Um helgina fer fram nýtt þjálfaranámskeið 2B, fyrri hluti. Seinni hluti námskeiðsins fer fram í janúar 2018. Góð þátttaka er á námskeiðinu og óskum við öllum góðs gengis um helgina.

Helgina 1.-3. september er mikið um að vera í námskeiðahaldi. Á dagskrá voru sex námskeið en lágmarksfjöldi náðist á fjögur af þeim. Því miður falla þá niður Móttökunámskeið 2 í Reykjavík og Þjálfaranámskeið 1B á Akureyri. 

Mennt er máttur!

Hér koma dagskrár námskeiða helgarinnar. 

Hér má sjá drög að mótaskrá fyrir keppnistímabilið 2017-18.

Mótaskráin á eftir að fara fyrir stjórn Fimleikasambandsins og því er um DRÖG að ræða. 

Staðfest mótaskrá verður birt um leið og samþykki stjórnar liggur fyrir.

Hér kemur fræðsludagskráin fyrir veturinn 2017-2018. Það er mikið af námskeiðum sem boðið verðu upp á í vetur og vonum við að sem flestir geti nýtt sér þau. 

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar fyrir fyrstu námskeið haustsins. Það er ýmislegt í boði og bendi ég sérstaklega á ný námskeið, sérgreinanámskeið 2B og námskeið fyrir leiðbeinendur leikskólahópa.

Vinsamlegast kynnið ykkur þessi námskeið vel. Drög að fræðsludagskrá hefur verið send á félögin og verður sett á heimasíðu þegar hún er fullbúin.

Námskeið í grunnþjálfun í fimleikum

Fimleikasamband Íslands býður íþróttafræðingum og íþróttakennurum upp á endurmenntunarnámskeið í fimleikakennslu fimmtudaginn17. ágúst næst komandi.

Námskeiðið verður haldið í Íþróttahúsi Kársnesskóla, Holtagerði, 200 Kópavogi frá kl.9-15.

 Á námskeiðinu verður farið yfir grunnþættir þjálfunar í fimleikum með áherslu á samhæfingu, styrk og liðleika, kenndar grunnæfingar á dýnu, stökki og í rimlum fyrir byrjendur og styttra komna framhaldshópa sem ætti að nýtast vel til fimleikakennslu í grunnskólum. Einnig verður farið í grunnæfingar fyrir parkour og íþróttin kynnt.

Kennarar á námskeiðinu eru Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sesselja Jarvela og Stefán Þór Friðriksson.

Námskeiðisgjald er 12.500 kr.


Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. ágúst. Skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala og netfang.

Tækninefnd í hópfimleikum hjá Evrópska sambandinu (UEG) hefur gefið út fimmtu útgáfu af fréttabréfi UEG. Í bréfinu má finna helstu breytingar sem gerðar verða á reglum í hópfimleikum, en nýjar reglur verða gefnar út í september.

Endilega kynnið ykkur þetta námskeið á vegum UEG. Pósur hefur verið sendur á félögin með þessum upplýsingum.

Umsókn þarf að berast til skrifstofu síðsta lagi 13.júlí, athugið að það eru einungis tvö laus pláss í hvern hluta. Fyllist ekki öll pláss er möguleiki á að senda fleiri þátttakendur.

Skrifstofa Fimleikasambandsins verður lokuð þegar skráningarfrestur rennur út, þess vegna biðjum við um skráningar frá ykkur fyrir 13.júlí.

 

Fimleikadeild Ármanns óskar eftir þjálfurum til starfa við þjálfun í grunnhópum í áhaldafimleikum karla og hópfimleikum fyrir haustið 2017.

 

Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu við þjálfun fimleika og hafi reynslu við að starfa með börnum. 

 

Deildin auglýsir eftir reynslumiklum þjálfurum og einnig þjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Mikilvægt er að viðkomandi er jákvæður, metnaðarfullur og hafi góða samskiptahæfileika. Hjá fimleikadeild Ármanns er frábær aðstaða til fimleikaiðkunar, krefjandi og skemmtileg verkefni, og mörg tækifæri til að vaxa í starfi. 

 

Allar nánari upplýsingar veitir Dóra Sigurjónsdóttir Rekstrarstjóri Fimleikadeildar Ármanns í síma 891-6676

 

Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og berist til skrifstofu fimleikadeildar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Tækninefnd í hópfimleikum stóð fyrir strákaæfingu miðvikudaginn 7. júní fyrir stráka fædda 2002-2008.  Vel var mætt á æfinguna en 25 strákar úr Stjörnunni, Aftureldungu og Selfossi æfðu saman undir stjórn Henrik Pilgaard, Kristinns Þórs Guðlaugssonar og Yrsu Ívarsdóttur.

Glæsilegur hópur og framtíðin er svo sannarlega björt!

Síða 10 af 32