyrir hans störf og framlag við þjálfun landsliðs karla.  

Þjálfaranámskeið 1A fer fram helgina 31. Ágúst – 1. September.

UPPFÆRT 26.ágúst - Ítarlegri dagskrá er komin inn á vefinn, sjá viðhengi. 

Námskeiðið er ætlað fimleikaþjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Á námskeiðinu er tekið fyrir hvernig þjálfari skipuleggur æfingar, kennir helstu grunnæfingar auk þess sem farið er yfir hvað það þýðir að vera þjálfari.

Í meðfylgjandi skjali er dagskrá námskeiðsins.  

Námskeiðsgjald er 12.000 kr. 

Vinsamlegast sendið skráningar á Írisi Svavarsdóttur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), sviðsstjóra fræðslumála.  Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 27.ágúst. 

Í skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, netfang og hver það  er sem greiðir (félag/einstaklingur). 

Síða 32 af 33