Hér má sjá skipulag fyrir 3. - 1. þrep og frjálsar æfingar.

Mótið fer fram Versölum, Gerplu.

Hér fyrir neðan má sjá skipulag fyrir Haustmót í 4.-5.þrepi kk og kvk. Mótið verður haldið á Akureyri helgina 4.-5. nóvember.

Hér í viðhengi má finna skipulagið fyrir Haustmót í stökkfimi sem fram fer laugardaginn 4. nóvember í Íþróttahúsinu Vesturgötu á Akranesi. 

Helgina 14.-15. október fer fram þjálfaranámskeið 1C. Mjög góð þátttaka er á námskeiðið og óskum við öllum góðs gengis á námskeiðinu. Dagskrá námskeiðsins má finna hér fyrir neðan.

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 16. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefsíðu ÍSÍ.

Miðvikudaginn 11.október kl. 20 verður kynningarfundur á fimleikahátíðinni Golden age. Fundurinn fer fram í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6, 3.hæð – D-sal.

 Golden age er fimleikahátíð ætluð fólki frá 50 ára aldri og fer hátíðin fram í borginni Pesaro á Ítalíu 16.-21.september 2018.

 Hér er heimasíða hátíðarinnar  http://www.goldenage2018.com/ 

Mánudaginn 25. september fer fram próf úr þeim reglum og efni sem farið var yfir á dómaranámskeiði kvenna sem fram fór 13.-14. og 16.-17. september.

Prófið mun fara fram í E-sal ÍSÍ, Engjavegi 6.

Hér má sjá dagskránna:

Verklegt
Kl. 17:00: D-dómarapróf – D einkunn
Kl. 18:15: E-dómarapróf – E einkunn

Bóklegt
Kl. 19:30: D og E próf

Gangi ykkur vel!

Mynd: Stefán Pálsson

 

Sunnudaginn 1. október stendur Heilbrigðisnefnd FSÍ fyrir skyndihjálparnámskeiði. Námskeiðið fer fram í E-sal ÍSÍ frá kl.9-17. Frítt er á námskeiðið fyrir leyfishafa Fimleikasambandsins, aðrir greiða 5000 kr. Við hvetjum alla sem að starfa í kringum fimleikasalinn að nýta þetta tækifæri. Námskeiðið er fullgilt skyndihjálparnámskeið og telst til eininga í framhaldsskólum og hjá ÍSÍ. Minni á að fyrsta stig ÍSÍ telst ekki lokið nema viðkomandi sé með gilt skyndihjálparnámskeið.

Helgina 14.-15. október fer fram þjálfaranámskeið 1C á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er síðasta námskeiðið á fyrsta stigi þjáfaramenntunnar FSÍ.

Dagana 13.-14. og 16.-17. september fer fram dómaranámskeið, E-dómararéttindi í áhaldafimleikum kvenna. Góð þátttaka er á námskeiðinu og óskum við öllum góðs gengis bæði á námskeiðinu og við dómaraborðið í vetur.

Síða 9 af 32