Námskeið janúarmánaðar hafa verið mjög vel sótt. Við byrjuðum strax fyrstu helgina í janúar með kóreógrafíunámskeið í hópfimleikum, dagana 12.-13. janúar voru á dagskránni þjálfaranámskeið 1B og 2A og núna síðast liðna helgi 19.-20. janúar fór fram nýtt þjálfaranámskeið 2C. 

Við viljum þakka kennurum námskeiðanna kærlega fyrir þeirra vinnu, en að þessum fjórum námskeiðum komu eftirfarandi aðilar:

Anders Frisk, Anna Sóley Jensdóttir, Alek Ramezanpour, Fanney Magnúsdóttir, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Henrik Pilgaard, Hildur Ketilsdóttir, Hlín Bjarnadóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Jimmy Ekstedt, Katrín Pétursdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sandra Dögg Árnadóttir, Sif Pálsdóttir, Stefán H. Stefánsson, Þorgeir Ívarsson og Þórdís Ólafsdóttir.

Einnig þökkum við félögunum fyrir lán á húsnæði, Afturelding, Ármann, Fjölnir, Fylkir, Gerpla, Grótta og Stjarnan.

Næsta námskeið er nýtt námskeið í móttöku fyrir áhaldafimleika, en það fer fram sunnudaginn 17. janúar og er skráning opin í þjónustugátt FSí.

Sunnudaginn 17. febrúar fer fram nýtt námskeið, Móttaka 1 í áhaldafimleikum. Á námskeiðinu verður farið í móttökur á helstu grunnæfingum á öllum áhöldum kvenna og karla.

Opið er fyrir skráningu í þjónustugátt FSÍ.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu námskeiðsins.

Síðast liðna helgi fór fram kóreógrafíu námskeið í hópfimleikum með Anders Frisk.

Námskeiðið sóttu 35 þjálfarar frá 12 félögum.

Farið var um víðan völl á námskeiðinu og voru þjálfararnir mjög ánægðir með hvernig til tóks. Við þökkum Anders kærlega fyrir að gefa sér tíma í að koma til okkar og halda þetta námskeið. 

Það er nóg um að vera í námskeiðahaldi í janúar. Við byrjum á Kóreógrafíunámskeiði með Anders Frisk 4.-6. janúar, 12.-13. janúar eru á dagskrá sérgreinanámskeið 1B og 2A. Helgina 19.-20. janúar er nýtt sérgreinanámskeið 2C, það námskeið er opið þar sem hægt er að taka einn (eða fleiri) hluta í endurmenntun/upprifjun.

Auglýsingar námskeiðanna fylgja hér með fyrir neðan.

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum leitar eftir þjálfara frá og með 1. janúar - 31. maí 2019. Bæði er um að ræða fullt starf og/eða hlutastarf. Allir möguleikar verða skoðaðir.

Áhugasamir hafi samband við Önnu Huldu í síma 899-7776.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Haustmót í Stökkfimi. Mótið fer fram Sunnudaginn 4. nóvember í Ásgarði, Stjörnunni.

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Haustmót 2 í hópfimleikum sem að fram fer í íþróttahúsinu Vesturgötu, Akranesi 17. nóvember.

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Haustmót í TeamGym - 3. - 4. flokkur. Mótið fer fram helgina 10. - 11. nóvember í umsjón Gerplu

Hér í viðhengjum má sjá skipulag fyrir Haustmót í þrepum sem fram fer á Akureyri.

Fimleikadeild Aftureldingar er ört stækkandi félag í Mosfellsbæ með rúmlega 300 iðkendur frá 2 ára og upp úr og hópa fyrir fólk á öllum aldri.

Við leitum að yfirþjálfara í hópfimleikum í fullt starf og hópfimleika þjálfurum, starfsprósenta eftir samkomulagi.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem:

  • hafa íþróttafræðimenntun eða reynslu af fimleikaþjálfun/fimleikaiðkun. Kostur er ef þjálfari hefur sótt námskeið á vegum FSÍ.
  • hafa áhuga og gaman að því að vinna með börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd.
  • Hafa áhuga á því að vinna með okkur að uppbyggingu félagsins.

Við bjóðum upp á stórglæsilega aðstöðu í nýju fimleikahúsi og samkeppnishæf laun.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá eða fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Erla einnig í síma 846-0091.

Síða 6 af 34