Fimleikadeild Sindra auglýsir eftir tveimur fimleikaþjálfurum sem hafa áhuga og bakgrunn á hópfimleikum. Viðkomandi þarf að geta stjórnað hóp og einnig verið hluti af þjálfarateymi. Viðkomandi þarf að geta tekið undir dýnustökk og trampolínstökk. Annar af þjálfurunum þarf að hafa áhuga og kunnáttu að þjálfa gólfæfingar í hópfimleikum. 

Fimleikadeild Sindra er staðsett á Höfn í Hornafirði og er um 450 km frá Reykjavík. Höfn er 2.200 manna samfélag. Staðurinn hefur ýmislegt að bjóða og er fjölfarinn túristastaður.

Deildin hefur cirka 140 iðkendur allt frá 2-16 ára og æfingaraðstaða er 7 km frá Höfn en iðkendur og þjálfarar fara með rútu eða einkabílum á milli. Aðstaðan hefur ekki gryfju þannig það reynir á hæfileika þjálfara að taka undir erfiðari stökk samanber tvöföld heljarstökk. Við höfum brugðið á það ráð að nota mjúka dýnu þegar að iðkandi er að læra ný stökk. Við höfum stórt trampolín, loftdýnu, nýja fiberdýnu LEG/PE, dorado trampolín og önnur smá áhöld.

Deildin sendi frá sér á síðasta keppnistímabili 4 keppnislið. Eitt strákalið (10-12 ára), eitt 4.flokks lið (9-10 ára), eitt 3.flokks lið (12 ára) og eitt 1.flokks lið (13-16 ára).

Erfiðleikastig er á breiðu bili, allt frá araba flikk, krafstökk, heljar upp að gera araba flikk tvöfallt, tvöfallt streit og yfirslag framheljar.

Viðkomandi þarf að hefja störf 1.september og er þetta 9 mánaða starf. Inn í starfinu er jóla- og páskafrí. Jólafrí er frá miðjum desember fram til 6.janúar. Páskafrí er 10 dagar. Vikan hjá viðkomandi er þannig skipuð að það er þjálfun alla daga nema sunnudaga. Í boði eru 15 tímar inn í sal og jafnvel meira. Greidd eru föst mánaðarlaun en inn í því er herbergi fyrir viðkomandi.

Starfið fer fram alla virka daga eftir 14:30 og á laugardögum eftir kl 10:00 en ef viðkomandi vill fá meiri vinnu þá ætti að vera lítið mál að fá vinnu í leikskóla, skóla, hjúkrunarheimili eða annarstaðar á svæðinu.

Upplýsingar sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 31. maí og með upplýsingum um menntun, vinnureynslu og þjálfarareynslu sem og meðmæli.

Frekari upplýsingar veitir: Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari fimleikadeilar Sindra, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hér í viðhengi má sjá auglýsingu frá Fimleikadeild Hamars (Hveragerði) sem að óskar eftir þjálfurum.

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Íslandsmót Unglinga sem að fram fer á Egilsstöðum helgina 19. - 20. maí.

 

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Íslandsmót Unglinga sem að fram fer á Akranesi 12. mai 2018.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Íslandsmótið í Stökkfimi sem fram fer helgina 21. - 22. apríl í umsjón Fjölnis.

 

Á mótinu verða 3 ný félög að hefja keppni hjá FSÍ og erum við gríðalega ánægð með þá þróun. En alls eru 56 lið eða um 300 keppendur skráðir til leiks.

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Íslandsmót í þrepum sem að fram fer í Ármanni helgina 14. - 15. apríl.

Nú um helgina fer fram WOW Bikarmótið í hópfimleikum sem að fram fer í Ásgarði, Garðabæ í umsjón Fimleikadeildar Stjörnunnar.

Keppni fer fram í 4 hlutum og verður 2 hluti mótsins sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

 

 

Hér má sjá skipulag fyrir Bikarmótið í Stökkfmi sem að fram fer í Íþróttamiðstöðinni Varmá, Mosfellsbæ í umsjón Fimleikadeildar Aftureldingar.

 

 

Síða 8 af 34