Helgina 15.-16. september fara fram tvö námskeið á vegum Fimleikasambandsins. Þjálfaranámskeið 1C og nýtt námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa. Góð skráning er á bæði námskeiðin og óskum við þjálfurunum góðs gengis um helgina.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrár námskeiðanna.

Það er mikið um að vera í fimleikahreyfingunni þessa dagana. Liðna helgi fór fram fyrsta þjálfaranámskeið haustsins þegar 45 þjálfarar hófu sína menntun á þjálfaranámskeiði 1A. Vegna fjölda á skráninga þurfti að skipta hópnum niður á tvær helgar í verklegri kennslu og klárar seinni hópurinn 22.-23. september. Næskomandi helgi fara fram tvö námskeið á vegum Fimleikasambandsins en það eru þjálfaranámskeið 1C og nýtt námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa. 

Landsliðin okkar eru svo á fullu að undirbúa sig fyrir stórmót. Hópfimleikalandsliðin fyrir Evrópumótið í Portúgal og áhaldalandsliðin fyrir heimsmeistaramót í Doha. En bæði þessi mót eru um miðja október. 

Næst komandi fimmtudag fer svo 100 manna hópur á Golden age í Pesaro á Ítalíu, en það er fimleikahátíð fyrir 50 ára og eldri.

Það er sjaldan lognmolla í kringum okkur en þannig viljum við hafa það!

 

Dagana 8.-9. september fer fram þjálfaranámskeið 1A. Þá ætla 43 þjálfarar að hefja þjálfaramenntun sína. Skipta þarf hópnum í tvo hópa í verklegri kennslu og klárar seinni hópurinn námskeiðið 22.-23. september. Námkseiðið er grunnnámskeið og er fyrsta námskeiðið í fræðslukerfi Fimleikasambandsins. Hér fyrir neðan má sjá dagskránna. 

ÍR fimleikar auglýsa eftir aðstoðarþjálfara, 1-2 x í viku við þjálfun barna 5-10 ára.

Æfingatímar eru; Þriðjudagar kl. 18-19. Mögulega einnig kl. 12:15-13:45 á laugardögum. 

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Í september byrja námskeiðin okkar að rúlla og hefst haustið á þjálfaranámskeiði 1A helgina 8.-9. september. Þjálfaranámskeið 1C er á dagskrá 15.-16. september og nýtt námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa verður haldið sunnudaginn 16. september. Það námskeið er ætlað krökkum á aldrinum 14 - 15 ára. 

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar námskeiðanna.

Fimleikafélagið Björk óskar eftir að ráða þjálfara til starfa í fullt starf við þjálfun hjá keppnishópum félagsins í áhaldafimleikum drengja. Áhugasamir sendi umsókn í tölvupósti fyrir 10. ágúst 2018 á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Sigurð Frey framkvæmdastjóra í síma 781-8201. 

 

Björk gymnastics club is seeking to hire a full-time coach for its boys’ artistic gymnastic teams. Candidates should submit an application before 10 August 2018 to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

For further information please contact Sigurdur Freyr on 781-8201.

Opnað fyrir umsóknir um formennsku í tækni- og fastanefndum Fimleikasambands Íslands. Auglýsingarnar má sjá hér fyrir neðan.

Tækninefndir:

Nú hefur verið formlega opnað fyrir umsóknir um sæti formanna tækninefnda FSÍ. Nefndirnar sem um ræðir eru Tækninefnd í hópfimleikum, Tækninefnd karla og Tækninefnd kvenna. Leitast er við að formaður hverrar nefndar sé alþjóðlegur dómari sé þess kostur. Starfstímabil nefndanna er hinn sami og stjórnar. Formaður tækninefndar er í forsvari fyrir nefndina og hefur ásamt öðrum fulltrúum í nefndinni eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu á verksviði nefndarinnar. Framkvæmdarstjóri FSÍ ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana og rekstri nefndanna.

Stjórn og framkvæmdarstjóri óska eftir því að fá skriflegar umsóknir um stöðurnar þar sem fram komi menntun og reynsla sem nýtist í starfi sem formaður tækninefndar.

Umsóknum skal skila til framkvæmdarstjóra eigi seinna en á miðnætti miðvikudaginn 20. júní 2018.

 

Fastanefndir:

Nú hefur verið opnað formlega fyrir umsóknir fyrir formenn nefnda um fimleika fyrir alla og fræðslunefnd FSÍ. Starfstímabil nefndanna er hinn sami og stjórnar. Formaður fasta nefndar er í forsvari fyrir nefndina og hefur ásamt öðrum fulltrúum í nefndinni eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu á verksviði nefndarinnar. Framkvæmdarstjóri FSÍ ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana og rekstri nefndanna.

Stjórn og framkvæmdarstjóri óska eftir því að fá skriflegar umsóknir um stöðurnar þar sem fram koma menntun og reynsla sem að nýtist í starfi sem formaður starfsnefndar.

Umsóknum skal skila til framkvæmdarstjóra eigi seinna en á miðnætti miðvikudaginn 20. júní 2018.

 

 

Fimleikadeild Aftureldingar leitar að yfirþjálfara hópfimleika og hópfimleika þjálfurum

 

Fimleikadeild Aftureldingar er ört stækkandi félag í Mosfellsbæ með um 300 iðkendur frá 2 ára og upp úr og hópa fyrir fólk á öllum aldri.

 

*Við leitum að yfirþjálfara í hópfimleikum í fullt starf í vetur.

*Við leitum einnig að hópfimleika þjálfurum.

 

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem:

 

*hafa íþróttafræðimenntun eða reynslu af fimleikaþjálfun/fimleikaiðkun. Kostur er ef *þjálfari hefur sótt námskeið á vegum FSÍ.

*hafa áhuga og gaman að því að vinna með börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd.

*hafa áhuga á því að vinna með okkur að uppbyggingu félagsins.

 

Við bjóðum upp á stórglæsilega aðstöðu í nýju fimleikahúsi og samkeppnishæf laun.

 

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá eða fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Berglind einnig í síma 896-4279.

Síða 7 af 34