Tækninefnd í hópfimleikum stóð fyrir strákaæfingu miðvikudaginn 7. júní fyrir stráka fædda 2002-2008.  Vel var mætt á æfinguna en 25 strákar úr Stjörnunni, Aftureldungu og Selfossi æfðu saman undir stjórn Henrik Pilgaard, Kristinns Þórs Guðlaugssonar og Yrsu Ívarsdóttur.

Glæsilegur hópur og framtíðin er svo sannarlega björt!

Próf í móttöku 1 og 2

 

Þriðjudaginn 6. júní næst komandi verður boðið upp á prófdag í móttöku 1 og 2.  Prófið er ætlað fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki haft tök á að mæta í próf tengt sínu námskeiði.

Ég hvet alla sem hafa einhvern tímann tekið námskeið í móttöku en eiga eftir prófið í heild sinni eða að hluta til að mæta og klára námskeiðið. Þjálfarar þurfa að hafa þessi réttindi þegar þeir fylgja liði á mót næsta vetur.

Prófið fer fram í húsakynnum Fjölnis í Egilshöll þriðjudaginn 6. júní kl.19-22.

Prófdómarar eru Bjarni Gíslason, Kristinn Þór Guðlaugsson og Tanja Birgisdóttir.

Þjálfarar eru vinsamlegast beðnir að koma með 2 - 3 iðkendur sem geta stökkin á viðeigandi getustigi.

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ og skal lokið föstudaginn 2. júní, taka skal fram í dálknum lýsing hvort prófið viðkomandi tekur.

Lágmarks skráning í prófið er 10 manns. Náist ekki lágmarks skráning gefst þjálfurum tækifæri á að taka prófið eftir námskeið haustsins.

 

Fyrir hönd Fræðslunefndar FSÍ,
Helga Svana Ólafsdóttir,
Fræðslufulltrúi

 

Grótta leitar að fimleikaþjálfurum, vinsamlega kynnið ykkur viðhengi hér að neðan.

 

Hér í viðhengjum má finna skipulag og hópalista fyrir Íslandsmótið í Stökkfimi sem að fram fer í aðstöðu Fjölnis í Egilshöll í umsjón Fimleikadeildar Fjölnis.

 

 

Hér í viðhengi má finna skipulagið fyrir Subway Íslandsmótið sem að fram fer á Egilsstöðum 13. - 14. maí í umsjón fimleikadeildar Hattar.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir GK meistaramótið sem að fram fer í Gerplu 6. maí

Fimleikadeild Fylkis leitar af þjálfurum.

 

Auglýsingu má sjá í viðhengi

Fimleikadeild Ármanns auglýsir eftir yfirþjálfara.  Um er að ræða 100% stöðu hjá deildinni.  

 

Þekking á fimleikum, námskeið í fimleikaþjálfun frá FSÍ og dómararéttindi er kostur.

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og þjónustulund.

Skipulagður og með góða stjórnunarhæfileika.

Hreint sakavottorð.

 

Starið felur meðal annars í sér:

Almennt skipulag á starfsemi deildarinnar.

Yfirumsjón með hópaskipulagningu.

Mótun og markmið afreksstefnu deildarinnar.

Áhaldaskipulag.

Framkvæmd móta og sýningar á vegum deildarinnar.

Yfirumsjón með þjálfurum deildarinnar.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017. Nánari upplýsingar veitir Dóra Sigurjónsdóttir Rekstrarstjóri Fimleikadeildar í síma 891-6676.

 

Umsóknir eru trúnaðarmál og berist til skrifstofu fimleikadeildar á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hér má sjá skipulag fyrir Íslandsmót í hópfimleikum sem að fram fer 6. apríl 

Hér má sjá skipulag og hópalista fyrir Íslandsmót í þrepum 2017.

 

Mótið fer fram í Ármanni 1. - 2. apríl 2017

Síða 10 af 31